Skollakoppur

Strongylocentrotus droebachiensis


Stofnmatskýrslur
Birt af

Hafrannsóknastofnun

Birt

6. júní 2025

Helstu niðurstöður

  • Síðan árið 2006 hefur staðlaður afli á sóknareiningu verið á bilinu 1.08 til 2.23 og hefur verið fyrir ofan viðmiðunarmörk Itrigger síðan árið 2020.

  • Vísitala veiðuhlutfalls er undir FMSY_proxy. Meðallengd úr afla árið 2024 er yfir lengd við kjörsókn (LF=M).

  • Veitt er ráðgjöf fyrir þrjú ný svæði þ.e. Ísafjaðardjúp, Húnaflóa og Austfirði

Almennt

Skollakoppur er ígulker sem heldur sig aðallega á 5-30 m dýpi á hörðum botni. Sjá nánar: https://www.hafogvatn.is/is/sjavardyr/skollakoppur

Veiðar

Breiðafjörður

Veiðar á skollakoppi hófust árið 1993 og landaður afli var mestur árið eftir, eða um 1500 tonn. Eftir það dróst veiði verulega saman til ársins 1997 þegar veiðar stöðvuðust. Lækkunina má rekja til markaðsþátta en helstu veiðisvæði skollakopps urðu fyrir miklum neikvæðum áhrifum frá sókn á þessum árum. en lækkaði eftir það til ársins 1997 þegar hætt var veiðum. Veiðar eru háðar aðstæðum á mörkuðum en helstu veiðisvæði skollakopps urðu einnig fyrir neikvæðum áhrifum veiða. Skollakoppur er útbreiddur í kringum landið en helsta veiðisvæðið er í Breiðafirði. Árið 2004 hófust veiðar aftur og árin 2007-2014 var afli á bilinu 126-146 tonn en hefur aukist síðan. Árið 2024, var um 142 tonnum landað úr Breiðafirði. Staðlaður afli á sóknareiningu í Breiðafirði var 1.92 árið 2024 en frá árinu 2006 hefur hann sveiflast á milli 1.08 og 2.23 (Mynd 1). Veiðar hafa aðallega verið stundaðar í Breiðafirði af einum báti en síðustu ár hafa fleiri bátar stundað veiðar á skollakoppi. Veiðar standa yfir frá ágúst/september til mars/apríl og ræðst það að hluta til af gæðum hrogna.

Suðurhluti Breiðafjarðar hefur alltaf verið helsta veiðisvæði skollakopps. Árið 2016 var í fyrsta skipti veitt ráðgjöf um aflamark fyrir suðaustursvæðið en veiðar utan þess svæði voru frjálsar og veiðisvæðið í Breiðafirði teygði sig vestur og norður (Hafrannsóknastofnun 2016). Tvo árin eftir var sama ráðgjöf gefin fyrir svæðið en suðursvæðinu skipt upp til að dreifa veiðiálagi (Hafrannsóknastofnun 2017). Árið 2019-2021 var ráðgjöf veitt fyrir allan fjörðinn og ráðlögðum afla skipt á milli norðvestur- og suðausturhluta Breiðafjarðar. Eftir það var svæðinu skipt upp enn frekar í þrjú undirsvæði (sjá reglugerð nr. 765/2020). Landaður afli eftir svæðum er sýndur í Tafla 4. Frá 2019-2024 hafa verið stundaðar tilraunaveiðar á nokkrum svæðum utan Breiðafjarðar en til þess þarf sérstakt tilraunaveiðileyfi.

Mynd 1: Skollakoppur. Afli úr Breiðafirði og af öðrum svæðum 1993-2024 og staðlaður afli á sóknareiningu í Breiðafirði 2006-2024.
Mynd 2: Skollakoppur. Útbreiðsla veiða og skipting veiðisvæðis í Breiðafirði árið 2024

Húnaflói

Veiðar með ígulkerjaplóg á skollakopp í Húnaflóa fóru fram árin 1993-1995 þegar veirðar voru frjálsar, en landaður afli á tímabilinu var frá 50-120 tonn árlega. Tilraunaveiðar hafa verið stundaðar í Húnaflóa síðan árið 2019 í vestanverðum flóanum en leyfi var gefið til að stunda veiðar austar í flóanum fiskveiðiárið 2023/2024 (Mynd 4). Árið 2024 var 48 tonnum landað úr Húnaflóa (Mynd 3).

Mynd 3: Skollakoppur. Landaður afli (tonn) úr Húnaflóa árin 2019-2024.
Mynd 4: Skollakoppur. Útbreiðsla veiða og skipting svæðis í Húnaflóa frá 2019.

