Marsilfri

extrasDictionaryLang extrasDictionarySynonyms
Latin: Diretmus argenteus
English: Spiny fin, silver spinyfin
French: rayon épineux
Russian: Dirétma

Marsilfri er hávaxinn, þunnvaxinn og stuttvaxinn fiskur, nokkurn veginn kringlóttur í lögun. Skoltar eru skásettir og efst á neðri skolti er smá beintota. Augu eru mjög stór. Tálknalok er geilagárótt, mjög þunn og beygjanleg. Bak- og raufaruggi eru alllangir og geilar allir liðskiptir. Sporður er sýldur. Eyr- og kviðuggar eru vel þroskaðir og sterkur broddur er í kviðuggum. Marsilfri verður allt að 15 cm á stærð eða þar um bil.

Litur er silfraður en dökkur á baki.

Geislar: B: 25 29; R: 18-24, hryggjarliðir: 27-29 (31).

Heimkynni marsilfra eru í Atlantshafi og Kyrrahafi. Í norðaustanverðu Atlantshafi hefur hann veiðst við Asóreyjar, Írland, Ísland og víðar. Einnig hefur hann fundist við Suður-Afríku. Í norðvestanverðu Atlantshafi hefur hann m.a. fundist við Suður- Afríku. Í norðvestanverðu Atlantshafi hefur hann m.a. fundist undan Nýja Skotlandi, á miðunum við Nýfundnaland, við Bermúdaeyjar, í Mexíkóflóa og víðar. Í Kyrrahafi hefur hann veiðst við Ástralíu og Nýja-Sjáland. Hér við land fannst marsilfri í júní árið 1954 í Rósagarðinum djúpt undan Suðausturlandi. Hann var 11 cm langur. Í maí árið 1983 fékkst annar á 500-550 m dýpi djúpt undan Suðvesturlandi. Árið 1995 veiddust fjórir – einn í febrúar djúpt undan Suðvesturlandi(Faxabanki), annar út af Öræfagrunni og hinn í Skerjadjúpi. Þessir fiskar voru 11-14,5 cm langir og veiddust á 445-640 m dýpi. Árið 1997 veiddust tveir marsilfrar, 7 og 12 cm langir, í rækjuvörpu við Kolbeinsey og voru þeir komnir langt frá heimkynnum sínum. Þá veiddist einn, 12,5 cm langur, í apríl 1998 á 730 m dýpi á Reykjaneshrygg.

Lífshættir: Marsilfri er miðsævisfiskur sem veiðst hefur ´230-730 m dýpi.

Byggt á bókinni, Íslenskir fiskar. ( Mál og menning 2013), Höfundar: Gunnar Jónsson og Jónbjörn Pálsson. (2013).

 

Did you find the content of this page helpful?