Hörðudalsá 2014. Seiðarannsóknir og veiði

Nánari upplýsingar
Titill Hörðudalsá 2014. Seiðarannsóknir og veiði
Lýsing

   
Á vatnasvæði Hörðudalsár árið 2014 veiddust 34 laxar og 118 bleikjur og var laxveiðin að stærstum hluta smálax eða 85,3% og var hlutdeild smálaxahrygna 69,0%. Stórlaxarnir voru fimm talsins (14,7% veiðinnar) og að stærstum hluta hrygnur eða 80%. Gjöfulustu veiðistaðirnir voru nr. 7 og 21 með 14,7% veiðihlutdeild en skráning á 20% laxveiðinnar var ábótavant. Veiðin minnkaði um meira en helming á milli ára og var tæp 80% af meðalveiði tímabilsins 1974 – 2014, sem er 43 laxar. Meðalveiði á bleikju á sama tímabili er 284 fiskar. Á árinu 2014 var bleikjuveiðin tæp 42% af meðaltalinu en jókst þó á milli ára um 74 fiska eða tæplega 270%. Stærstur hluti bleikjunnar eða tæplega 91% veiddist á veiðistað nr 1.  Greind voru 10 hreistursýni úr laxveiðinni á vatnasvæði Hörðudalsár eða af um 30% veiðinnar. Tvö sýni eða 20% voru af löxum af eldisuppruna, líklega flækingar úr Miðá, þar sem gönguseiðum hefur ekki verið sleppt í Hörðudalsá síðustu árin. Fjögur sýni (40%) voru af stórlöxum, þar af var einn á sinni annarri hrygningargöngu. Ferskvatnsaldur laxa af náttúrulegum uppruna spannaði 3 – 4 ár og tilheyrðu laxarnir klakárgöngum áranna 2008 – 2010, þar af var tæplega helmingur heildarveiðinnar upprunnin úr klaki ársins 2010. Í seiðamælingum á fiskgenga hluta vatnasvæðis Hörðudalsár veiddust 111 laxaseiði og 10 bleikjuseiði. Vísitala laxaseiða mældist fyrir allt svæðið 9,2/100 m2 (2,2 – 15,1/100 m2) og vísitala bleikjuseiða fyrir allt svæðið mældist 0,8/100 m2. Á stöð A í Laugaá, rétt ofan Fótagils, veiddust 8 vorgömul (0+) laxaseiði, upprunnin úr flutningi á klakfiski upp á ófiskgenga svæðið haustið 2013. Mældust seiðin 3,7 cm að meðallengd og áætluð seiðavísitala var 5,3/100 m2. Á stöð B, skammt neðan Fótagils, fundust tvö bleikjuseiði, þ.e. eitt vorgamalt, 6,3 cm langt, og eitt seiði á þriðja ári, 13,6 cm langt. Vísitala bleikjuseiðanna var áætluð 1,3/100 m2. Ófiskgengi hluti Laugaár einkennist af hentugu búsvæði fyrir laxaseiði. Búsvæðamat hefur ekki verið gert á vatnasvæði Hörðudalsár en lauslega áætlað myndi nýting á efra svæði Laugaár fela í sér um 25% aukningu árfarvegs í bakkalengd ánna.  Lagt er til að gönguhindrunin í Laugaá verði skoðuð og metið hvort arðbært sé að leggja í kostnað við að opna hana.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016)
Útgáfuár 2015
Leitarorð lax, bleikja, klakfiskur, búsvæði
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?