Ísafjarðardjúp

Veiðar með ígulkerjaplóg á skollakopp í Ísafjarðardjúpi voru stundaðar árin 1995, 2017, 2018 og 2019, en minna en 1 tonni var landað árlega. Tilraunaveiðar á skollakopp í Ísafjarðardjúpi og í Jökulfirði hafa verið stundaðar síðan árið 2021 og landaður afli hefur verið á bilinu 70-85 tonn árlega (Mynd 5). Að auki var gefið tilraunaveiðileyfi árið 2022 í Dýrafirði þar sem 10 tonnum var landað.

Mynd 5: Skollakoppur. Landaður afli (tonn) úr Ísafjarðardjúpi frá árinu 2021.
Mynd 6: Skollakoppur. Útbreiðsla veiða í Ísafjarðardjúpi síðan árið 2021

Austfirðir

Árin 1994 og 2015 voru stundaðar veiðar með ígulkerjaplóg á skollakopp á Austfjörðum, þá aðallega í Berufirði þar sem afli var frá 0.3 til 41 tonn. Síðan árið 2020 hafa verið gefin út tilraunaveiðileyfi á Austfjörðum og veiðar stundaðar í nokkrum fjörðum. Heildarafli landaðra ígulkerja árin 2020-2024 var frá 25 til 60 tonn (Mynd 7). Mest hefur verið veitt úr Reyðarfirði (svæði C), þar á eftir úr Norðfjarðarflóa (svæði B) og svo úr Seyðisfirði (svæði A) (Mynd 8). Afæi úr öðrum fjörðum hefur verið mun minni eða undir 10 tonnum.

Mynd 7: Skollakoppur. Landaður afli (tonn) á Austfjörðum síðan árið 2021
Mynd 8: Skollakoppur. Útbreiðsla veiða á Austfjörðum síðan árið 2021

Tilraunaveiðar

Frá árinu 2019 hafa verið veitt tilraunaveiðileyfi á skollakoppi til að kanna möguleg veiðisvæði. Fyrstu kannanir fóru fram í Ísafjarðardjúpi og í Húnaflóa, þar á eftir í Eyjafirði, Skagafirði, í Jökulfjörðum, Seyðisfirði, Hestfirði og í Álftafirði. Einnig fóiru fram tilraunaveiðar víða á Austfjörðum, þar á meðal í Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði og Norðfjarðarflóa/Mjóafirði (sjá Tafla 1).

Tafla. 1: Skollakoppur. Tími og staðsetning tilraunaveiða á skollakopp árin 2019-2024.
Ár Svæði Útgerð Heimildir
2019 Ísafjarðardjúp, Húnaflói Þórishólmi ehf. Guðrún G. Þórarinsdóttir & Steinunn H. Ólafsdóttir 2019, 2020
2020 Eyjafjörður/Skagafjörður, Húnaflói (Hrútafjörður, Bitrufjörður, Steingrímsfjörður) Þórishólmi ehf. Guðrún G. Þórarinsdóttir ofl. 2020a; Steinunn H. Ólafsdóttir ofl. 2021
2020 Reyðarfjörður, Fáskrúðsfjörður Emel ehf. Guðrún G. Þórarinsdóttir ofl. 2020b, 2021b
2021 Jökulfirðir, Seyðisfjörður/Hestfjörður, Álftafjörður Þórishólmi ehf. Guðrún G. Þórarinsdóttir ofl. 2021b, 2022a, 2022b
2021 Reyðarfjörður, Fáskrúðsfjörður, Norðfjarðarflói/Mjóifjörður Þórishólmi ehf. Guðrún G. Þórarinsdóttir ofl. 2021, 2021b, 2021c
2022 Berufjörður Emel ehf. Petrún Sigurðardóttir ofl. 2025
2022 Dýrafjörður Þórishólmi ehf. Petrún Sigurðardóttir ofl. 2025
2023 Reykjarfjörður, Veiðileysufjörður á Ströndum Þórishólmi ehf. Petrún Sigurðardóttir ofl. 2025
2023 Seyðisfjörður Emel ehf. Petrún Sigurðardóttir ofl. 2025
2023 Stöðvarfjörður Emel ehf. Petrún Sigurðardóttir ofl. 2025
2023 Æðey, Kaldalón Þórishólmi ehf. Petrún Sigurðardóttir ofl. 2025
2024 Bakkafjörður Emel ehf. Petrún Sigurðardóttir ofl. 2025
2024 Bitrufjörður, Miðfjörður Þórishólmi ehf. Petrún Sigurðardóttir ofl. 2025
2024 Húnafjörður Royal Iceland hf. Petrún Sigurðardóttir ofl. 2025
2024 Loðmundarfjörður, Mjóifjörður, Norðfjarðarflói, Reyðarfjörður, Seyðisfjörður Emel ehf. Petrún Sigurðardóttir ofl. 2025
2024 Steingrímsfjörður, Kollafjörður Þórishólmi ehf. Petrún Sigurðardóttir ofl. 2025

