Gljúfurá 2012. Samantekt um fiskurannsóknir

Nánari upplýsingar
Titill Gljúfurá 2012. Samantekt um fiskurannsóknir
Lýsing

Í Gljúfurá árið 2012 veiddust 135 laxar en auk þess veiddust 26 urriðar og ein flundra. Aðeins einn stórlax veiddist (hængur) og vó hann 4,1 kg en meðalþyngd smálaxa var 1,89 kg. Veiðin var um helmingi minni en árið 2011 og tæplega 37% undir meðalveiði tímabilsins 1974 – 2012. Urriðaveiðin var 16% minni en veiðin 2011 en um 20% meiri en meðalveiði tímabilsins 2000 – 2012. Laxveiðin var nokkuð breytileg eftir vikum og fór mest upp í 15 – 19 laxa, nokkrum sinnum yfir veiðitímabilið, en datt niður á milli og var minnsta vikuveiðin 2 laxar. Mesta laxveiðin á einstökum veiðistað var í Oddahyl en þar komu 16 laxar á land. Stærstur hluti urriðans veiddist eftir 12. ágúst og dreifðist veiðin nokkuð jafnt upp eftir öllu veiðisvæðinu. Vegna bilunar í fiskteljara hófst talning í Gljúfurá ekki fyrr en 26. júní. Nettóganga upp fyrir teljarann var 322 fiskar sem skiptist í 91 silung, 204 smálaxa og 27 stórlaxa. Mest var laxagangan á tímabilinu júlí/ágúst en þá gekk 65% smálaxa og 63% stórlaxa. Stærst var ganga silunga í september eða 75%. Veiðihlutfall á stórlaxi ofan teljarans var 3,7%, 63,6% á smálaxi og 24% á silungi. Greind voru 52 hreistursýni úr veiðinni, öll af löxum af náttúrulegum uppruna sem dvalið höfðu að meðaltali 3,29 ár í ferskvatni og sýndu 13,5% sýnanna merki um fyrri hrygningu. Klakárgangur 2007 bar uppi tæp 35% veiðinnar en klakárgangur 2008 rúmlega 55%. Í rafveiðum veiddust 474 laxaseiði af fjórum aldurshópum, frá 0+ til 3+ og jókst meðallengd allra aldurshópa frá 2011 Þéttleiki vorgamalla laxaseiða var 42,4/100 m2 og seiða á öðru ári 27,3/100 m2 og jókst þéttleiki beggja aldurshópa á milli ára og er langt yfir langtímameðaltali. Vísitala seiða á þriðja ári var 4,4/100 m2 og á fjórða ári 0,6/100 m2 og mældist undir langtímameðaltali í báðum tilfellum. Vottur af urriðaseiðum veiddist (0+ og 1+) með samanlagðan þéttleika 1,1/100 m2. Holdastuðull laxaseiða mældist 0,99 – 1,02 og urriðaseiða 0,99 – 1,09.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016)
Útgáfuár 2013
Leitarorð laxveiði, fiskteljari, hreistursýni, urriði, veiðihlutfall, vatnshiti, seiðabúskapur, flundra
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?