Litli karfi

Sebastes viviparus


Tækniskýrsla
Birt af

Hafrannsóknastofnun

Birt

6. júní 2025

Helstu niðurstöður

  • Bein sókn í litla karfa hófst 1997 og náði afli hámarki árið 2010 þegar hann var um 2  600 t. Árlegur afli frá 2017–2024 hefur verið lítill en stöðugur, að meðaltali 110 tonn.

  • Lífmassavísitala hefur þrefaldast frá 2000 og verið há frá árinu 2016 þegar hún náði hámarki, sem rekja má til öflugrar nýliðunar á árunum 2003–2012.

  • Ekki er framkvæmt tölfræðilegt stofnmat vegna skorts á gögnum. Ráðgjöfin byggir á rfb-reglu ICES fyrir stofna, þar sem takmörkuð gögn eru fyrir hendi, og tekur mið af þróun lífmassa, veiðimynstri og varúðarsjónarmiða hægvaxta tegunda.

  • Nýting aflamarks hefur verið mjög takmörkuð frá því það var fyrst sett fiskveiðiárið 2013/2014; einungis 6–19% af tiltæku aflamarki hefur verið landað síðustu ár.

Inngangur

Litli karfi (Sebastes viviparus) telst til ættkvíslarinnar Sebastes og er minnsta tegundin af þeim þremur af þessari ættkvísl sem finnast í hafinu kringum Ísland. Algengasta stærð í afla er 18–25 cm en hann nær sjaldnast 30 cm lengd. Litli karfi er algengastur við Suður- og Suðvesturland á 40–300 m dýpi. Lítið er vitað um líffræði tegundarinnar en líkt og aðrar karfategundir gýtur litli karfi lifandi afkvæmum og er hægvaxta og langlíf tegund. Slíkar tegundir eru jafnan viðkvæmar fyrir of miklu veiðiálagi.

Sjá nánar um líffræði litla karfa.

Veiðar

Bein sókn í litla karfa hófst árið 1997 og var aflinn um 1  200 t (Mynd 1 og Tafla 1). Aflinn minnkaði hratt fram til ársins 2000 og á árunum 2001–2009 var árlegur afli aðeins örfá tonn. Árið 2010 hófust veiðar aftur og var aflinn það árið um 2  600 t. Síðan þá hefur aflinn minnkað og árlegur afli 2017–2024 verið að meðaltali 110 t. Aflinn árið 2024 var 128 t sem er tvöfalt meiri afli en árið 2023. Fjöldi skipa sem hafa landað megnið af litla karfa hefur verið á bilinu 7 til 15 undanfarinn áratug (Tafla 1).

Litli karfi er veiddur með botnvörpu. Helstu veiðisvæði litla karfa eru suður og suðaustur af landinu (Mynd 2 og Mynd 3). Lítill hluti aflans er veiddur á Reykjaneshrygg. Litli karfi er aðallega veiddur á um 100–400 m dýpi (Mynd 4).

Mynd 1: Litli karfi. Landaður afli (í þús. tonnum) frá Íslandsmiðum 1996–2024.
Mynd 2: Litli karfi. Útbreiðsla botnvörpuveiða á Íslandsmiðum 2010–2024 samkvæmt afladagbókum.
Mynd 3: Litli karfi. Afli eftir svæðum 1997–2000 og 2010–2024 samkvæmt afladagbókum. Gögn frá aflaskráningarkerfi Fiskistofu.
Mynd 4: Litli karfi. Afli eftir dýpi (100 m dýptarbil. 500+ m er afli tekinn á meira in 500 m dýpi) 1997–2000 og 2010–2024 samkvæmt afladagbókum. Gögn frá aflaskráningarkerfi Fiskistofu.
Tafla 1: Litli karfi. Fjöldi íslenskra togara, sem landað hafa meira en 1000 kg af litla karfa, og landaður afli 1997–2024.

