Fréttir & tilkynningar

Unnur Skúladóttir fiskifræðingur ung að árum. Þessi mynd, sem er í eigu Ljósmyndasafns Reykjavíkur o…

Fiskar eða fæðingar; það var um þetta tvennt að velja

Alþjóðlegur dagur kvenna í vísindum: Viðtal við Unni Skúladóttur fiskifræðing og frumkvöðul í rækjurannsóknum við Ísland.
Teista er algengur fugl í meðafla á grásleppuveiðum.

Minni meðafli sjávarspendýra við grásleppuveiðar

Út er komin skýrsla Hafrannsóknastofnunar um meðafla fugla og sjávarspendýra í grásleppuveiðum árin 2020-2023. Helstu niðurstöður voru þær að meðafli sjávarspendýrategunda, sérstaklega útsels, var metinn töluvert lægri en á árunum þar á undan.
Staðfest er að hnúfubakar hafa verið að eltast við töluvert magn af smásíld og brislingi

Hnúfubakar í Hafnarfirði á höttunum eftir síld og brisling

Hnúfubakar í Hafnarfjarðarhöfn hafa kætt bæði starfsfólk Hafrannsóknastofnunar og vegfarendur við höfnina enda hefur útsýnið oft verið á pari við bestu hvalaskoðun. En svaml hnúfubaksins hefur ekki dugað vísindafólki stofnunarinnar sem hefur velt fyrir sér af hverju hvalurinn heldur sig á þessum slóðum. Og nú liggur svarið fyrir; mælt með aðferðum hafrannsókna, bergmálsmælingum og -skráningum og sýnatöku. Svarið í stuttu máli er að hnúfubakar hafa verið að eltast við töluvert magn af smásíld og brislingi en einnig ufsa.
Loðnumælingum fram haldið eftir helgi

Loðnumælingum fram haldið eftir helgi

Haldið verður aftur af stað til loðnumælinga nk. mánudag 5. febrúar en síðustu loðnumælingaleit lauk þann 23. janúar sl. Fyrirhugað var að rannsóknarskipið Árni Friðriksson RE 200 færi til mælinga ásamt veiðiskipunum Ásgrími Halldórsyni og Polar Ammassak. Við botnskoðun á Árna í slipp í Hafnarfirði nú í vikunni kom hins vegar fram olíuleki með driföxli sem gera þarf við, m.a. til að koma í veg fyrir mengun, og getur hann því ekki tekið þátt í verkefninu.
Á Meðalfellsvatni í Kjós voru æfðar sýnatökuaðferðir á örplasti frá yfirborðsvatni og meðferð tækja …

Alþjóðlegt samstarf í örplastrannsóknum

Nýlega var komið fót alþjóðlegu samvinnuverkefni til að styrkja samvinnu í örplastsrannsóknum. Markmið verkefnisins er að bæta rannsóknarinnviði og styrkja samvinnu milli vísindamanna í Eistlandi, Finnlandi, Íslandi og Lettlandi á sviði rannsókna á örplasti í umhverfinu.
Kjarnorkusprengjur eru sjaldnast taldar af hinu góða en þó má nota þær til að aldurgreina skíðishval…

Kjarnorkusprengjur nýttar til að aldursgreina langreyðar

Ný rannsókn sýnir fram á að hægt er að nota geislakolefni frá kjarnorkusprengjum til að staðfesta aldur langreyða. Ekki nóg með að það sé óvenjulegt að nýta kjarnorkusprengjur í þessum tilgangi, þá er það einnig óhefðbundið að eyrnamergur (e. ear plug) hvalanna er mældur en það er hann sem staðfestir aldur hvalanna.
Málstofa 6. febrúar: Varðliðar plastsins - vöktun plastmengunar með aðstoð langreyða við Ísland

Málstofa 6. febrúar: Varðliðar plastsins - vöktun plastmengunar með aðstoð langreyða við Ísland

Málstofan fjallar um víðtækar og hnattrænar afleiðingar plastmengunar á dýralíf sjávar, með áherslu á tíðni og umfang plastmengunar í vistkerfum sunnan við norðurheimskautsbaug. Athugun þessi beinist að lífveru sem hefur tekið að sér hlutverk varðliða plastmengunar; nefnilega langreyðar (Balaenoptera physalus), að sumri á hafsvæðinu við Vesturland.
Mynd: Underground Channel, Frederik Wolff

Ævafornt erfðaefni í setlögum gefur vísbendingar um veðurfar fyrr á tímum

Ný rannsóknaraðferð nýtir fornt erfðaefni sem geymst hefur í sjávar setlögum og gefur áreiðanlegar vísbendingar um útbreiðslu hafíss á norðurslóðum.
Útbreiðsla loðnu í janúar samkvæmt bergmálsgildum. Árni Friðriksson rauður, Polar Ammassak grænn, Bj…

Loðnuleiðangur breytir ekki ráðgjöf

Hafrannsóknastofnun mun ekki breyta fyrri ráðgjöf um engar loðnuveiðar á þessari vertíð eftir mælingar síðustu vikuna. Ástæða þess er að lítið mældist og sterkar líkur á því að loðna sé enn undir hafísnum norðvestur af Íslandi.
Fyrirlestur í opnu streymi um háhyrninga í dag 22. jan. kl. 16.30

Fyrirlestur í opnu streymi um háhyrninga í dag 22. jan. kl. 16.30

Í dag, mánudaginn 22. janúar kl. 16:30 verður Filipa Samarra með fyrirlestur í opnu streymi. Titill fyrirlestursins er The Vestmannaeyjar Research Centre: research on killer whales and other cetaceans.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?