Kjáni

extrasDictionaryLang extrasDictionarySynonyms
Latin: Chaunax suttkusi
English: Coffin fish
French: Baudroie rose front blanc

Kjáni er a.m.k. 30 cm að stærð, litur er rauðleitur á nýveiddum fiskum en í geymsluvökva verður liturinn fölbrúnn eða gulleitur. Allstór blá augu eru áberandi. Geislar: B, (9-12); R, 6-7; E, 10-14; S: 8 (-10).

Heimkynni: Kjáni hefur veiðst í austanverðu Atlantshafi frá Angola í Afríku norður til Biskajaflóa, Asóreyja og miðanna vestan og norðan við Írland auk þess sem hann hefur fengist í Miðjarðarhafi og á Íslandsmiðum. Í vestanverðu Atlantshafi hefur hann veiðst frá Suður-Karólínuríki í Bandaríkjunum og í Karíbahafi suður undir miðbaug.

Í nóvember árið 1997 veiddist 9,5 cm langur kjáni í botnvörpu sunnan Vestmannaeyja og í desember sama ár annar rúmlega 15 cm langur á Reykjaneshrygg. Útlit þessara fiska féll vel saman við lýsingu hér er að ofan nema hvað ekki fundust kviðuggar á íslensku fiskunum fyrr en eftir nákvæma leit því þeir voru inndregnir. Fiskarnir voru rauðir á lit að ofan og á hliðum en kviður var Ijós og dökk lífhimnan skein í gegn. Augu voru mjög blá. Eftir nokkra geymslu í formalíni voru þeir orðnir gulleitir. Í júní 1998 veiddist 16 cm kjáni á 293-404 m dýpi í gulllaxvörpu suðvestur af Vestmannaeyjum (63°101M, 21°19'V) og í desember árið 2001 veiddist einn 9,4 cm langur á 622 m dýpi í Grænlandssundi djúpt undan Öndverðarnesi (64°44'N, 27°28'V) og mun það vera nyrsti fundur til þessa. Í október árið 2002 veiddist 20 cm langur kjáni í botnvörpu á 458 m dýpi í Grindavíkurdjúpi. Í desember 2006 veiddist 14 cm kjáni á Sneiðinni suður af Vestmannaeyjum, árið 2009 veiddist 19 cm kjáni á 585 m dýpi vestur af Snæfellsnesi og einn veiddist árið 2010 á um 540 m dýpi suðvestur af Reykjanesi.

Lífshættir: Kjáni er botnfiskur sem veiðst hefur á 220-1050 m dýpi. Í vestanverðu Norður-Atlantshafi hefur hann veíðst í 6-17°C heitum sjó.

 

 

Byggt á bókinni, Íslenskir fiskar. ( Mál og menning 2013), Höfundar: Gunnar Jónsson og Jónbjörn Pálsson. (2013).

Did you find the content of this page helpful?