Ófeigsfjörður

kort

Hnit - 66°04´10´´N 21°41´41´´W
Flatarmál - 18,9 km2
Meðaldýpi - Ekki þekkt
Mesta dýpi - 117 m

Fyrir sunnan Dranga og Drangavík er Ófeigsfjörður. Eyvindarfjörður er lítill fjörður sem gengur til vesturs úr Ófeigsfirði. Samanlagt flatarmál þessa svæðis innan línu sem er dregin úr Drangavíkurfjalli yst í Munaðarnes er um 52 km2 en flatarmál Ófeigsfjarðar innan við Eyvindarfjörð er um 19 km2. Mjög skerjótt er í þessum fjörðum. Drangavík og Eyvindarfjörður eru ekki tekinn fyrir sérstaklega í upptalningu á þessum vef. Eyvindará í Eyvindarfirði og Hvalá í Ófeigsfirði eru með stærstu ám á Ströndum.

Inn í Ófeigsfjörð gengur alldjúpur áll rúmlega 100 m djúpur og nær hann inn til móts við Munaðarnes. Mesta dýpi er 117 m. Vestan og austan við álinn eru miklir skerjaklasar. Vestan megin eru stærst Ófeigsfjarðarsker, Hnúasker og Brimilsklakkar en vestan við þau er aftur djúpur áll 70 til 100 m djúpur en meira en 100 m þar sem dýpst er. Austan megin er Selsker. Vestan til og inn í botn á Ófeigsfirði grynnkar hratt upp á 30 m dýpi.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?