Ár

Fjöldi skipa

Afli

1996

2

22

1997

6

1  159

1998

8

992

1999

7

497

2000

6

224

2001

3

19

2002

7

19

2003

1

2

2004

1

2

2005

1

2

2006

2

8

2007

2

23

2008

2

15

2009

3

35

2010

23

2  600

2011

20

1  425

2012

21

533

2013

16

529

2014

15

549

2015

14

466

2016

11

230

2017

10

160

2018

7

114

2019

12

140

2020

12

117

2021

11

92

2022

10

55

2023

13

57

2024

15

123

Afli á sóknareiningu og sókn

Afli litla karfa á sóknareiningu í botnvörpu við Ísland, þar sem 10 % eða meira af afla einstakra toga var litli karfi, minnkaði úr um 2  700 kg/klst í 1  300 kg/klst á árunum 1997–2000 (Mynd 5). Árið 2010, þegar veiðar á litla karfa hófust aftur, var afli á sóknareiningu um 1  300 kg/klst en hefur verið á bilinu 500-1000 kg/klst frá árinu 2011. Sókn (fjöldi togklukkustunda) minnkaði 1997–2000 en náði hámarki árið 2010 þegar veiðar hófust aftur. Síðan þá hefur sókn minnkað og var á árunum 2018–2024 sú lægsta síðan veiðar hófust. Gögn um afla á sóknareiningu eru ekki notuð í stofnmati þar sem óvíst er að hve miklu leyti þau endurspegla þróun í stofnstærð.

Mynd 5: Litli karfi. Afli á sóknareiningu (kg/klst, vinstri) og sókn (klst, hægri) með botnvörpu.

Stofnmælingar

Stofnmæling botnfiska á Íslandsmiðum (SMB), sem hefur verið framkvæmd í mars ár hvert frá árinu 1985–2025, nær yfir útbreiðslusvæði litla karfa á Íslandsmiðum. Vísitala litla karfa var stöðug fyrstu 15 ár rannsóknarinnar en hefur síðan þrefaldast (Mynd 6). Að hluta til má rekja aukninguna til mikils magns á fáum togstöðvum líkt og hjá gullkarfa, enda eru öryggismörk mælinganna há. Vísitala nýliðunar (litli karfi minni en 15 cm) hefur verið sveiflukennd yfir tímabilið en tiltölulega stöðug frá árinu 2005 (Mynd 6).

Mynd 6: Litli karfi. Heildarlífmassavísitala) og fjöldavísitala <15 cm úr stofnmælingu botnfiska að vori (SMB 1985–2025, blá lína og skyggð svæði) og stofnmælingu botnfiska að haustlagi (SMH 1996–2024), svört lína og skyggð svæði), ásamt 95 % öryggismörkum.

Lengdardreifingar litla karfa í SMB og SMH sýna toppa á bilinu 20–25 cm (Mynd 7 og Mynd 8). Smár litli karfi (<15 cm) sem sást árin 2003–2012 hefur verið megin uppistaða stofnsins frá árinu 2008. Frá árinu 2018 hefur verið töluvert um smáan litla karfa (<20 cm).

Mynd 7: Litli karfi. Lengdarskiptar vísitölur (blátt svæði) úr stofnmælingu botnfiska að vori (SMB) 1985–2025 ásamt meðaltali allra ára (svört lína).
Mynd 8: Litli karfi. Lengdarskiptar vísitölur (blátt svæði) úr stofnmælingu botnfiska að hausti (SMH) 2000–2024 ásamt meðaltali allra ára (svört lína). Engin stofnmæling var árið 2011.

Mest fæst af litla karfa suður og vestur af landinu en lítið fæst í kalda sjónum norður og austur af landinu (Mynd 9). Á undanförnum árum hefur magnið aukist á vestursvæði og frá árinu 2015 hefur lang mest mælst á því svæði. Litli karfi fæst á 100–400 m dýpi, en mest á 200–300 m dýpi (Mynd 10).

