Mat á búsvæðum laxfiska í Minnivallalæk

Nánari upplýsingar
Titill Mat á búsvæðum laxfiska í Minnivallalæk
Lýsing

Unnið var búsvæðamat fyrir laxfiska í Minnivallalæk. Minnivallalækur er um 13 km langur lindarlækur sem fellur til Þjórsár ofan við fossinn Búða. Urriði er ríkjandi tegund í læknum nema næst upptakalindum þar sem bleikja er ríkjandi. Lax er einnig að finna einkum neðan til. Fiskgengt varð frá sjó í lækinn eftir að stigi var gerðu við fossinn Búða í Þjórsá árið 1991. Við búsvæðamat var læknum skipt í tvo árkafla, og var þar auk botngerðar tekið mið af vatnshita og tegundasamsetningu laxfiska. Efri árkaflinn náði yfir 3,6 km næst upptökum og gaf hann 430 framleiðslueiningar en sá neðri var 9,0 km og gaf 3.417 framleiðslueiningar. Við matið voru notaðir stuðlar fyrir urriða og bleikju.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Magnús Jóhannsson
Flokkun
Flokkur Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016)
Útgáfurit VMST/09002
Útgáfuár 2009
Blaðsíður 6
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?