Stofnmælingar í Breiðafirði

Stofnmatsleiðangrar í Breiðafirði

Í september 2015, apríl 2016 og í september 2018 var farið í leiðangra til að meta stofnstærð skollakopps á helstu veiðisvæðum í Breiðafirði (suður af 65°10’N og austur af 22°40’W á 8–60 metra dýpi). Vísitala er byggð á aðferð Cochran (1977) þar sem heildarlífmassi er áætlaður út frá þéttleika innan togsvæðis, uppreiknað á heildarsvæði, og með neðansjávar ljósmyndun.

\[ \text{Heildarlífmassi} = \text{meðalþéttleiki} \times \text{flatarmál svæðis} \]

Flest tog (88 %) voru á dýpinu 8–35 m og notaður var bátur sem stundaði veiðar á ígulkerum (Fjóla SH-7). Plógurinn var 250 cm á breidd með 150 cm löngum poka. Möskvastærð pokans var 100 mm.

Neðansjávarmyndavél var notuð til að meta þéttleika skollakopps í apríl 2016. Myndir voru teknar á 19 stöðvum innan fjögurra af sjö undirsvæðum áður en var togað af sömu stöð. Alls voru 160 myndir teknar, ígulker talin af myndum og þéttleiki metinn sem:

\[ \text{Þéttleiki} = \frac{\text{fjöldi ígulkera}}{\text{flatarmál myndar}} \quad (\text{eining: } \text{fjöldi}/\text{m}^2) \]

Niðurstöður veiða með plóg á hverri stöð voru bornar saman við þéttleika ígulkera á myndum til að meta veiðihæfni plógs:

\[ \text{Veiðihæfni plógs} = \frac{\text{magn í afla}}{\text{magn samkvæmt myndgreiningu}} \times 100 \]

Niðurstöður sýndu að skollakoppur er misdreifður á misstórum svæðum (0.3–3.4 km²). Meðal samanlagður þéttleiki allra svæða í september 2015 og apríl 2016 (91 stöð) var:

\[ \text{Meðalþéttleiki} = 0.28\,\text{kg}/\text{m}^2 \]

Stofnstærðin var metin:

\[ \text{Stofnstærð} = 2700\,\text{tonn} \]

Meðal veiðihæfni plógs var metin:

\[ \text{Veiðihæfni} = 29\% \]

Þriðja og fjórða september 2018 var stofnstærð á svæðinu metin að nýju með sömu aðferð og áður. Þá voru 40 stöðvar teknar og 15 sýnum safnað úr afla til að meta stærð og þyngd skollakopps auk þess sem meðafli var greindur til tegunda og vigtaður. Leiðréttur þéttleiki eftir veiðihæfni var:

\[ \text{Þéttleiki (leiðrétt)} = \frac{0.07\,\text{kg}/\text{m}^2}{0.29} = 0.24\,\text{kg}/\text{m}^2 \]

Stofnstærðin var þá metin:

\[ \text{Stofnstærð} = 2300\,\text{tonn} \]

Neðansjávarmyndaleiðangur var farinn 24. ágúst 2018 og myndir teknar á 30 svæðum á 10 stöðvum með um 8 endurtekningum á hverri stöð. Greining á þessum gögnum er enn í vinnslu.

Æxlunarferill var rannsakaður (kynfrumumyndun og hrygning) þar sem 30 sýnum var safnað frá september 2016 til ágúst 2017 (ekki safnað í júní og júlí) frá tveimur svæðum á 60 og 32 m dýpi. Alls var 300 sýnum safnað á hvoru svæði. Hvert sýni var lengdarmælt (nákvæmni: 0.1 mm) og þyngd mæld (nákvæmni: 0.1 mg). Hver skollakoppur var opnaður og vatnstæmdur og vigtaður að nýju. Kynkirtlar voru fjarlægðir og blautþyngd þeirra mæld. Kynkirtlavísitala var reiknuð sem:

\[ \text{Kynkirtlavísitala (GSI)} = \frac{\text{þyngd kynkirtla}}{\text{heildarblautþyngd}} \times 100 \]

