Hítará. Samantekt um fiskirannsóknir 2014

Nánari upplýsingar
Titill Hítará. Samantekt um fiskirannsóknir 2014
Lýsing

Í skýrslunni er greint frá veiðinýtingu í Hítará á Mýrum, fiskgengd um fiskteljara við Kattarfoss á árinu 2014 auk aldursgreininga á hreistursýnum sem safnað var úr laxveiðinni 2014. Laxveiðin minnkaði verulega frá árinu 2013 en var nálægt meðalveiði áranna 1974-2014. Laxveiðin á vatnasvæði Hítarár árið 2014 var alls 477 laxar, en þar af veiddust 87 laxar í hliðaránum Grjótá og Tálma. Einnig veiddust 6 bleikjur og 13 urriðar. Alls var 52 löxum sleppt í veiðinni eða 10,9% veiddra laxa.  Stórlaxi var einkum sleppt eða 51,5% en 3,7% smálaxa. Smálax var ríkjandi í veiðinni (85,7%) og meðalþyngd þeirra var 2,0 kg. Alls veiddust 66 stórlaxar (14,3%) og var meðalþyngd þeirra 5,0 kg. Nettóganga laxa upp fyrir teljarann var 176 fiskar, þar af 104 smálaxar og 72 stórlaxar en fleiri silungar gengu niður fyrir teljarann en upp. Göngur um teljarann 2014 voru nokkuð undir meðaltali þess fjölda laxa sem gengið hafa upp fyrir teljarann frá árinu 2007. Greind voru 32 hreistursýni úr veiðinni 2014, öll af náttúrulegum uppruna. Alls voru 28 sýni af eins árs laxi úr sjó (87,5%), en 4 sýni (12,5%) voru af laxi með tveggja ára dvöl í sjó. Tvö sýni sýndu gotmerki í hreistri sem er merki um fyrri hrygningu. Alls komu fram laxar af fjórum klakárgöngum, 2008 - 2011. Uppistaða veiðinnar 2014 var af árganginum frá 2010 (51,6%), en næstur kom árgangur frá 2009 með 42,6% hlutdeild.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016)
Útgáfuár 2014
Leitarorð lax, urriði, bleikja, stangaveiði, fisktalning, hreistursýni
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?