Miðá í Dalasýslu. Aldur og uppruni í hreistursýnum

Nánari upplýsingar
Titill Miðá í Dalasýslu. Aldur og uppruni í hreistursýnum
Lýsing

Laxveiði hefur verið í mikilli sókn undanfarinn áratug í Miðá og árið 2013 varð metveiði, er 696 laxar veiddust í ánni. Á sama tíma hefur bleikju fækkað mjög á vatnasvæði árinnar, en bleikja var áður ríkjandi í veiðinni. Árið 2013 veiddust 56 bleikjur og er það minnsta magn bleikju sem veiðst hefur í ánni. Könnuð var aldurssamsetning laxa í 124 hreistursýnum úr ánni árið 2013. Lax úr gönguseiðasleppingum hafði 49,8% hlutdeild, en lax af náttúrulegum uppruna 50,2% Dvalartími laxa af náttúrulegum uppruna var að meðaltali 3,09 ár í ferskvatni, en ferskvatnsaldur spannaði 2-5 ár. Eins árs lax úr sjó var með 85,5% hlutdeild, en lax með 2-3ja ára dvöl í sjó 14,5%. Þar af voru 3 (2,4%) laxar að hrygna í annað sinn. Athugun fór fram á hlutdeild náttúrulegrar framleiðslu og fiskræktar í veiðinni 2008-2013 og reyndust 70% sýna af náttúrulegum uppruna en 30% af eldisuppruna. Aukning í laxgengd í Miðá virðist einkum tengd aukinni náttúrulegri framleiðslu, en hlutdeild gönguseiðasleppinga er umtalsverð.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016)
Útgáfuár 2014
Leitarorð lax, veiðinýting, hreistursýni, fiskrækt
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?