Búsvæðamat á vatnasvæði Flekkudalsár á Fellsströnd

Nánari upplýsingar
Titill Búsvæðamat á vatnasvæði Flekkudalsár á Fellsströnd
Lýsing

Vatnasvæði Flekkudalsár á Fellsströnd við utanverðan Hvammsfjörð er annálað fyrir náttúrufegurð. Vatnasvæðið er myndað af tveimur meginám, Flekkudalsá og Tunguá (Galtardalsá) sem sameinast í Kjallakstaðaá um 1 km ofan Kjallakstaðavogs. Flekkudalsá er með betri veiðiám í Dölum og er lax ríkjandi tegund í ánum.  Búsvæði í ánum voru kortlögð haustið 2012.  Ársvæðum var skipt í einsleita kafla m.t.t. botngerðar og rennsliseinkenna.  Einkenni árkafla voru metin með þversniðum þar sem breidd farvegar, dýpi og botngerð var metin í fimm flokka og reiknað framleiðslugildi eftir gæðum botnsins til fiskframleiðslu og að endingu reiknaður fjöldi framleiðslueininga sem er n.k. mat á framleiðslugetu árinnar.  Á vatnasvæði Flekkudalsár eru fiskgengir hlutar samtals 36,2 km.  Flatarmál þeirra er 553.200 m2 þar af 71,7% í Flekkudalsá, 23,3% í Tunguá og 5,1% í Kjallakstaðaá.  Fjöldi framleiðslueininganna er alls 12.825, þar af 72.3% í Flekkudalsá, 22,1% í Tunguá og 5.6% í Kjallakstaðaá.  Hlutdeild ánna er því svipuð, hvort heldur sem miðað er við flatarmál eða mat á gæðum búsvæða.  Framleiðslugildi á einstökum árköflum fengu einkunn frá 7,5 - 38,5, en flestir kaflar fengu einkunn á bilinu 20 -25.  Niðurstöður búsvæðamatsins nýtast til að reikna framleiðslugetu einstakra bújarða innan vatnasvæðis Flekkudalsár og til samanburðar við framleiðslugetu fyrir lax á öðrum vatnasvæðum. 

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016)
Útgáfuár 2013
Leitarorð lax, búsvæði, framleiðslugildi, framleiðslueiningar, framleiðslugeta
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?