Grímsá og Tunguá 2010. Samantekt um fiskirannsóknir

Nánari upplýsingar
Titill Grímsá og Tunguá 2010. Samantekt um fiskirannsóknir
Lýsing

Gerð er grein fyrir niðurstöðum vöktunarrannsókna á laxfiskum á vatnasvæði Grímsár og Tunguár í Borgarfirði. Alls veiddist 1.961 lax á vatnasvæðinu árið 2010, þar af 1.832 laxar í Grímsá og 129 laxar í Tunguá, og reyndist fimmta besta veiðiár frá upphafi veiðiskráningar.  Í stangveiði var 1.156 löxum sleppt (58,9%), þar af 51,7% smálaxa og 71,7% stórlaxa. Alls veiddist 51 urriði og hefur urriðaveiðin dregist saman.  Smálax var uppistaða veiðinnar, en 173 stórlaxar veiddust sem er veruleg aukning frá undanförnum árum og reyndist hlutfall stórlaxa af gönguseiðaárganginum frá 2008 um 12% sem er það hæsta hlutfall sem mælst hefur frá 1997. Laxahrygningin haustið 2010 var áætluð 5,7 milljónir hrogna sem er 40% yfir meðaltali tímabilsins 1974 - 2010. Hrygning á flatareiningu var 2,4 hrogn/m2 en meðaltalið er 1,7 hrogn/m2.  Seiðavísitalan mældist sú önnur hæsta frá upphafi mælinga. Einkum mældist mikill fjöldi vorgamalla seiða og eins árs seiða, í kjölfar öflugrar hrygningar 2008 og 2009. Urriðaseiðum heldur áfram að fækka á búsvæðum Grímsár, en fjöldi og hlutdeild þeirra var í hámarki árin 2003 og 2004. Greiningar á hreistursýnum sýndu að uppistaðan í veiðinni var frá löxum af klakárgangi 2006, auk þess sem hlutdeild laxa af sleppiuppruna virtist veruleg.a

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016)
Útgáfuár 2011
Leitarorð Grímsá, Tunguá, lax, urriði, stangaveiði, hrygning, hrognafjöldi, seiðaþéttleiki, seiðasleppingar, endurheimtur
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?