Lífríki Sogs. Samantekt og greining á gögnum frá árunum 1985-2008

Nánari upplýsingar
Titill Lífríki Sogs. Samantekt og greining á gögnum frá árunum 1985-2008
Lýsing

Rannsóknir á laxfiskum í Sogi hófust 1985 og rannsóknir á smádýrum hafa staðið frá 1997. Meginmarkmið þessarar samantektar er að taka saman gögn úr fyrrgreindum rannsóknum, greina og prófa tilgátur um tengsl mældra þátta og hvort sveiflur í lífríki Sogs tengist umsvifum mannsins m.a. rennslisstýringu vegna virkjana. Mikill  breytileiki kom fram  í fjölda bitmýs milli ára, einkum í Efra-Sogi. Þéttleiki bitmýs var mun minni neðar í Sogi og minnstur við Alviðru. Allt frá árinu 1986 hefur þéttleiki seiða laxfiska verið afar lágur í efri hluta Sogs. Gögn um tengsl hrygningar og nýliðunar laxa í Sogi benda til þess að hrygning hafi verið takmarkandi þáttur fyrir nýliðun og framleiðslu   þar á síðustu árum. Greining á áhrifum rennslissveiflna á seiðaþéttleika benda til þess að sveiflur í rennsli vegna fyrirvaralausra útleysinga í Sogsvirkjunum hafi neikvæð áhrif á þéttleika laxaseiða. Markvisst hefur verið dregið úr slíkum sveiflum hin síðari ár. Styrkleiki samfelldra rannsókna í Sogi liggur helst í samfellu og lengd gagnaraðarinnar. Fiskrannsóknir með sambærilegum hætti annars staðar á vatnasvæðinu styrkja þau gögn sem fyrir liggja í Sogi og túlkun þeirra. Helstu veikleikar rannsóknanna liggja í fáum endurteknum mælingum, einkum við rannsóknir á þéttleika botndýra.  

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016)
Útgáfuár 2011
Blaðsíður 114
Útgefandi Veiðimálastofnun
Leitarorð vatnshiti, vatnshagur, smádýr, botngerð, seiðabúskapur, laxfiskar, hrygningarstofn, göngulaxar,
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?