Laxarannsóknir í Fróðá 2014

Nánari upplýsingar
Titill Laxarannsóknir í Fróðá 2014
Lýsing

Árið 2014 veiddist 101 lax í stangaveiði í Fróðá, en auk þess 6 bleikjur og 5 urriðar. Laxveiðin skiptist í 87 eins árs laxa (smálaxa) og 14 tveggja ára laxa (stórlaxa). Meiri hluta laxveiðinnar var sleppt (59,4%). Allt fram fram á tíunda áratuginn var hlutfall stórlaxa oft á milli 20-30% af hverjum árgangi gönguseiða, en undanfarinn áratug er hlutfall þeirra yfirleitt undir 10%. Mælingar á seiðaþéttleika í Fróðá árin 2008 - 2013 sýna að nýliðun seiða á Fróðárdal árin 2013 - 2014 virðist nokkru minni en nældist á árunum 2009 - 2012 og gæti það hugsanlega tengst erfiðum skilyrðum á gönguleið laxa ofan við Bláhyl. Í hreistursýnum ársins 2014 komu fram laxar klaktir árin 2008 - 2010 og var hlutdeild 2009 árgangsins yfir helmingur sýnanna.    

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016)
Útgáfuár 2014
Leitarorð lax, bleikja, urriði, stangveiði, seiðaathuganir, hreistursýni
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?