Lengdardreifing skollakopps

Lengdardreifing skollakopps var greind út frá leiðöngrum sem fóru fram í september 2015 og apríl 2016. Niðurstöðurnar sýna að stærstur hluti einstaklinga á þessu tímabili var í stærðarflokknum 56–60 mm að þvermáli. Þvermál einstaklinga spannaði þó vítt bil, allt frá 17 mm upp í 85 mm, sem bendir til þess að bæði stór og smá ígulker voru til staðar innan stofnsins. Meðalþvermál skollakopps í þessum leiðöngrum var reiknað 59.3 ± 10.5 mm, sem gefur til kynna að meirihluti einstaklinga voru yfir lágmarks löndunarstærð sem samkvæmt íslenskum reglum er 45 mm í þvermál (Mynd 9).

Í september 2018 var rannsóknin endurtekin á sama svæði til að meta aftur ástand stofnsins. Niðurstöður þeirrar könnunar sýndu breytingu á lengdardreifingu, þar sem meðalþvermál hafði lækkað í 50.0 ± 13 mm. Þetta bendir til mögulegra breytinga á stofngerð eða innkomu nýrra einstaklinga í stofninn vegna nýliðunar. Þó svo að stærsti hluti einstaklinga 2018 hafi einnig verið í stærðarflokki sem spannar 55–64 mm að þvermáli, var lengdardreifingin enn víðari en áður, allt frá 5 mm upp í 79 mm, sem sýnir að í stofninum voru bæði mjög smá og stór ígulker til staðar (Mynd 10).

Lágmarks löndunarstærð fyrir skollakopp samkvæmt íslenskum fiskveiðireglum er 45 mm að þvermáli. Ekki er heimilt að landa einstaklingum sem eru undir þeirri stærð, í samræmi við ákvæði í Reglugerð Nr. 765/2020. Tilgangur þessarar reglu er að vernda óþroskaða einstaklinga, tryggja að þeir nái kynþroska og stuðli að sjálfbærni stofnsins áður en veiðar eru leyfðar. Þetta er sérstaklega mikilvægt í ljósi þess að rannsóknir hafa sýnt að skollakoppur hefur hægan vöxt og seinþroska, sem gerir hann viðkvæman fyrir ofveiði.

Niðurstöður leiddu því í ljós að mikill breitileiki er í stofninum hvað varðar lengd, en breytingin á meðalstærð milli ára kallar á áframhaldandi vöktun og varúðarnálgun í veiðum.

Mynd 9: Skollakoppur. Stærðardreifing (þvermál í mm) á rannsóknarsvæðum í Breiðafirði árin 2015 og 2016
Mynd 10: Skollakoppur. Stærðardreifing (þvermál mm) á rannsóknarsvæðum í Breiðafirði í september 2018.

Æxlunarferill skollakopps

Skollakoppur sýnir vel skilgreint árstíðabundið æxlunarmynstur sem endurspeglast í breytingum á kynkirtlavísitölu (GI) yfir árið. Rannsókn á kynkirtlum fór fram frá september 2016 til ágúst 2017 á 32 m dýpi (65°06’N, 22°32’W) og á 60 m dýpi (65°05’N, 22°33’W) í Breiðafirði. Niðurstöður sýndu að kynkirtlavísitala var stöðugt há á báðum dýpum yfir allt tímabilið, sem bendir til stöðugs kynkirtlavöxts hjá skollakoppi. Hins vegar var kynkirtlavísitalan ávallt lægri á 60 metra dýpi en á 32 metra dýpi, sem gefur til kynna að dýpi hafi áhrif á kynþroska, vöxt og æxlun. Á báðum svæðum var greinilegt hrygningartímabil í apríl, sem markaði helsta æxlunartímann. Á grynnra svæðinu, 32 metra dýpi, héldist hrygningartímabilið áfram fram í maí, sem gefur til kynna lengra æxlunarskeið grynnra en dýpra (Mynd 11).

Mynd 11: Skollakoppur. Kynþroskastuðull (GI) ± SE á tveimur veiðisvæðum í Breiðafirði (32 og 60 m dýpi) frá september 2016-ágúst 2017.

Gæði kynkirtla voru metin sjónrænt með því að bera lit kynkirtlasýna saman við staðlað Pantone litaspjald sem var sérstaklega þróað fyrir rannsóknir á ígulkerum (Ásbjörnsson, 2011). Myndir voru teknar af hverju sýni í rannsóknarstofu og sýnin flokkuð eftir gæðastigi. Hlutfall sýna innan hvers gæðaflokks var reiknað fyrir hvern mánuð og fyrir bæði dýpin (30 m og 60 m) (Mynd 12).

