Ísafjörður

Starfsstöðin á Ísafirði hefur verið starfrækt í sama húsi síðan 1976. Viðfangsefnin hafa alla tíð verið af margvíslegum toga og endurspeglast nokkuð af viðfangsefnum stofnunarinnar í heild en einnig af því umhverfi sem starfsemin fer fram í.

Meðal helstu viðfangsefna eru:

  • Gagnasöfnun úr lönduðum afla. Felst í sýnatökum á flestum tegundum frá fiskiskipum, árið um kring.
  • Söfnun og greining fæðu þorsks, ýsu og ufsa úr afla fiskiskipa. Með samkomulagi við sjómenn er sýnum safnað allt árið á nokkrum fiskiskipum.
  • Veiðarfærarannsóknir. Starfstöðin stundar rannsóknir á hefðbundnum veiðarfærum en einnig unnið að nýsköpun í veiðitækni.
  • Starfstöðin hefur umsjón með námskeiðum í veiðitækni, bæði fyrir Sjávarútvegsskóla Sameinuðuþjóðanna og Háskólasetur Vestfjarða.
  • Umsjón og notkun neðansjávarmyndavéla. Starfstöðin hefur með höndum alla umsjón og notkun á búnaði stofnunarinnar til myndatöku neðansjávar.
  • Vegna aukinnar uppbyggingar í fiskeldi er unnið að vöktun á áhrifum eldis á vistkerfi fjarða.
  • Eftirlit og umsjón með viðhaldi á veiðarfærum sem notuð eru við stofnmat. Viðhaldsvinnan fer fram á Ísafirði.

Starfsmenn taka þátt í fjölmörgum leiðöngrum stofnunarinnar sem snúa að ýmsum viðfangsefnum, m.a. stofnmælingu botnfiska, loðnu og rækju.

Notkun neðansjávarmyndavéla hefur aukist talsvert á seinni árum. Slík tækni er nú notuð við stofnmat á humri og hörpudiski en einnig við vistfræðirannsóknir á hafsbotni.

Hafrannsóknastofnun Ísafirði

Árnagötu 2-4
400 Ísafjörður
Sími: 575 2300

Employees
Name Job Title Email
Anna Ragnheiður Grétarsdóttir Researcher

Specialisation: sampling - imaging

Arnar Björnsson Biologist

Specialisation: sampling - stomach content analysis

Arnþór Bragi Kristjánsson Technician
Arnþór Bragi Kristjánsson
Technician

Specialisation: underwater cameras

Hjalti Karlsson Marine Biologist

Specialisation: branch manager - invertebrates - underwater cameras

James Kennedy Fisheries Biologist
James Kennedy
Fisheries Biologist

Specialisation:: lumpfish - lumpsucker 

Publications

Google Scholar profile

Orcid profile

Did you find the content of this page helpful?