Miðá 2014. Samantekt um rannsóknir

Nánari upplýsingar
Titill Miðá 2014. Samantekt um rannsóknir
Lýsing

Í Miðá veiddust 225 laxar og 77 bleikjur árið 2014. Laxveiði var 36% yfir meðaltali tímabilsins frá 1974 - 2014, en bleikjuveiðin einungis 22,4% af meðalveiði. Laxveiði hefur verið góð undanfarin 10 ár en á sama tíma hefur mikill samdráttur átt sér stað í bleikjuveiði. Árleg heildar hrygning laxa á tímabilinu 1974 - 2013 var áætluð 455 þúsund hrogn og spannaði allt frá 57 þúsund hrognum upp í 1,6 milljónir hrogna. Hrognafjöldi var að meðaltali 0,9 hrogn/m2, allt frá 0,12 hrognum/m2 upp í 3,35 hrogn/m2 við mestu hrygningu. Laxveiði hefur verið góð í ánni undanfarin ár, en á sama tíma hefur bleikjuveiðin dregist saman. Alls veiddust 577 laxaseiði af fjórum aldurshópum, frá vorgömlum (0+) til seiða á fjórða ári (3+).  Seiðavísitala laxaseiða, mæld á 7 stöðum á vatnasvæðinu, var að meðaltali 30,6 seiði/100m2 og reyndist áþekk og í sambærilegri mælingu frá 2012. Greind voru 84 hreistursýni úr laxveiðinni 2014 og reyndust 77,3% sýnanna vera af náttúrulegum uppruna en 22,7% ættuð úr fiskrækt með sleppingum sjógönguseiða. Meðalaldur seiða í ferskvatni var 3,25 ár og reyndist klakárgangar frá 2009 og 2010 vera uppistaða göngunnar. Í Miðá veiddust 225 laxar og 77 bleikjur árið 2014. Laxveiði var 36% yfir meðaltali tímabilsins frá 1974 -2014, en bleikjuveiðin einungis 22,4% af meðalveiði. Laxveiði hefur verið góð undnafarin 10 ár en á sama tíma hefur mikil samdráttur átt sér stað  í bleikjuveiði. Árleg heildar hrygning laxa á tímabilinu 1974 til 2013 var áætluð 455 þúsund hrogn og spannaði allt frá 57 þúsund hrognum upp í 1,6 milljónir hrogna. Hrognafjöldi var að meðaltali 0,9 hrogn/m2, allt frá 0,12 hrognum/m2 upp í 3,35 hrogn/m2 við mestu hrygningu. axveiði hefur verið góð í ánni undanfarin ár, en á sama tíma hefur bleikjuveiðin dregist saman. Alls veiddust 577 laxaseiði  af fjórum aldurshópum frá 0+ til seiða á fjórða ári (3+). Seiðavísitala laxaseiða mæld á 7 stöðum á vatnasvæðinu var að meðaltali 30,6 seiði/100m2 og reyndist áþekk og í sambærilegri mælingu frá 2012. Greind voru 84 hreistursýni úr laxveiðinni 2014 og reyndust 77,3% sýnanna vera af náttúrulegum uppruna en 22,7% ættuð úr fiskrækt með sleppingum sjógönguseiða. Meðalaldur seiða í ferskvatni var 3,25 ár og reyndist klakárgangar frá 2009 og 2010 vera uppistaða göngunnar. 

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016)
Útgáfuár 2014
Leitarorð lax, bleikja, laxahrygning, seiðaathuganir, hreisturrannsóknir, fiskrækt
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?