  • 1. flokks - Gul, ljósgul, appelsínugul og ljósappelsínugul
  • 2. flokks - Dökkgul, dökkappelsínugul
  • 2. og 3. flokks - Ljósrauð, rauð, karrígul, karrílituð, karríbrún
  • Óásættanleg. - Dökkrauð, ljósbrún, brún, dökkbrún, karrírauð

Á báðum dýpum var meirihluti kynkirtla skollakopps flokkaður innan ásættanlegra gæðaflokka, þ.e. í 1., 2. og 2.-3. flokki, en hlutfall kynkirtla með óásættanlegan lit var afar lágt yfir allt tímabilið (Mynd 12). Yfir rannsóknartímabilið var 94,5% kynkirtlasýna af 32 m dýpi og 91,5% af 60 m dýpi talin hafa ásættanlegan lit og gæði. Hæst var hlutfall óásættanlegra kynkirtla eftir hrygningu í maí á báðum svæðum. Heildarniðurstöður sýna að grynnra svæðið (32 m) skilaði stöðugt hærra hlutfalli af 1. flokks kynkirtlum og lægra hlutfalli kynkirtla sem voru óásættanleg miðað við dýpra svæðið (60 m) (O´Hara, 2019).

Mynd 12: Skollakoppur. Gæði kynkirtla flokkuð eftir lit á 32 m og 60 m dýpi. Flokkur 1 er með hæstu gæði, flokkur 2 og 3 er með meðal gæði og flokkur 4 er óásættanleg gæði.

Aðrar tegundir

Tvær tegundir af stærri ígulkerum eru við Ísland þ.e skollakoppur (Strongylocentrotus droebachiensis) og marígull (Echinus esculentus), en skollakoppur er eingöngu nýttur við Ísland. Gæta þarf að því að greina á milli tegundanna en marígli hefur verið landað sem skollakoppi úr Breiðafirði. Tegundirnar eru svipaðar í útliti en marígull hefur fjólublátt yfirbragð (Mynd 13 t.v.) sem sést einnig hjá skollakoppi. Skollakoppur getur verið grænn, brúnn og fjólublár (Mynd 13 t.h.). Hámarksstærð tegunda er einnig mismunandi en mesta lengd skollakopps er 8-10 cm en maríguls 16 cm.

Mynd 13: Skollakoppur. Marígull (Echinus esculentus). T.h. Skollakoppur (Strongylocentrotus droebachiensis) þar sem sýnd eru þrjú litaafbrigði. Myndir: Karl Gunnarsson.

Stofnmat

Stofnmat skollakopps fyrir fiskveiðiárið 2025/2026 og 2026/2027 fylgir forskrift Alþjóðahafrannsóknaráðsins fyrir stofna þar sem ekki er hægt að framkvæma tölfræðilegt stofnmat en til eru vísitölur og aðrar upplýsingar um lífsögulega þætti

Greining á stöðluðum afla á sóknareiningu

Stofnmat er byggt á tímaháðum breytingum í afla og inntaksgögn eru afli og afli á sóknareinigu. Þar sem afli á sóknareiningu endurspeglar ekki stofnstærð eða breytingar á stofnstærð (tekur ekki tillit til breytinga á sókn eftir árstíma né fjölda skipa sem stunda veiðar) var afli á sóknareiningu staðlaður með tilliti til mánaða og skipafjölda með log-línulegu líkani (Generalized Linear Model, GLM). Niðurstöður úr greiningu á fráhvarfi og marktækni hvers þáttar eru sýndar í (table-table2?).

Tafla. 2: Skollakoppur. Tafla með niðurstöðum úr GLM líkani. Svarbreyta er lógarithminn af afla á sóknareiningu (CPUE).
Term Frítölur Frávik Leyfar frítölur Leyfar frávik F Pr(>F)
NULL - - 4068 1 721 - -
Þáttur(ár) 19 326.79 4049 1 394 70.106 < 2.2e-16 ***
Þáttur(mán) 9 139.82 4040 1 255 63.324 < 2.2e-16 ***
Þáttur(skip) 4 264.39 4036 990.18 269.418 < 2.2e-16 ***
Mynd 14: Skollakoppur. Greiningarmyndir úr líkani (glm).