Mynd 9: Litli karfi: Vísitölur í SMB 1985–2025 og SMH 1996–2024 eftir svæðum.
Mynd 10: Litli karfi: Vísitölur í SMB 1985–2025 og SMH 1996–2024 eftir dýpi.

Stofnmat

Ekki er framkvæmt tölfræðilegt stofnmat á litla karfa. Ráðgjöf byggir á rfb-reglu (sjá að neðan).

Grunnur ráðgjafar

Grunnur ráðgjafar fylgir forskrift Alþjóðahafrannsóknaráðsins fyrir stofna þar sem ekki er hægt að beita aldursaflagreiningu en til eru vísitölur og aðrar upplýsingar um líffræði tegundarinnar sem taldar eru gefa mynd af breytingum á stofnstærð (Category 3 stocks; ICES, 2021). Ráðgjöfin byggir á ICES rfb-reglu (ICES 2021) en hún gildir fyrir tvö fiskveiðiár í senn og hefur eftirfarandi form:

\[ A_{(y+1)}=A_y \times r \times f \times b \times m \] þar sem \(A_{y+1}\) er ráðlagður heildarafli, \(A_y\) er ráðgjöf síðasta árs, \(r\) er hlutfall meðaltals síðustu tveggja ára (vísitala A) og meðaltals þriggja ára þar á undan (vísitala B), \(f\) er vísihlutfall á nýtingu (meðallengd úr afla deilt með MSY-viðmiðunarlengd) og \(b\) eru varúðarmörk (ráðlagður heildarafli minnkar þegar lífmassavísitala fer niður fyrir gildi aðgerðarmarka).

\(r\) er hlutfall meðaltals vísitölu síðustu tveggja ára (vísitala A) og meðaltals þriggja ára þar á undan (vísitala B):

\[ r = \frac{\sum_{i=y-2}^{y-1} I_1 / 2}{\sum_{i=y-3}^{y-5} I_1 /3} \]

\(f\) er vísihlutfall á nýtingu:

\[ f= \frac{\bar{L}_{(y-1)}}{L_{(F=M)}} \]

þar sem \(\bar{L}\) er meðallengd úr afla sem er hærri en \(L_{(F=M)}\), sem er:

\[ L_{(F=M)}=0.75L_c+0.25L_\infty \] þar sem \(L_c\) er lengd þar sem tíðnin er helmingurinn af tíðni algengasta gildis og \(L_\infty\) er hámarkslengd tegundar samkvæmt jöfnu von Bertalanffy. \(b\) er varúðarmörk og er notað til að takmarka ráðgjöf þegar vísitala fer niður fyrir aðgerðamörk.

\[ b=min(1,I_{y}-1/I_{trigger}) \]

Þar sem \(I_{trigger} = I_{loss}*1.4\) og \(I_y\) nýjasta gildi lífmassavísitölunnar. \(m\) er margfaldari byggður á vaxtarhraða stofns, \(K\) sem er fengið með aðferð von Bertalanffy. Fyrir tegundir, eins og litla karfa þar sem \(K{<}0.2\), þá er \(m=0.95\).

Breyta

Gildi

Visitala A

Meðaltalsgildi SMB vísitölu síðustu tveggja ára

Visitala B

Meðaltalsgildi SMB vísitölu árin þrjú þar á undan

Linfty

36 cm

Lc

20 cm

LF=M

24 cm

Margfaldari, m

0.95

Iloss

6765

Itrigger

9471

Beyting á rfb-reglu

  • Heildarlífmassavísitala er úr SMB er notuð til að meta stofnþróun litla karfa (Mynd 11).

  • \(I_{loss}\), var sett sem næst lægsta gildið í tímaröðinni (árið 1990). Aðgerðarmörk (\(I_{trigger}\)) eru \(I_{loss} * 1.4\) (Mynd 11)

  • Á Mynd 12 er sýnd meðallengd litla karfa í afla. Markviðmiðunarlengd, \(L_{F=M}\), er \(23.1\) cm. Athugið að gögn vantar fyrir nokkur ár.

