Svartdjöfull

extrasDictionaryLang extrasDictionarySynonyms
Latin: Melanocetus johnsoni
Danish: Johnsons klumpangler
English: Humpback anglerfish, Blackdevil anglerfish

Svartdjöfull er lítill, hausstór og kjaftstór fiskur með stórar og hvassar tennur á skoltum. Augu eru allstór. Á enni hrygnanna er „veiðistöng" sem er um þriðjungur eða tæplega tveir þriðju af lengd að sporði. Á enda hennar er blaðlaga ljósfæri án þráða. Bak- og eyruggar og sporður eru allir vel þroskaðir en raufaruggi er mun minni en bakuggi og kviðugga vantar eins og á önnur sædýfli. Svartdjöfull verður a.m.k. 18 cm á lengd.

Litur: Svartdjöfull er svartur á lit.

Ceislar: B: 13-17,- R: 3-5,• F.: 17-23.

Heimkynni svartdjöfuls eru í öllum heimshöfum. Nyrsti fundur er á Dohrnbanka við Austur-Grænland. Þá hefur hann einnig veiðst í Grænlandshafi djúpt suðvestur af Íslandi, undan Suðvestur- og Suðaustur-Grænlandi og undan Nýfundnalandi.

Í lok maí árið 1996 veiddist 17 cm svartdjöfull í flotvörpu á 732-750 m dýpi við 200 sjómílna fiskveiðimörkin djúpt suðvestur af Reykjanesi (62°50'N, 30°35'V) og í mars 1999 veiddist 13 cm svartdjöfull í botnvörpu á grálúðuslóð vestan Víkuráls. Árið 2006 veiddist einn 16 cm langur á 810—840 m dýpi á Reykjaneshrygg. Sinn fiskurinn veiddist hvort áranna 2007 og 2010 djúpt vestur af Snæfellsnesi (64°43'N, 28°02'V og 64°49'N, 28°55'V). Svartdjöfull hefur einnig veiðst utan fiskveiðimarkanna suðvestur og vestur af landinu.

Lífshættir: Svartdjöfull er miðsævis-, botn- og djúpfiskur sem veiðst hefur á 0-2000 m dýpi.

 

Byggt á bókinni, Íslenskir fiskar. ( Mál og menning 2013), Höfundar: Gunnar Jónsson og Jónbjörn Pálsson. (2013).

Did you find the content of this page helpful?