Uppsjávarsvið

Rannsóknir Uppsjávarsviðs lúta að lífríki og umhverfi ofan botns og allt að yfirborði sjávar. Spanna rannsóknirnar því mörg fræðasvið þar sem viðfangsefnin eru allt frá stærstu dýrum jarðar til örsmárra svifþörunga sem og eðlis- og efnafræði sjávar. Verkefni sviðsins taka til rannsókna á langtímabreytingum á umhverfi og vistkerfi og hagnýtra rannsókna vegna ráðgjafar um nýtingu.

Vöktun á ástandi sjávar er eitt af mikilvægustu verkefnum stofunarinnar. Markmið þess er að vakta langtímabreytingar á umhverfisþáttum í hafinu umhverfis Ísland. Í því felast m.a. mælingar á hitastigi, seltu, súrnun sjávar og styrk næringarefna á föstum stöðvum kringum Ísland í fjórum rannsóknaleiðöngrum ár hvert.

Vegna vaxandi fiskeldis á Íslandi hafa rannsóknir á straumum og vöktun á öðrum þáttum umhverfisins á grunnsævi aukist á undanliðnum árum. Þær rannsóknir eru grundvöllur ráðgjafar um burðarþol og þar með sjálfbærri nýtingu fjarða og sjókvíaeldissvæða.

Undirstaða alls lífs hafanna byggir á svifþörungum og framleiðni þeirra. Árleg vöktun á svifþörungum fer fram að vori með annarri vöktun á umhverfisþáttum en einnig eru notuð fjarkönnunargögn til að meta frumframleiðni og árlegan framgang hennar. Markmiðið er að fylgjast með gróðurfari umhverfis landið.  Í viðbót við þessar rannsóknir fer fram vöktun á eitruðum svifþörungum á strandsvæðum.

Dýrasvif gegnir mikilvægu hlutverki í vistkerfinu enda er dýrasvif fæða allra fiskistofna í það minnsta hluta ævi þeirra. Uppsjávarfiskistofnar og skíðishvalir lifa nær eingöngu á dýrasvifi þó einstaka tegundir geti nýtt sér aðra fæðu hluta úr ári. Rannsóknir á dýrasvifi miða að því að auka skilning á líffræði mismunandi tegunda auk þess sem unnið er að því að rannsaka breytileika í þéttleika og tegundasamsetningu milli hafsvæða og ára. Þá er unnið að því að þróa frekar leiðir til að nota bergmálsmælingar til mælinga á stórátu (aðallega ljósátu).

Rannsóknir á uppsjávarfiskistofnum eru umfangsmestu verkefni sviðsins. Meginmarkmiðin miða að því að meta stofnstærð og veiðiþol loðnu, sumargotssíldar, norsk-íslenskrar vorgotssíldar, kolmunna, makríls og hrognkelsis.  Markmið um sjálfbæra nýtingu  krefst auk þess fjölbreytta rannsókna á líffræði, útbreiðslu, göngum, og vistfræðilegum tengslum þessara fiskistofna, þar með talið tengslum þeirra við umhverfi, dýrasvif og spendýr. Aukin áhersla verður á næstu árum lögð á rannsóknir á miðsjárvartegundum (t.d. laxsíldar og gulldeplu) vegna þeirra nýtingarmöguleika sem þar felast.

Rannsóknir á spendýrum beinast, líkt og með fiskistofna, að leggja mat á stofnstærð þeirra fjölmörgu hvalategunda sem finnast við landið sem og þeirra tveggja selastofna sem hér finnast og kæpa. Jafnframt eru stundaðar viðamiklar rannsóknir á líffræði spendýranna, göngum, atferli og stöðu þeirra í vistkerfinu.  

Sameiginlegt markmið allra rannsókna á sviðinu er að veita ráðgjöf um sjálfbæra nýtingu auðlinda hafsins, skýra vistfræðileg tengsl hinna fjölbreyttu tegunda og áhrif breytilegs umhverfis á þessa þætti.  Þá fjöllum við einnig um álag á vistkerfin af völdum framkvæmda svo sem fiskeldis og veitum stjórnvöldum og hagsmunaaðilum fjölbreytta ráðgjöf.

Employees
Name Job Title Email
Agnar Már Sigurðsson Rannsóknamaður
Agnar Már Sigurðsson
Rannsóknamaður

Starfssvið: sýnataka - aldurgreining

Agnes Eydal Líffræðingur
Agnes Eydal
Líffræðingur

Starfssvið: dýrasvif

Alice Benoit-Cattin Efnafræðingur
Alice Benoit-Cattin
Efnafræðingur

Starfssvið: efnamælingar

Andreas Macrander Haffræðingur
Andreas Macrander
Haffræðingur

Starfssvið: haffræði

Anna Heiða Ólafsdóttir Fiskifræðingur
Anna Heiða Ólafsdóttir
Fiskifræðingur

Starfssvið: makríll, kolmunni, útbreiðsla og far, stofnmat, vistkerfisrannsóknir á uppsjávarlífriki og miðsjávarfiskum, norðurslóðarannsóknir,

Menntun: PhD í líffræði frá Memorial Háskóla í St. John´s, Kanada, 2013
MSc í líffræði frá Memorial Háskóla, Kanada, 2005
BSc í líffræði frá Háskóla Íslands, 1999.

