Hörðudalsá 2013. Seiðabúskapur og veiði

Nánari upplýsingar
Titill Hörðudalsá 2013. Seiðabúskapur og veiði
Lýsing

Í stangveiðinni á vatnasvæði Hörðudalsár árið 2013 veiddust 73 laxar og var 13 sleppt eða 17,8% veiðinnar. Hlutur stórlaxa í veiðinni var rétt rúm 15% og nánast jafnt hlutfall var á milli kynja hjá smálaxi en hjá stórlöxum var hlutdeild hrygna tæp 73%. Laxveiðin jókst um rúm 30% frá árinu 2012 og er nú tæplega 70% yfir meðalveiði tímabilsins 1974 - 2013 og hefur ekki verið meiri í 20 ár. Mikil lægð hefur verið í bleikjuveiðinni í meira en áratug og veiddust aðeins 44 bleikjur í ár, eða 15% af langtímameðaltalinu. Veiðistaður nr 1 er lang gjöfulastur og veiddust þar 10 laxar eða tæp 14% laxveiðinnar og 37 bleikjur eða 84% bleikjuveiðinnar. Mesta laxveiðin var vikuna 16.-22. júlí og veiddust þá 20 laxar og mesta bleikjuveiðin var tímabilið 16.- 29. júlí eða samanlagt 24 fiskar. Greind voru 17 hreistursýni úr laxveiðinni í Hörðudalsá eða um 23% veiðinnar. Tæplega 30% sýnanna voru af löxum af eldisuppruna en ferskvatnsaldur laxa af náttúrulegum uppruna spannaði 3 - 4 ár eða 3,7 ár að meðaltali. Hlutdeild smálaxa í sýnatökunni var rúm 76% en hlutur stórlaxa tæp 24%, eða fjórir fiskar, þar af tveir laxar sem voru á sinni annarri hrygningargöngu. Laxar af eldisuppruna eru raktir til klakárgangs 2011 en laxar af náttúrulegum uppruna til klakárganga 2007 – 2009. Í rafveiðum veiddust 136 laxaseiði af þremur aldurhópum, 38 bleikjuseiði, einnig af þremur aldurshópum, og þrjú hornsíli. Laxaseiði fundust á öllum stöðvum, mjög misjöfn að þéttleika eða frá 0,3 – 23,5/100 m2. Þéttleiki vorgamalla laxaseiða mældist 1,3/100 m2 að meðaltali, 4,8/100 m2 minni en árið 2012. Meðalþéttleiki bleikjuseiða á svæðinu var 2,1/100 m2og jókst lítillega á milli ára. Holdastuðull laxaseiða var frá 1,01 – 1,12.  

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016)
Útgáfuár 2014
Leitarorð lax, bleikja, seiðavísitala, hreistursýni, klakárgangur
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?