Gulllax

extrasDictionarySynonymsIcelandic:
gulllax
extrasDictionaryLang extrasDictionarySynonyms
Latin: Argentina silus
Danish: guldlaks
Faroese: gulllaksur
Norwegian: berglaks, gullaks, stavsild, vassild
Swedish: guldlaks
English: Atlantic argentine, greater argentine, greater silver smelt, herring smelt
German: Goldlachs
French: grande argentine, saumon doré
Spanish: sula
Portuguese: argentina-dourada
Russian: Аргентина / Argentína, Североатлантическая аргентина / Severoatlantítsjeskaja argentína

Gulllax er langvaxinn og hausstór fiskur með lítinn kjaft. Augun eru mjög stór og þvermál þeirra meira en trjónulengdin. Bolurinn er mjög langur, en stirtlan stutt og sterkleg. Bakuggi er stuttur og góðan spöl aftan hans er veiðiuggi andspænis raufarugga. Eyruggar eru lágstæðir og frekar litlir og kviðuggar eru bolstæðir undir eða aftan við aftari rætur bakugga. Sporður er djúpsýldur. Hreistrið er mjög stórt og laust í roðinu. Gulllax getur náð allt að 70 cm lengd en algeng stærð er 40- 50 cm.

Litur: Gulllax er þanggrænn á lit að ofan en gull- eða silfurlitur á hliðum og hvítgulur að neðan.

Geislar: B, 11-12; R: 13-15; hryggjarliðir: 65-68.

Heimkynni gulllaxins eru í Norður-Atlantshafi við Ísland og Færeyjar, frá Norður-Noregi suður í Skagerak og í norðan- verðum Norðursjó, vestan og norðan Bretlandseyja og suður í Biskajaflóa. Þá er hann einnig við Austur- og Vestur-Grænland og frá Labrador til Nýfundnalands og Bandaríkjanna.

Hér við land er gulllax algengastur frá Rósagarði undan Suðausturlandi og undan suður- og einkum suðvesturströndinni og undan vesturströndinni allt norður á móts við Halamið. Hann er hins vegar sjaldséðari undan Norður- og Austurlandi.

Lífshættir: Gulllax er miðsævis- og botn- fiskur á leir- og sandbotni á 150-1400 m dýpi en er algengastur á 300-600 m dýpi og í 5-7°C heitum sjó. Stærstu fiskarnir halda sig dýpra en þeir minni. Gulllax er einkum nálægt botni á daginn en syndir upp um sjó á nóttunni. Á veturna dýpkar hann á sér en gengur nær landi á sumrin.

Fæða gulllax er alls konar smákrabbadýr eins og Ijósáta og marflær en einnig pílormar, smokkfiskar, marglyttur, kambhveljur og smáfiskar af berhausa-, gelgju- og laxsíldaættum.

Hrygning gulllax hér við land fer sennilega fram allt árið um kring með hámarki í maí-júlí og nóvember-desember. Hrygningin á sér stað á miklu dýpi og víða á útbreiðslusvæðinu en einkum við Reykjaneshrygg. Egg og seiði eru sviflæg á 400- 500 m dýpi. Eggin eru 3-3,5 mm í þvermál og 10-40 þúsund. Seiði eru um 7,5-8 mm við klak. Um 6 cm á lengd eru þau orðin eins og foreldrarnir í útliti. Vöxtur er í meðallagi og verður gulllax kynþroska 30- 40 cm langur og 5-10 ára gamall. Á Íslandsmiðum 8-9 ára. Hann getur orðið meira en 30 ára gamall.

Nytjar: Gulllax er sums staðar veiddur í botnvörpu til bræðslu og hefur það verið reynt hér. Einnig er hann dálítið nýttur til manneldis en þó frekar í dýrafóður. Tilraunaveiðar á gulllaxi hófust hér við land á níunda áratug 20. aldar en annars hefur hann veiðst mest sem aukaafli við karfaveiðar og verið hent.

Gulllaxaflinn á Íslandsmiðum varð árið 1998 tæp 13.400 tonn.

 

Byggt á bókinni, Íslenskir fiskar. ( Mál og menning 2013), Höfundar: Gunnar Jónsson og Jónbjörn Pálsson. (2013).

Did you find the content of this page helpful?