Búsvæðamat fyrir Gljúfurá í Húnavatnssýslu

Nánari upplýsingar
Titill Búsvæðamat fyrir Gljúfurá í Húnavatnssýslu
Lýsing

Gljúfurá í Húnaþingi á upptök sín í um 400 m hæð í svokölluðum botnum sunnan við Víðidalsfjall og rennur um 28 km uns hún fellur í Hópið. Í Gljúfurá falla nokkrar hliðarár og lækir úr fjalllendinu vestur af ánni. Í Gljúfurá veiðist lax og nokkuð af bleikju. Búsvæðamat var framkvæmt á ánni haustið 2005.Í því mati er ánni skipt í einsleita kafla og botngerð og dýpi lagt til grundvallar mati á gæðum árinnar til framleiðslu á laxaseiðum og reiknaðar svonefndar framleiðslueiningar hvers árkafla. Heildarfjöldi framleiðslueininga Gljúfurár taldist vera ríflega 14.600. Í heild hentar botngerð árinnar ágætlega sem búsvæði fyrir laxaseiði en botn er nokkuð grófur og meira ber á klöpp eftir því sem ofar dregur í ánni. Mikill hluti árinnar liggur hátt yfir sjó og mælingar á leiðni benda til að áin sé ekki mjög frjósöm og hamli það líklega seiðaframleiðslu.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Kristinn Ólafur Kristinsson
Flokkun
Flokkur Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016)
Útgáfuár 2013
Leitarorð búsvæði, botngerð, framleiðslueiningar, flatarmál, lax
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?