Flatmjóri

extrasDictionaryLang extrasDictionarySynonyms
Latin: Lycodes frigidus
Danish: Småskællet ålebrosme
Faroese: Kaldi úlvfiskur
Norwegian: Arktisk ålebrosme
Swedish: Arktisk ålbrosme
English: Glacial eelpout

Rák flatmjóra er kviðlæg. Hreistur er mjög smátt og eru um 50 óreglulegar langraðir hreisturs á milli raufar og bakuggaróta. Fullorðnir fiskar eru alhreistraðir allt til róta kviðugga og hnakka og hlutar bak- og raufarugga eru hreistraðir en ekki eyruggarætur. Haus er alllangur, 23,6-27,6% af lengd fisksins. Fjarlægð frá trjónu að rauf er 39,8-50,5% af lengd að sporði. Skúflangar eru tveir. Flatmjóri verður um 70 cm langur.

Litur: Flatmjóri er dökkbrúnn á lit. Ungir fiskar eru Ijósbrúnir með dökka ugga. Ekkert munstur né blettir eru á roði. Lífhimna er svört.

Geislar: B. 92-98,- R: 79-85,- E: 19-23,- hryggjarliðir: 101-107.

Heimkynni flatmjóra eru frá Austur- Grænlandi til Jan Mayen og norðan- og norðaustanverðum Íslandsmiðum suður undir Færeyjar og norðaustur til Svalbarða. Einnig er hann í Laptevhafi, Austur-Síberíuhafi og Chukchihafi.

Hér fannst flatmjóri fyrst í Ingólfsleiðangrinum 1895-1896 á um 1430 m dýpi undan Norðausturlandi (66°44'N, 11°33'V). Hans varð síðan ekki vart á Íslandsmiðum fyrr en Hafrannsóknastofnun hóf líffræðirannsóknir á svonefndu Drekasvæði djúpt norðaustur af Langanesi. Á svæði sem afmarkast af 67°50'N til 68°12'N og 8°11'V til 9°43'V veiddust árið 2008 samtals 45 flatmjórar á 1154-1860 m dýpi. Þessir fiskar voru 13-62 cm langir. Árið 2009 veiddist 61 cm langur flatmjóri á 1341-1370 m dýpi á Drekasvæðinu (68°1 1,9'N, 8°33,7'V).

Lífshættir: Flatmjóri er djúpsjávar- og kaldsjávarfiskur sem lifir á leirbotni á 900- 3000 m dýpi og í köldum sjó, þ.e. undir 0°C.

Fæða er ýmiss konar djúpkrabbadýr, smokkfiskar, slöngustjörnur, burstaormar og fiskseiði.

Lítið er um hrygningu vitað en um 500 þroskuð egg, 7 mm í þvermál, fundust í 50 cm langri hrygnu sem veiddist í lok ágúst á 1782 m dýpi norðan Færeyja.

Flatmjóri er talinn vera náskyldur grænlandsmjóra.

 

Byggt á bókinni, Íslenskir fiskar. ( Mál og menning 2013), Höfundar: Gunnar Jónsson og Jónbjörn Pálsson. (2013).

Did you find the content of this page helpful?