Hítará. Samantekt um fiskirannsóknir 2012

Nánari upplýsingar
Titill Hítará. Samantekt um fiskirannsóknir 2012
Lýsing

Á vatnasvæði Hítarár veiddust 516 laxar og var 41 þeirra sleppt. Auk þess veiddust 2 bleikjur og 2 urriðar. Laxveiðin skiptist í 466 eins árs laxa og 41 tveggja ára lax. Mikill samdráttur varð í laxveiði frá 2011, en laxveiðin var þó yfir meðalveiði áranna 1974 - 2012. Bleikjuveiði á vatnasvæði árinnar hefur hrunið síðastliðin 10 ár.
Talning laxfiska upp fyrir Kattarfoss hefur verið stunduð árin 2007 - 2012 og varð laxagangan aðeins 64 laxar, sú minnsta frá því að talningar hófust, en árin 2007 - 2010 var gangan á bilinu 218 - 353 laxar.
Seiðavísitala var könnuð á 11 veiðistöðum haustið 2012, sex í Hítará, tveimur stöðum í Grjótá, tveimur í Melsá og á einni stöð í Fiskilæk. Laxaseiði voru alls staðar ríkjandi á veiðistöðum, utan efstu stöðvar í Hítará þar sem urriði var ríkjandi. Auk þess varð vart við bleikju, hornsíli og kolann flundru sem kom fram í rafveiðum í Fiskilæk. Vísitala laxaseiða mældist svipuð eða meiri í hliðaránum en á viðmiðunarárum árin 1985 - 1990. Seiðaþéttleiki laxaseiða á veiðistöðum ofan við Kattarfoss var almennt lægri en annars staðar á vatnasvæðinu. Vöxtur seiða reyndist hraðastur efst í Hítará, í Fiskilæk og Grjótá, en almennt dró úr vexti er neðar dró í Hítará og í Melsá.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016)
Útgáfuár 2013
Leitarorð lax, urriði, bleikja, hornsíli, flundra, stangaveiði, seiðabúskapur
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?