Selfoss

Starfsstöð á Selfossi hefur verið starfrækt frá árinu 1986. Hún er til húsa í Búnaðarmiðstöðinni við Austurveg. Tveir fastráðnir starfsmenn starfa á Selfossi. Starfsstöðin kemur að öllum þeim helstu verkþáttum sem varðar ferskvatn.

Helstu verkefnin snúa að lífríkisrannsóknum í ám og vötnum á Suðurlandi. Einnig söfnun á veiðiskýrslum fyrir stang- og netaveiði. Vaktaðir eru stofnar laxfiska, m.a. með seiðarannsóknum og fisktalningu í lax- og silungsveiðiám og vötnum, vítt og breitt um Suðurland. Stór hluti verkefna eru rannsóknir sem varða mat á áhrifum framkvæmda á lífríki í fersku vatni. Þar hafa rannsóknir vegna minni og stærri virkjanaframkvæmda verið fyrirferðamestar.

Starfsstöðin hefur lagt sérstaka áherslu á rannsóknir á sjógengnum og staðbundnum urriða.

Hafrannsóknastofnun Selfossi

Austurvegi 3-5
800 Selfoss

Employees
Name Job Title Email
Benóný Jónsson Biologist 5752622

Starfssvið: Ferskvatnslífríki

Ritaskrá

Í leyfi

Magnús Jóhannsson Fisheries Biologist 5752620
Did you find the content of this page helpful?