Stofnmat með rfb-aðferð

Ráðgjöfin byggir á ICES rfb-reglu (ICES 2021) en hún gildir fyrir tvö fiskveiðiár í senn og hefur eftirfarandi form:

\[ A_{y+1} = A_{y-1} \ {r}\ {f} \ {b} \ {m} \]

þar sem \(A_{y+1}\) er ráðlagður afli, \(A_{y-1}\) er ráðgjöf síðasta árs, \(r\) er hlutfall meðaltals síðustu tveggja ára (vísitala A) og meðaltals þriggja ára þar á undan (Vísitala B), \(f\) f er nálgun (e: proxy) á nýtingu (meðallengd úr afla deilt með MSY-viðmiðunarlengd) og \(b\) er varúðarmörk (ráðlagður heildarafli minnkar þegar lífmassavísitala fellur fyrir neðan gildi aðgerðarmarka).

Ráðgjöf fiskveiðiára 2022/2023 og 2023/2024 war 194 t.

\(r\) er hlutfall meðaltals vísitölu síðustu tveggja ára (Vísitala A) og meðaltals vísitalna þriggja ára þar á undan (Vísitala B) eða:

\[ \begin{align} r = \frac{ \sum_{i=y-2}^{y-1}I_1/2 }{ \sum_{i=y-3}^{y-5}I_1/3} \end{align} \]

\(f\) er nálgun á nýtingu:

\[ f = \frac{ \overline{L}_{y-1} } {L_{F=M}} \]

þar sem \(\overline{L}\) er meðallengd úr afla sem er hærri en \(L_{c}\). \(L_{F=M}\) er reiknað sem:

\[ L_{F=M} = 0.75L_c + 0.25L_\infty \]

þar sem \(L_c\) ier lengd þar sem tíðnin er helmingurinn af tíðni algengasta gildis og \(L\infty\) er mesta lengd landaðs afla \(L\infty\).

\(b\) er varúðarmörk og er notað til að takmarka ráðgjöf þegar vísitala fellur undir aðgerðamörk. \[ b=min(1, I{_y-1}/I_{trigger}) \] þar sem \(I_{trigger}\) = \(i_{loss\omega}\)

\(m\) er margfaldari byggður á vaxtarhraða stofnsins. Fyrir hægvaxta tegundir (\(K\) < 0.2) er \(m\) 0.95.

Beyting rfb-reglu

• r er reiknað sem hlutfall meðaltals síðustu tveggja vísitalna og þriggja þar á undan sem gefur r=0.999 (Mynd 15). • b er varúðarmargfaldari notaður til að draga úr afla línulega þegar vísitala fellur niður fyrir aðgerðamörk (Itrigger). Lægsta vísitala skollakopps (Iloss = 1.08, mældist árið 2019). Itrigger er Iloss * 1.4 eða 1.51 (Mynd 15). Vísitalan 2024 var 1.92 og því fyrir ofan Itrigger og b því 1.

Mynd 15: Skollakoppur. Stöðluð vísitala frá árinu 2006. Rauðar línur sýna meðaltalsgildi síðustu tveggja ára og þriggja ára þar á undan. Ilim er jafnt og Iloss eða lægsta vísitalan í tímaseríunni. Itrigger er Iloss x 1.4.

• f er lengdarhlutfalls-hluti jöfnunnar. Meðallengd úr afla síðasta árs var 6.44 cm og viðmiðunarlengd (Lc , sú lengd þar sem tíðnin er helmingurinn af tíðni algengustu lengd (5.2 cm) * 0.75 + L∞ (13 cm) * 0.25) er 6.025 (Mynd 16).

Mynd 16: Skollakoppur. Vísitala veiðihlutfalls (LF=M/Lmeðaltal/) er notað til að meta veiðiálag. Áætlað veiðiálag er minna en FMSY proxy (LF=M) þegar vísihlutfallið er lægra en 1 (sýnd sem brotalína)
Mynd 17: Skollakoppur. Lengdardreifing úr afla. Rauðar línur sæyna fyrstu lengd í afla (Lc), markviðmiðunarlengd (LF=M) og rauð punktalína sýnir meðallengd úr afla síðasta árs. Svört lárétt lína sýnir lengd þar sem tíðnin er helmingurinn af tíðni algengasta gildis, appelsínugul lína er lengd þar sem tíðnin er helmingurinn af tíðni algengasta gildis og svört lóðrétt lína sýnir L∞ (mesta lengt í afla)

• Skollakoppur er hægvaxta tegund (Blicher ofl. 2007) og fyrir hægvaxta tegundir er ráðgjafarmargfaldarinn m=0.95.

