Langá á Mýrum 2012. Samantekt um fiskirannsóknir

Nánari upplýsingar
Titill Langá á Mýrum 2012. Samantekt um fiskirannsóknir
Lýsing

Árið 2012 veiddust alls 1090 laxar, en auk þess 11 bleikjur og 6 urriðar. Alls var 123 löxum sleppt eða 11,3% af fjölda veiddra laxa.  Sleppingar smálaxa voru 10,3% af veiðinni, en 37,5% stórlaxa. Frá Sjávarfossi að Sveðjufossi veiddust 828 laxar, en 262 frá Sveðjufossi að Langavatni, þar af 42 á svæðinu frá Heiðarfossi að Langavatni. Eftir samfellt góðæri frá árinu 2001 varð mikil niðursveifla í laxveiðinni í Langá sumarið 2012.  Meðalveiði í Langá á tímabilinu 1974-2012 er 1478 laxar og veiðin því 26,2% undir meðalveiði. Sá lax sem skilaði sér í Langá sumarið 2012 var fremur smár. Meðalþyngd eins árs laxa var 1,92 kg en tveggja ára laxa 4,92 kg. Hlutdeild stórlaxa var 2,1% af gönguseiðaárganginum frá 2010. Alls gengur 894 laxar og 14 silungar upp fyrir fiskteljarann við Skuggafoss. Hins vegar veiddust 926 laxar ofan við Skuggafoss og því gengur mikill fjöldi laxa framhjá teljaranum. Í fiskteljara við Sveðjufoss gengu 497 laxar upp fyrir teljarann og veiddist 53,8% göngunnar á fjallinu. Almennt gekk lax snemma í ána en göngur brugðust er leið á sumarið. Greind voru 73 hreistursýni og voru klakárgangar frá 2007 og 2008 uppistaða í sýnunum. Ummerki um fyrri hrygningu sáust í 5,5% sýnanna. Enginn lax fannst upprunninn úr gönguseiðasleppingum. Samanlögð seiðavísitala laxaseiða mældist 64,6 seiði á 100 m2 og jókst seiðafjöldinn frá 2011. Vísitala seiða á fyrsta og öðru ári mældist langt yfir langtíma meðaltali og seiði á þriðja ári voru einnig yfir meðaltali. 

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016)
Útgáfuár 2012
Leitarorð lax, bleikja, urriði, fiskteljari, veiðihlutfall, seiðabúskapur, hreistursýni, fiskrækt
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?