Gljúfurá 2014. Samantekt um fiskirannsóknir

Nánari upplýsingar
Titill Gljúfurá 2014. Samantekt um fiskirannsóknir
Lýsing

Í Gljúfurá árið 2014 veiddust 167 laxar og 34 urriðar. Hlutfall stórlaxa í veiðinni var 5%, að stærstum hluta hrygnur, en hlutfall smálaxa eftir kynjum skiptist í um 54% hængar á móti 46% hrygnur. Miklar sveiflur hafa verið í laxveiðinni undanfarin ár og dróst veiðin í Gljúfurá saman um 71% á milli ára og er nú rúmlega 24% undir langtímameðaltali. Nettó ganga laxa um teljarann í Gljúfurá var 468 laxar og 163 silungar. Hlutdeild stórlaxa í göngunni var 11,7%. Um 65,6% smálaxa gekk í júlí en tveir toppar komu á stórlaxagönguna, í júlí og september, með um 25% hlutdeild á hvoru tímabili. Veiðihlutfall á laxi var 34,6%, þ.e. 37% á smálaxi og 16,4% á stórlaxiHreisturgreining gaf til kynna að stærstur hluti laxa í Gljúfurá dvelur ýmist í 3 eða 4 ár í ferskvatni og að laxar í veiðinni 2014 eigi uppruna sinn að rekja til þriggja klakárganga, 2008 – 2010.  Sjávarvöxtur smálaxa í veiðinni 2014 var lítill, eða 29,6 cm að meðaltali. Í seiðarannsóknum veiddust 561 laxaseiði og 51 urriðaseiði af fjórum árgöngum (0+ til 3+). Meðallengd allra aldurshópa laxaseiða mældist minni nú en árið 2013 og meðallengd þriggja yngstu aldurshópanna var undir langtímameðaltali. Seiðavísitala laxa í Gljúfurá mældist í heildina 79,3/100 m2 árið 2014, hátt yfir langtímameðaltali en mestur var þéttleiki vorgamalla seiða eða 39/100 m2. Hámarktækt samband er milli seiðavísitölu 0+ seiða og sömu klakárganga í veiði (r2=0,689 p=0,001). Vatnshiti í Gljúfurá sumarið 2014 mældist nærri meðaltali hvers mánaðar fyrir  tímabilið 2010-2014, að júlí undanskildum en hann mældist 1,4°C undir meðaltali.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016)
Útgáfuár 2014
Leitarorð laxveiði, urriði, stórlax, fiskteljari, veiðihlutfall, seiðavísitala, vatnshiti
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?