Sandkoli

Limanda limanda


Tækniskýrsla
Birt af

Hafrannsóknastofnun

Birt

6. júní 2025

Helstu niðurstöður

  • Lífmassavísitölur úr stofnmælingum voru háar til 2004, minnkuðu síðan hratt og hafa verið í lágar síðan.

  • Nýliðunarbrestur síðan 2015.

  • Í stofnmælingum og afla hefur toppur lengdardreifingarinnar smám saman hliðrast til hægri í átt að stærri fiski, sem endurspeglar langt tímabil með lélegri nýliðun.

  • Heildarlífmassi náði hámarki árið 2004, en hefur minnkað síðan og er í lágmarki núna.

  • Veiðidánartala (F) hefur verið yfir FMSY til ársins 2009 en rétt við mörkin síðan þá.

  • Sandkolastofninn við Ísland er í mikilli hnignun eða hruninn.

Almennar upplýsingar

Sandkoli finnst á grunnslóð allt kringum landið, en aðallega fyrir sunnan og suðvestan land. Sandkoli er botnlæg tegund sem lifir á sendnum eða leirkenndum botni frá fjörumörkum niður í 150 m dýpi.

Hrygnur verða stærri en hængar og einungis lítill hluti hænga verður lengri en 30 cm, meðan sama hlutfall hrygna nær 35 cm lengd. Stærð við kynþroska er breytileg eftir kyni, þar sem helmingur hænga verður kynþroska kringum 12 cm en helmingur hrygna verður kynþroska nálægt 22 cm lengd. Sjá nánar um tegundina.

Veiðar

Veiðisvæði sandkola á árunum 2005- 2024 samkvæmt afladagbókum eru sýnd á Mynd 1. Veiðisvæðin má finna fyrst og fremst fyrir vestan og suðvestan land, með smærri sandkolabletti fyrir suðaustan land og í fjörðum fyrir norðan (Mynd 1). Á árunum 2000–2005 var 20–30% af heildarafla sandkola veiddur á suðaustursvæðinu. Þessi hlutfallslega mikla veiði breyttist hins vegar snögglega árið 2006, þegar helstu veiðisvæði sandkola austur við Ingólfshöfða, í Meðallandsbugt og á Kötlugrunni minnkuðu úr 4–10 tonnum á fersjómílu niður í um eitt tonn (Mynd 1). Sókn dragnótabáta á svæðinu minnkaði samhliða, og aðeins um helmingur þeirra báta sem veiddu þar árið 2005 hélt áfram veiðum á sama svæði ári síðar. Frá 2006 hefur innan við 10% aflans verið veiddur á því svæði (Mynd 2). Þessi breyting á útbreiðslu sandkolaveiða bendir til mögulegra breytinga í veiðimynstri eða að útbreiðslusvæði stofnsins hafi breyst.

Sandkoli er veiddur í grunnum sjó, þar sem mesti aflinn (60-80 %) er veiddur á 21-80 m dýpi (Mynd 3).

Um 95 % af afla sandkola veiðist í dragnót og hefur það hlutfall verið mjög stöðugt í gegnum árin fyrir utan síðustu fjögur ár þar sem afli í botnvörpu hefur aukist lítillega (Mynd 4). Frá árinu 2000 hefur dragnótabátum sem landa sandkola fækkað um helming (Tafla 1 og Mynd 5).

Mynd 1: Sandkoli. Útbreiðsla veiða á Íslandsmiðum seinustu 20 ár samkvæmt afladagbókum.
Mynd 2: Sandkoli. Útbreiðsla veiða við Ísland frá árinu 2000 samkvæmt afladagbókum.
Mynd 3: Sandkoli. Afli samkvæmt afladagbókum, skipt eftir dýpi.
Mynd 4: Sandkoli. Landaður afli eftir veiðarfærum frá árinu 1994, samkvæmt aflaskráningarkerfi Fiskistofu.
Tafla 1: Sandkoli. Fjöldi íslenskra skipa sem landað hafa sandkola, og allur landaður afli eftir veiðarfæri og árum.
Ár Fj. dragnótabáta Fj. togara Fj. annarra báta Afli í dragnót Afli í botnvörpu Afli önnur veiðarf. Heildarafli
2000 88 48 173 2 939 59 26 3 024
2001 83 49 179 4 327 32 22 4 381
2002 86 44 132 4 329 28 10 4 366
2003 88 34 135 4 162 22 29 4 213
2004 86 36 139 2 896 33 24 2 953
2005 72 26 114 2 079 20 17 2 116
2006 63 29 98 1 055 15 10 1 081
2007 57 27 111 780 22 12 814
2008 54 41 95 762 24 11 798
2009 58 37 99 846 28 14 888
2010 47 26 81 578 25 9 612
2011 49 27 85 866 27 9 903
2012 44 25 82 841 10 9 860
2013 42 19 70 705 11 7 723
2014 32 16 58 491 7 8 505
2015 30 16 65 472 18 10 500
2016 27 15 42 333 3 5 341
2017 28 13 36 226 2 3 231
2018 34 12 30 428 10 7 445
2019 36 17 36 487 8 7 502
2020 35 13 34 388 15 10 412
2021 33 21 53 555 63 11 629
2022 37 28 59 667 73 19 759
2023 34 30 79 536 127 20 683
2024 35 25 58 669 114 23 806
Mynd 5: Sandkoli. Fjöldi skipa og báta (öll veiðarfæri) sem veiddu 95% heildaraflans hvert ár frá 1994. Vinstri: Sýnt eftir árum. Hægri: Sýnt í samanburði við heildarafla. Gögn frá aflaskráningarkerfi Fiskistofu.

