Mat á aflareglu fyrir þorsk - áfangaskýrsla nefndar um langtímanýtingu fiskistofna
| Nánari upplýsingar |
| Titill |
Mat á aflareglu fyrir þorsk - áfangaskýrsla nefndar um langtímanýtingu fiskistofna |
| Lýsing |
Í júlí 1992 fól sjávarútvegsráðherra stjórn Hafrannsóknastofnunarinnar að gera tillögur um hvernig nýtingu einstakra fiskistofna skyldi háttað með það markmið að hámarkstafrakstri Íslandsmiða yrði náð til lengri tíma. Í janúar 1993 var settur á fót vinnuhópur Hafrannsóknastofnunarinnar og Þjóðhagsstofnunar. Hópurinn skilaði í maí 1994 lokaskýrslu til sjávarútvegsráðherra („Hagkvæm nýting fiskistofna“) og fjallaði hún um langtímanýtingu þorskstofns, m.a. í ljósi stöðu loðnu- og rækjustofns.
Í mars árið 2001 skipaði sjávarútvegsráðherra nefnd sem hafði það verkefni að endurskoða áðurnefnda skýrslu. Skyldi nefndin meta þann árangur sem náðst hafði í nýtingu þorsks, ýsu og rekju og líta í því sambandi m.a. til reynslu annarra þjóða. Þá skyldi nefndin skoða hvort unnt sé að ákvarða langtímanýtingu annarra nytjastofna hér við land. |
| Skráarviðhengi |
Ná í viðhengi |
| Flokkun |
| Flokkur |
Safn |
| Útgáfurit |
Safn |
| Útgáfuár |
2002 |
| Blaðsíður |
42 |
| Útgefandi |
Sjávarútvegsráðuneytið |