Hátíð hafsins

Hafrannsóknastofnun hefur tekið þátt í Hátíð hafsins, sem haldin er í Reykjavík sjómannadagshelgina ár hvert. Hátíðin er fjölskylduhátíð sem leggur áherslu á fróðleik um hafið og lífríki þess fyrir fólk á öllum aldri. Faxaflóahafnir og Sjómannadagsráð standa að hátíðinni.

Fiskasýning Hafrannsóknastofnunar var fastur liður á hátíðinni og meðal vinsælustu viðburða þar. Þar mátti sjá fjölbreytta fiska og furðuskepnur, allt frá algengum nytjafiskum eins og þorsk og ýsu að sjaldséðari tegundum eins og svartdjöfli og bjúgtanni.

Skoða myndir frá Hátíð hafsins

fiskar skoðaðir á hátíð hafsins

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?