Hvítnefur

extrasDictionarySynonymsIcelandic:
Gránefur
extrasDictionaryLang extrasDictionarySynonyms
Latin: Hydrolagus pallidus
English: white rabbitfish
Russian: Дятловый древесный вьюрок / Djátlovyj drevésnyj v'jurók

Hvítnefur líkist stuttnef mjög í ytra útliti (að undanskildum litnum) og vísast til lýsingar á honum. Hann getur orðið 120 cm og lengri.

Litur: Allfrábrugðinn stuttnef því hvítnefur er hvítur eða gráleitur og bak-, raufar- og kviðuggar eru Ijósbláleitir.

Heimkynni: Hvítnefur hefur fundist á 1200-2075 m dýpi í norðaustanverðu Atlantshafi við Asóreyjar og í sunnanverðum Biskajaflóa norður til Rosemary-banka vestan Skotlands og einn hefur veiðst á 1900 m dýpi í austurhlíðum Mið-Atlantshafshryggjarins norðanverðum (47°50'N, 27°09'V). Þá veiddist einn árið 1992 á rúmlega 1300 m dýpi í Davissundi (63°11'N, 54°23'V) vestan Grænlands. Tveir hvítnefir hafa borist Hafrannsóknastofnuninni. Sá fyrri, 120 cm hrygna, veiddist á 780-790 m dýpi út af Berufjarðarál (63°50'N, l 3°08'V) í apríl 1992. Sá síðari, 115 cm hrygna veiddist á 730-740 m dýpi út af Berufjarðarál (63° 13'N, 13°I6'V) árið 2006.

 

Byggt á bókinni, Íslenskir fiskar. ( Mál og menning 2013), Höfundar: Gunnar Jónsson og Jónbjörn Pálsson. (2013).

 

Í skýrslu sem kom út árið 2020 kemur fram að sjö hvítnefir hafi veiðst í SMH (Stofnmælingu botnfiska að haustlagi) sjá hér

Hvítnefur telst því fremur sjaldgæfur. Hafa þessir sjö allir veiðst á svipuðum slóðum fyrir suðaustan land. Þeir fiskar sem kyngreindir voru (n=3) voru hrygnur og fengust á 730‐930 m dýpi og voru á lengdarbilinu 91‐117 cm.

Did you find the content of this page helpful?