Laxá í Dölum. Samantekt um fiskirannsóknir

Nánari upplýsingar
Titill Laxá í Dölum. Samantekt um fiskirannsóknir
Lýsing

Árið 2011 veiddust 568 laxar í Laxá í Dölum og var 70 sleppt. Einnig veiddust tvær bleikjur og 5 urriðar. Hlutdeild stórlaxa í veiðinni var 10%.  Laxveiðin var dræm eða 54% af meðaltalsveiði árinnar fyrir tímabilið 1974 - 2011. Mesta veiðin í einstakri viku var frá 12.-18. ágúst en þá veiddust 125 laxar. Niðursveiflan í Laxá er í takt við sveiflur í veiðinni í helstu laxveiðiám í Dölum. Hámarktæk fylgni mældist á milli veiðinnar í Laxá í Dölum og Flekkudalsár (R2 = 0,513; P < 0,001). Hlutdeild stórlaxa í veiði hefur minnkað gríðarlega á tímabilinu frá 1974 – 2011. Í upphafi tímabilsins var hlutdeild stórlaxa í veiði úr gönguseiðaárgangi 1973 um 50 % en einungis 3,4 % laxa sem rekja má til gönguseiðaárgangs 2009 voru stórlaxar. Í rafveiðum veiddust laxaseiði af fjórum árgöngum og vottur af urriðaseiðum. Mesti samanlagði seiðaþéttleiki á einstakri stöð var í Þrándargili eða 249,5 seiði á hverja 100 m2, þar af 188,9 hjá vorgömlum seiðum. Þéttleikavísitala fyrir stöðvar 1 - 6 er að meðaltali 63,3/100 m2 og sú mesta frá upphafi mælinga. Árangur sleppinga á klakfiski á ófiskgenga svæðinu var mældur á einni stöð og reyndist þéttleiki vorgamalla seiða vera 29,1/100 m2. Meðaltalsþéttleiki allra árganga úr mælingum frá 1985 er 34,0/100 m2 en talsverðra sveiflna gætir í þéttleikavísitölunni, einkum hjá 0+ og 1+ seiðum.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016)
Útgáfuár 2012
Leitarorð laxveiði, seiðabúskapur, lax, urriði, seiðasleppingar, sjógönguseiði
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?