Afli á sóknareiningu og sókn

Afli á sóknareiningu í dragnót (kg í kasti) er reiknaður sem heildarþyngd í kasti þar sem sandkoli var meira en 10 % aflans. Afli á sóknareiningu minnkaði verulega á árunum 2002-2007 frá 300 kg í kasti í 120 kg í kasti (Mynd 6). Frá árinu 2011, hefur afli á sóknareiningu haldist kringum 200 kg í kasti. Afli á sóknareiningu í botnvörpu (kg/klst) þar sem sandkoli var meira en 10% aflans jókst í 225 kg/klst árið 2012 en lækkaði hratt niður í 75-100 kg/klst árið 2018 og hefur haldist á þeim slóðum síðan.

Gögn um afla á sóknareiningu eru ekki notuð í stofnmati, þar sem þau endurspegla ekki þróun í stofnstærð.

Mynd 6: Sandkoli. Afli á sóknareiningu fyrir dragnót (hægri, kg í kasti eða fjöldi kasta) og botnvörpu (vinstri, kg/klst eða togtímar).

Yfirlit gagna

Söfnun á líffræðilegum mælingum úr afla helstu veiðarfæra (dragnót) er talin ásættanleg og fylgir ágætlega árstíðasveiflu og útbreiðslu veiðana (Mynd 7 og Mynd 8). Árlega hafa u.þ.b. 5-56 sýni verið tekin úr afla (75-1200 kvarnir) mismunandi veiðarfæra. Lengdar- og aldurssýnum úr lönduðum afla hefur fækkað frá árinu 2013 (Tafla 2 and Tafla 3). Á Mynd 8 má sjá eitt sýni sem virðist hafa verið tekið upp á landi. Þetta stafar af rangri skráningu staðsetningar í afladagbók.

Mynd 7: Sandkoli. Hlutfall sýna eftir mánuðum (súlur) samanborið við landanir eftir mánuðum (svört lína), skipt eftir árum og helstu veiðarfærum. Tölur fyrir ofan súlur sýna heildarfjölda sýna.
Mynd 8: Sandkoli. Veiðisvæði við Ísland árið 2024 samkvæmt afladagbókum (litir) eftir veiðarfærum og staðsetningar sýna úr lönduðum afla (x).

Lengdardreifing landaðs sandkola

Hlutfallsleg lengdardreifing landaðs sandkolaafla og meðallengd í afla er sýnd á Mynd 9. Meðallengd var á árunum 1993-2001 kringum 29 cm en síðastliðin fimm ár hefur hún verið 33 cm.

Tafla 2: Sandkoli. Fjöldi sýna og lengdarmælinga úr lönduðum afla.
Ár Botnv. fj. sýna Botnv. fj. lengdarm. Dragnót fj. sýna Dragnót fj. lengdarm.
2000 2 112 30 3 322
2001 0 0 50 8 061
2002 1 1 008 38 5 123
2003 0 0 46 7 075
2004 0 0 56 9 145
2005 1 152 52 7 799
2006 3 132 48 6 904
2007 0 0 45 6 591
2008 0 0 43 5 826
2009 0 0 29 4 810
2010 0 0 23 3 286
2011 0 0 25 4 010
2012 0 0 25 3 046
2013 0 0 16 2 228
2014 0 0 23 3 286
2015 0 0 22 2 901
2016 0 0 14 2 033
2017 0 0 13 1 217
2018 0 0 9 1 258
2019 0 0 9 889
2020 2 62 3 445
2021 0 0 8 762
2022 2 358 20 2 575
2023 1 16 15 1 758
2024 3 491 24 3 011
Mynd 9: Sandkoli. Lengdardreifing úr lönduðum sandkolaafla.

