Fiskirannsóknir á vatnasvæði Þverár í Borgarfirði árið 2012

Nánari upplýsingar
Titill Fiskirannsóknir á vatnasvæði Þverár í Borgarfirði árið 2012
Lýsing

Mikill samdráttur varð í laxveiði á vatnasvæði Þverár sumarið 2012 og veiðin var sú minnsta um áratugaskeið.  Alls veiddust 724 laxar á vatnasvæðinu, 35 urriðar og 2 bleikjur.  Innan vatnasvæðisins veiddust 421 lax í Kjarará, 300 í Þverá og 3 í Litlu- Þverá.  Veiðin skiptist í 580 smálaxa (eins árs lax úr sjó) og 144 stórlaxa (tveggja ára lax úr sjó).  Alls var 131 laxi sleppt í veiðinni 2012, þar af 6,4% smálaxa, en 65,3% stórlaxa.  Mikill samdráttur í veiðinni stafar af fækkun smálaxa en fjöldi stórlaxa var svipaður og undanfarin ár.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016)
Útgáfuár 2013
Leitarorð lax, urriði, bleikja, stangaveiði, hrognafjöldi, seiðabúskapur, hreistursýni, aldursskipting, Þverá, Kjarará, Litla-Þverá
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?