Hreisturrannsóknir úr laxveiðinni í Laxá í Hvammssveit 2012

Nánari upplýsingar
Titill Hreisturrannsóknir úr laxveiðinni í Laxá í Hvammssveit 2012
Lýsing

Í stangveiðinni í Laxá í Hvammsveit 2012 veiddust 67 laxar og 5 urriðar. Laxinn var smár og meðalþyngdin 1,99 kg og reyndust hængar ívið fleiri en hrygnur. Meðallaxveiði tímabilsins 1982 - 2012 er 47 laxar og er því veiðin árið 2012 42% yfir langtímameðaltali. Greind voru 50 hreistursýni úr laxveiðinni og voru þau öll af smálaxi. Nær öll sýnin reyndust af náttúrulegum uppruna, en 1 sýni (2%) var af eldisuppruna. Laxar af náttúrulegum uppruna höfðu að meðaltali dvalið 3,32 ár í ferskvatni og var bakreiknuð gönguseiðastærð þeirra 11,5 cm og stærð við lok 1 vetrar í sjó 41,5 cm og stærð við veiði 56,6 cm. Laxarnir voru allir á sinni fyrstu hrygningargöngu í ána utan eins lax sem áður hafði hrygnt (2%). Laxar í veiðinni 2012 voru greindir af fjórum klakárgöngum áranna 2006 - 2009 og var klakárgangurinn frá 2008 ríkjandi með 60% veiðinnar. Klakárgangar 1997 - 2007 hafa að fullu skilað sér inn í veiðina á þessu tímabili og hefur hver árgangur skilað að meðaltali 47 löxum í veiðinni. Endurheimtur árganga hafa reynst mjög breytilegar. Árgangur frá 1999 skilaði aðeins 9 löxum en árgangur frá 1997 alls 90 löxum.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016)
Útgáfuár 2013
Leitarorð lax, urriði, stangveiði, hreistursýni, klakárgangar
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?