Neskaupstaður

Starfstöð Hafrannsóknastofnunar í Neskaupstað er í ysta hluta bæjarins í nýuppgerðu húsi við Nesbakka 3 sem kallast Múlinn. Byggingin skiptist í skrifstofuklasa og hýsir fjölmörg fyrirtæki og stofnanir. Starfsmenn Hafrannsóknastofnunar þar eru tveir (innan tíðar) og koma að hinum ýmsu rannsóknaverkefnum stofnunarinnar sem þarf að sinna á þessu landshorni.

Meðal verkefna er úrvinnsla sýna úr afla fiskiskipa sem landað er á Austfjörðum, bæði uppsjávar- og botnfiski. Gögnin frá þessari vinnu eru m.a. nýtt í stofnmati og veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Þá fara þar fram greiningar á aldri loðnulirfa sem er hluti af átaksverkefni stofnunarinnar um loðnurannsóknir. Þá sinna starfsmenn ýmsum smá verkefnum sem kunna að koma upp á Austfjörðum svo sem mælingar og sýnataka við hvalreka.

Hafrannsóknastofnun í Neskaupstað

Múlinn samvinnuhús
Bakkavegur 5
740 Neskaupsstað
Sími: 5752074

Employees
Name Job Title Email
Eik Elfarsdóttir Líffræðingur
Hrefna Zoëga Researcher 5752074

Starfssvið: Sýnataka - gagnavinnsla

Did you find the content of this page helpful?