Laxá í Dölum. Samantekt um fiskisrannsóknir

Nánari upplýsingar
Titill Laxá í Dölum. Samantekt um fiskisrannsóknir
Lýsing

Alls veiddust 216 laxar í Laxá í Dölum sumarið 2014 auk fimm urriða og fjögurra bleikja. Rúmlega helmingi laxveiðinnarvar sleppt úr stangveiði.  Eins árs lax var 81% veiðinnar, en þar af var hlutdeild hænga 64%. Tveggja ára laxar úr sjó voru 19% veiðinnar og hlutdeild hrygna af þeim var 78%. Meðalþyngd smálaxa var 2,17 kg og stórlaxa 5,49 kg. Laxveiðin 2014 var einungis þriðjungur af veiði ársins 2013 og reyndist minnsta skráða veiðin frá upphafi skráningar árið 1946. Stórlaxi hefur fækkað mjög í Laxá undanfarna áratugi. Árin 1973 – 1996 var hlutdeild stórlaxa sem hver gönguseiðaárgangur skilaði að jafnaði 41,6% en frá 1997 til 2012 var samsvarandi hlutdeild aðeins 10,3%. Hrygningarstofninn, metinn í fjölda hrogna í Laxá haustið 2014 var áætlaður 543.000 hrogn, sem er sá minnsti upphafi, en hrygningarstofn er áætlaður að meðaltali 2,8 milljónir hrogna frá 1946-2014. Hlutdeild stórlaxahrygna í hrygningarstofninum var að meðaltali um 30% tímabilið 1946-2014, en hefur lækkað mjög undanfarin ár vegna fækkunar stórlaxa. Í seiðamælingum veiddust 325 laxaseiði, 18 urriðaseiði og 3 hornsíli. Laxaseiðin voru af 4 árgöngum (0+ til 3+) og fundust vorgömul laxaseiði (0+) eingöngu í Laxá en ekki í hliðarlækjum árinnar. Vísitala seiðaþéttleika á fiskgenga hluta Laxár var að meðaltali 43,7 seiði á hverja 100 m2 botnflatar sem er aðeins yfir meðaltali mælinga á seiðavístölum sem fyrir liggja úr ánni frá fyrri mælingum.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016)
Útgáfuár 2015
Leitarorð lax, laxveiði, seiðabúskapur, sjavaraldur, hrygningarstofn, hrognafjöldi
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?