Grímsá og Tunguá 2012. Yfirlit fiskrannsókna

Nánari upplýsingar
Titill Grímsá og Tunguá 2012. Yfirlit fiskrannsókna
Lýsing

Í Grímsá og Tunguá veiddust 452 laxar árið 2012 og var 53,5% veiðinnar sleppt, þ.e. 54,4% smálaxa og78% stórlaxa. Þeir stórlaxar sem veiddust í Grímsá og Tunguá árið 2012 eru af gönguseiðaárgangi 2010 og var hlutdeild þeirra af veiðinni 13,6%. Hinsvegar er hlutdeild þeirra af heildarfjölda laxa sem rekja má til gönguseiðaárgangs 2010 (smálaxar og stórlaxar) einungis 4,3%. Auk laxins veiddust 69 urriðar og ein bleikja. Laxveiðin dróst saman um rúm 68% á milli ára og var rúm 32% af langtímameðaltali árinnar. Hrygning á flatareiningu árið 2012 var einungis 0,62 hrogn/m2 en meðaltalshrygning tímabilsins 1974 – 2012 er 1,65 hrogn/m2. Fjöldi hrogna inn á svæðið er áætlaður 1,5 milljónir og minnkaði um helming á milli ára. Þéttleiki laxaseiða í Grímsá og Tunguá haustið 2012 var 65,3/100 m2 að meðaltali og var seiðavísitalan rétt yfir langtímameðaltalinu og lækkaði um tæp 10/100 m2 á milli ára. Greind voru hreistur af 8% veiðinnar og reyndist 3,6% sýnatökunnar vera af laxi úr gönguseiðasleppingum og 20% sýnanna báru merki um fyrir hrygningargöngu. Ferskvatnsaldur laxa af náttúrulegum uppruna spannaði 2 – 4 ár og rúm 90% sýnanna mátti rekja til klakárganga 2007 og 2008.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016)
Útgáfuár 2013
Leitarorð Grímsá, Tunguá, lax, urriði, stangaveiði, hrygning, hrognafjöldi, seiðaþéttleiki, fiskirækt
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?