Ferilskrá
Ritskrá í vinnslu
ResearchGate í vinnslu
Google Schooler í vinnslu

 

 

Ástþór Gíslason Sjávarlíffræðingur
Ástþór Gíslason
Sjávarlíffræðingur

Sérsvið: dýrasvif

Menntun: PhD frá University of Oslo, 2002
MSc frá University of Oslo, 1987
MA frá University of Oslo, 1978

Ritaskrá

Google Scholar

Ferilskrá

Birkir Bárðarson Fiskifræðingur
Birkir Bárðarson
Fiskifræðingur

Starfssvið: loðna

Björn Sigurðarson Rafeindavirki
Björn Sigurðarson
Rafeindavirki
Christophe Pampoulie Erfðafræðingur
Eric dos Santos Líffræðingur
Eric dos Santos
Líffræðingur

Starfssvið: Selarannsóknir ásamt sýna- og gagnasöfnun varðandi sjávarspendýr 

Menntun: MSc í líffræði frá Háskóla Íslands 

Research Gate

Eygló Ólafsdóttir Náttúrufræðingur
Eygló Ólafsdóttir
Náttúrufræðingur
Filipa Isabel Pereira Samarra Vistfræðingur
Filipa Isabel Pereira Samarra
Vistfræðingur

Starfssvið: hvalir með áherslu á atferli háhyrninga

Menntun: PhD in Biology, University of St Andrews (UK) 2007-2011
MSc in Environmental Biology (with Distinction), University of St Andrews (UK) 2004-2005
BS in Biology, University of the Azores (Portugal) 2000-2004

Research Gate 
Google Scholar 
ORCID 

Ritaskrá

Gísli Arnór Víkingsson Sjávarlíffræðingur
Gísli Arnór Víkingsson
Sjávarlíffræðingur

Starfssvið: hvalir , sjávarvistfræði

Ritaskrá

Research Gate

Guðmundur Óskarsson Sviðsstjóri
Guðmundur Óskarsson
Sviðsstjóri

Starfssvið: síld - uppsjávarlífríki

Guðrún Finnbogadóttir Líffræðingur
Guðrún Finnbogadóttir
Líffræðingur

Starfssvið: aldursgreiningar

 

 

Hildur Pétursdóttir Sjávarvistfræðingur
Hildur Pétursdóttir
Sjávarvistfræðingur

Starfssvið: dýrasvif

Höskuldur Björnsson Verkfræðingur
Höskuldur Björnsson
Verkfræðingur

Starfssvið: stofnmat (ufsi, steinbítur) - aflareglur

 

Jacek Sliwinski Tæknimaður
James Kennedy Fiskifræðingur
James Kennedy
Fiskifræðingur

Starfssvið: hrognkelsi - grásleppa - rauðmagi

Ritaskrá

Upplýsingar úr Google Scholar

Upplýsingar úr Orcid

Kristinn Guðmundsson Sjávarlíffræðingur
Kristinn Guðmundsson
Sjávarlíffræðingur

Starfssvið: vistfræði sjávar - svifþörungar/örverur - frumframleiðni - a-blaðgræna/litarefni - litur sjávar/gervitunglagögn - tölvustýrðar mælingar á gegnumstreymiskerfi

Ritaskrá

Ferilskrá

Research Gate

Kristinn Guðnason Verkfræðingur
Kristinn Guðnason
Verkfræðingur

Starfssvið: líkanagerð

Kristín Jóhanna Valsdóttir Náttúrufræðingur
Kristín Jóhanna Valsdóttir
Náttúrufræðingur

Starfssvið: svifþörungar

Lísa Anne Libungan Sjávarvistfræðingur
Lísa Anne Libungan
Sjávarvistfræðingur

Starfssvið: dýrasvif - síld - vistfræði

Ritaskrá 

Linkedin

Magnús Danielsen Náttúrufræðingur
Magnús Danielsen
Náttúrufræðingur

Starfssvið: sjórannsóknir

Ragnhildur Ólafsdóttir Rannsóknamaður
Ragnhildur Ólafsdóttir
Rannsóknamaður

Starfssvið: sýnataka - aldursgreininar

Sandra Magdalena Granquist Dýraatferlisfræðingur og vistfræðingur
Sandra Magdalena Granquist
Dýraatferlisfræðingur og vistfræðingur

Starfssvið: selir

Ritaskrá

Research Gate

Sigurður Þór Jónsson Fiskifræðingur
Sigurður Þór Jónsson
Fiskifræðingur

Starfssvið: loðna - bergmálsmælingar

Sigurvin Bjarnason Líffræðingur
Sigurvin Bjarnason
Líffræðingur

Starfsvið: Loðna- líffræði, bergmál

Menntun : MS í sjávarlífræði frá Háskóla Íslands 2016 

Ritaskrá

Research Gate

Sólrún Sigurgeirsdóttir Líffræðingur
Sólrún Sigurgeirsdóttir
Líffræðingur

Starfssvið: dýrasvif

Sólveig Rósa Ólafsdóttir Efnafræðingur
Sólveig Rósa Ólafsdóttir
Efnafræðingur
Svandís Eva Aradóttir Líffræðingur
Svandís Eva Aradóttir
Líffræðingur

Starfssvið: sýnavinnsla

Sverrir Daníel Halldórsson Líffræðingur
Sverrir Daníel Halldórsson
Líffræðingur

Starfssvið: hvalir

Ritaskrá

Teresa Sofia Giesta da Silva Sjávarlíffræðingur
Teresa Sofia Giesta da Silva
Sjávarlíffræðingur

Starfssvið: dýrasvif

Google Scholar

Orcid

Valerie Chosson Líffræðingur
Valerie Chosson
Líffræðingur

Starfssvið: erfðafræði - hvalir - hvalasporðagrunnur

Ritaskrá

Warsha Singh Vistfræðingur
Warsha Singh
Vistfræðingur
Did you find the content of this page helpful?