Fiskveiðistjórnun

Ráðgjöfin um veiðar á skollakoppi í Breiðafirði fylgir rfb-reglu Alþjóða hafrannsóknarráðsins og gildir fyrir tvö fiskveiðiár í einu. Upphafsaflamark nýrra svæða byggir á niðurstöðum úr tilraunaveiði og gildir fyrir þrjú fiskveiðiár. Tafla Tafla 3 sýnir ráðlagðan afla, landaðan afla, staðlaðan afla á sóknareiningu og afla á sóknareiningu og afla á sóknareiningu (kg/klst). Tafla Tafla 4 sýnir afla skipt eftir svæði og árlegan heildarafla.

Tafla. 3: Skollakoppur. Veiðiráðgjöf og landaður afli á fiskveiðiári í Breiðafirði, staðlaður afli á sóknareiningu og afli á sóknareiningu (kg/klst).
Ár/Fiskveiðiár Ráðgjöf Afli CPUE vísitala CPUE
2010/2011 138 1.47 400.6
2011/2012 152 1.39 381.9
2012/2013 127 1.27 364.6
2013/2014 148 1.42 402.2
2014/2015 256 1.5 438.7
2015/2016 293 1.38 339.9
2016/2017 250 313 1.66 359.1
2017/2018 250 376 1.45 349.5
2018/2019 250 411 1.28 339.4
2019/2020 275 281 1.08 349.3
2020/2021 220 222 1.72 350.5
2021/2022 196 198 1.46 386.1
2022/2023 188 188 2.23 336.4
2023/2024 194 197 1.68 306.8
2024/2025 194 167 1.92 467.5
2025/2026 197
2026/2027 197
Tafla. 4: Skollakoppur. Landanir (tonn) eftir svæðum
Year Afli á svæði A Afli á svæði B Afli á svæði C Afli á suðursvæði Afli á norðursvæði Afli austfirðir svæði A Afli austfirðir svæði B Afli austfirðir svæði C Afli austfirðir önnur svæði Afli Ísafjörður önnur svæði Afli Ísafjarðardjúp Húnaflói Heildarafli
2019 120 27 0.000 50.346 197
2020 36 55 30 24.906 0.894 84.731 232
2021 34 90 69 6.424 39.387 0.141 85.419 27.450 352
2022 55 82 63 18.872 13.363 4.016 10.753 69.498 22.888 339
2023 69 111 64 8.2 34.018 9.805 7.911 80.363 68.712 453
2024 28 70 44 11.5 28.017 19.949 0.000 80.255 48.095 330

Heimildir

Ásbjörnsson, H.P. (2011). Management and Utilization of Green Sea Urchin (Strongylocentrotus droebachiensis) in Eyjafjörður, Northern Iceland. Unpublished master’s thesis. University of Akureyri, School of Business and Science, Akureyri, Iceland.

Blicher, Martin & Rysgaard, Søren & Sejr, Mikael. (2007). Growth and production of sea urchin Strongylocentrotus droebachiensis in a high-Arctic fjord, and growth along a climatic gradient (64 to 77° N). Marine Ecology Progress Series. 341. 89-102. 10.3354/meps341089.

Guðrún G. Þórarinsdóttir and Steinunn H. Ólafsdóttir. (2019). Könnun á útbreiðslu skollakopps (Strongylocentrodus droebachiensis) í Ísafjarðardjúpi. Haf- og vatnarannsóknir HV 2019-60.

Guðrún G. Þórarinsdóttir and Steinunn H. Ólafsdóttir. (2020). Könnun á útbreiðslu skollakopps (Strongylocentrodus droebachiensis) í Húnaflóa. Haf- og vatnarannsóknir HV 2020-04. Guðrún G. Þórarinsdóttir, Steinunn H. Ólafsdóttir og Jónas P. Jónasson. (2020a). Könnun á útbreiðslu skollakopps (Strongylocentrotus droebachiensis) í Eyjafirði og Skagafirði. Haf- og vatnarannsóknir HV 2020-12.

Guðrún G. Þórarinsdóttir, Steinunn H. Ólafsdóttir og Jónas P. Jónasson. (2020b). Könnun á útbreiðslu skollakopps Strongylocentrotus droebachiensis í Reyðarfirði. Haf- og vatnarannsóknir HV 2020-15.

Guðrún G. Þórarinsdóttir, Steinunn H. Ólafsdóttir og Jónas P. Jónasson. (2021). Könnun á útbreiðslu skollakopps Strongylocentrotus droebachiensis í Reyðarfirði 2021. Haf- og vatnarannsóknir HV 2021-28.

Guðrún G. Þórarinsdóttir, Steinunn H. Ólafsdóttir & Jónas P. Jónasson. (2021b). Könnun á útbreiðslu skollakopps Strongylocentrotus droebachiensis í Fáskrúðsfirði 2021. HV 2021-43.