  • Engar aldursgreiningar eru framkvæmdar á litla karfa. og því ekki hægt að meta breytur vaxtarfalls von Bertalanffy. \(L_\infty\) var því skilgreint sem meðaltal af hámarkslengd í SMB og 99-nda brotfallsmarki þeirrar lengdardreifingar (Mynd 13).

  • Litli karfi er, líkt og aðrar karfategundir, hægvaxta tegund. Margfaldari, \(m\), fyrir hægvaxta tegundir (vaxtarbreytan \(K{<}0.2\)) er því settur sem \(0.95\).

Mynd 11: Litli karfi. Lífmassavísitala úr SMB. Rauðar línur sýna meðaltalsgildi síðustu tveggja ára og þriggja ára þar á undan. Blá lárétt lína er Itrigger og svört lárétt lína sýnir Iloss.
Mynd 12: Litli karfi. Meðallengd í afla 1996–2024. Blá brotalína sýnir markviðmiðunarlengd (LF=M).
Mynd 13: Litli karfi. Lengdardreifing úr afla. Rauð súla er lengd þar sem tíðnin er helmingurinn af tíðni algengasta gildis. Blá lóðrétt lína sýnir L∞ (meðaltal af mestu lengd í SMB (appelsínugul lína) og 99-nda hlutfallsmarki (gul lína)) og græn lóðrétt lína sýnir markviðmiðunarlengd (LF=M).

Fiskveiðstjórnun

Engin aflaregla er í gildi fyrir litla karfa á Íslandsmiðum. Hafrannsóknastofnun hefur veitt ráðgjöf fyrir stofninn frá fiskveiðiárinu 2011/2012 og frá fiskveiðiárinu 2013/2014 hafa íslensk stjórnvöld sett aflamark á tegundina. Afli frá fiskveiðiárinu 2013/2014 hefur einungis verið 10–30 % af aflamarkskvóta tegundarinnar (Tafla 2). Um 30 % af aflamarki litla karfa hvers árs er notaður í tegundatilfærslu, þ.e. færður yfir í aðra tegund. Jafnframt er á bilinu 11–27 % flutt á milli fiskveiðiára. Því er stór hluti heildaraflamarks (aflamark auk þess sem flutt er frá fyrra ári) ónotaður eða á bilinu 40–60 %. Síðustu sex fiskveiðiár hefur einungis 6–19 % af heildaraflamarki verið landað.

Tafla 2: Litli karfi. Tillögur um hámarksafla, ákvörðun stjórnvalda um aflamark og ráðstöfun heildaraflamaks (landaður afli, tegundatilfærsla (úr litla karfa yfir í aðrar tegundir), flutningur yfir á næsta fiskveiðiár og sá hluti aflamarks sem er ekki veiddur þ.e. ónotaður) eftir fiskveiðiárum.

Fisveiðiár

Ráðlagt aflamark

Aflamark

Frá fyrra ári

Heildarflamark

Afli

Tegundatilfærsla

Yfir á næsta ár

Ónotað

2010/2011

-

-

-

2  347

-

-

-

2011/2012

1500

-

-

1  219

-

-

-

2012/2013

1500

-

-

605

-

-

-

2013/2014

1500

1500

0

1  500

666

-431

176

227

2014/2015

1500

1500

176

1  677

390

-277

212

800

2015/2016

1500

1500

212

1  712

421

-489

210

591

2016/2017

1500

1500

210

1  710

110

-457

417

726

2017/2018

1500

1500

417

1  917

151

-421

212

1  134

2018/2019

1500

1500

212

1  712

164

-475

211

863

2019/2020

697

697

211

908

138

-175

143

456

2020/2021

684

684

143

827

96

-167

88

476

2021/2022

609

609

88

697

74

-151

64

408

2022/2023

585

585

64

649

58

-133

82

377

2023/2024

569

569

82

651

110

-67

85

395