Guðrún G. Þórarinsdóttir, Steinunn H. Ólafsdóttir og Jónas P. Jónasson. (2021b). Könnun á útbreiðslu skollakopps (Strongylocentrotus droebachiensis) í Jökulfjörðum. Haf- og vatnarannsóknir, HV 2021-61.

Guðrún G. Þórarinsdóttir, Steinunn H. Ólafsdóttir og Jónas P. Jónasson. (2021c). Könnun á útbreiðslu skollakopps (Strongylocentrotus droebachiensis) í Norðfjarðarflóa og Mjóafirði. Haf- og vatnarannsóknir, HV 2021-48.

Guðrún G. Þórarinsdóttir, Steinunn H. Ólafsdóttir og Jónas P. Jónasson. (2021d). Könnun á útbreiðslu skollakopps (Strongylocentrotus droebachiensis) í Jökulfjörðum. Haf- og vatnarannsóknir, HV 2021-61.

Guðrún G. Þórarinsdóttir, Steinunn H. Ólafsdóttir og Jónas P. Jónasson. (2022). Könnun á útbreiðslu skollakopps (Strongylocentrotus droebachiensis) í Seyðis- og Hestfirði. Haf- og vatnarannsóknir, HV 2022-01.

Guðrún G. Þórarinsdóttir, Steinunn H. Ólafsdóttir og Jónas P. Jónasson. (2022). Könnun á útbreiðslu skollakopps (Strongylocentrotus droebachiensis) í Álftafirði. Haf- og vatnarannsóknir, HV 2022-07.

Hafrannsóknastofnun 2016. ÍGULKER – SEA URCHIN Strongylocentrotus droebachiensis. Ástand nytjastofna sjávar og ráðgjöf 2016. Hafrannsóknastofnun júní 2016. 2 bls.

Hafrannsóknastofnun 2017. ÍGULKER – SEA URCHIN Strongylocentrotus droebachiensis. Ástand nytjastofna sjávar og ráðgjöf 2017. Hafrannsóknastofnun júní 2017. 2 bls.

Hafrannsóknastofnun 2018. ÍGULKER – SEA URCHIN Strongylocentrotus droebachiensis. Ástand nytjastofna sjávar og ráðgjöf 2018. Hafrannsóknastofnun júní 2018. 2 bls.

Hafrannsóknastofnun 2019. ÍGULKER – SEA URCHIN Strongylocentrotus droebachiensis. Ástand nytjastofna sjávar og ráðgjöf 2019. Hafrannsóknastofnun júní 2019. 2 bls.

ICES. 2021. Tenth Workshop on the Development of Quantitative Assessment Methodologies based on LIFE-history traits, exploitation characteristics, and other relevant parameters for data-limited stocks (WKLIFE X). ICES Scientific Reports. Report. https://doi.org/10.17895/ices.pub.5985

ICES (2023): Eleventh Workshop on the Development of Quantitative Assessment Methodologies based on LIFE-history traits, exploitation characteristics, and other relevant parameters for data-limited stocks (WKLIFE XI). ICES Scientific Reports. Report. https://doi.org/10.17895/ices.pub.22140260.v1

O´Hara, T. E. (2019). A depth dependent assessment of annual variability in gonad index, reproductive cycle (gametogenesis) and roe quality of the green sea urchin (Strongylocentrotus droebachiensis) in Breiðafjörður, Iceland. Unpublished master’s thesis. University of Akureyri, School of Business and Science, University Centre of Westfjords.

Petrún Sigurðardóttir, Steinunn H. Ólafsdóttir og Anika Sonjudóttir (2025). Yfirlit yfir tilraunaveiðar á ígulkerinu skollakoppi (Strongylocentrotus droebachiensis) árin 2019 til 2024. Haf- og vatnarannsóknir, HV-2025-23.

Steinunn H. Ólafsdóttir, Guðrún G. Þórarinsdóttir og Jónas P. Jónasson. (2021). Könnun á útbreiðslu skollakopps (Strongylocentrotus droebachiensis) í Húnaflóa 2020. Haf- og vatnarannsóknir, HV-2021-03.

Thórarinsdóttir, G. G., and Guðlaugsdóttir, A. (2018). Distribution, abundance, dredge efficiency, population structure and utilizations coefficient in catches of green sea urchin (Strongylocentrotus droebachiensis) in the southern part of Breiðafjörður, West Iceland (Vol. 2018‐42, Tech.). Reykjavik: Marine and Freshwater Research Institute.