Aldursdreifing landaðs sandkola

Frá 2010 hafa 3-15 sýni verið tekin árlega úr dragnótaafla (75-500 kvarnir) (Tafla 3). Staðsetningar sýna úr lönduðum afla eru sýndar á (Mynd 8). Sandkolaafli samanstendur aðallega af 5-9 ára gömlum fiski en fiskur eldri en 9 ára er sjaldséður (Mynd 10).

Tafla 3: Sandkoli. Fjöldi sýna og kvarna úr lönduðum afla eftir árum og veiðarfærum.
Ár Dragnót fj. sýna Dragnót fj. kvarna
2000 21 525
2001 23 600
2002 23 725
2003 22 1 040
2004 16 800
2005 10 450
2006 6 275
2007 15 725
2008 14 700
2009 11 500
2010 7 350
2011 10 500
2012 10 500
2013 7 350
2014 13 500
2015 15 525
2016 9 350
2017 4 100
2018 6 200
2019 3 75
2020 3 150
2021 5 175
2022 18 360
2023 15 300
2024 23 460
Mynd 10: Sandkoli. Afli eftir aldri í fjölda, súlur eru litaðar eftir árgangi.
Mynd 11: Sandkoli. Áætluð samsetning heildarafla á ári skipt eftir árgangi.

Aflaferlar í veiði og metin dánartala árganga

Aflaferlar byggðir á aflagögnum eru sýndir á Mynd 12. Greining á aflaferlum fyrir árgangana 1984-2019 bendir til þess að heildardánartala (Z) í stofninum sé um 0.85 eða hærri. Ferlarnir sýna að að fiskurinn er að ganga inn í veiðistofninn í auknum mæli allt til 6 ára aldurs þegar hann er að öllu jöfnu að fullu genginn inn en hverfur síðan hratt úr afla. Þetta fall eftir sex ára aldur bendir til mikils veiðiálags þar sem heildardánartala er há. Gráu línurnar sýna hvernig afli minnkar við mismunandi dánartölur og þegar aflaferlar (svörtu línur) fylgja bröttustu gráu línum staðfestir það mikið veiðiálag.

Á mynd Mynd 13 má sjá mat á heildardánartölu (Z) fyrir hvern árgang (aldur 4+) hjá sandkola byggt á aldursgögnum úr afla. Frá 1985-2015 er mat á dánartölu árganga (4 ára og eldri) vel yfir 1 sem bendir til mikils veiðiálags. Frá árinu 2010 hefur dánartalan farið lækkandi í nokkrum stökkum, en gildin gefa þó enn til kynna talsvert veiðiálag. Þessi mynstur eru í samræmi við veiðiferlana sem sýna bratt fall í afla með aldri (Mynd 12) og benda þannig til sterkra áhrifa veiða. Metin dánartala árganga úr aldursgreindum afla hefur verið há í langa tíð en hefur lækkað nýlega (Mynd 13).

Mynd 12: Sandkoli. Aflaferlar (log2 af gildum) sem sýna fjölda í afla eftir aldri fyrir árganga 1984-2019. Gráar línur tákna heildardánarstuðul Z = 0.85.
Mynd 13: Sandkoli. Metin dánartala árganga úr aldursgreindum afla.

Stofnmælingar

Stofnmæling botnfiska að vori (SMB) hefur verið framkvæmd árlega í mars frá árinu 1985. SMB nær yfir mikilvægustu veiðisvæði sandkolans. Einnig hefur verið farið í stofnmælingu botnfiska að hausti (SMH) síðan árið 1996, að undanskildu árinu 2011. SMB mælir breytingar í fjölda/lífmassa sandkola betur en SMH, hins vegar nær hvorug stofnmæling nægilega vel yfir svæðin þar sem ungviði sandkola heldur sig enda eru þau svæði mjög grunnt og erfið yfirferðar með botnvörpu. Frá 2016 hefur verið farið árlega í sérstakan grunnslóðarleiðangur með bjálkatrolli, til að ná góðri yfirferð yfir þessi grunnu svæði (Thorlacius et al. 2024). Þeim leiðangri var hætt árið 2023.

Mynd 14 sýnir stofnvísitölur sandkola (heildarlífmassi), lífmassavísitölur veiðistofns (sandkoli stærri en 25 cm), lífmassavísitölur sandkola stærri en 34 cm og nýliðunarvísitölur (fjöldi sandkola minni en 20 cm). Útbreiðsla sandkola úr SMB og SMH má sjá á Mynd 15 og Mynd 16 auk lengdaskiptum vísitölum á Mynd 17.

Stofnvísitölur og lífmassavísitölur veiðistofns bæði í SMB og SMH voru háar á tímabilinu 1986-2003 en lækkuðu árið 2004 og hafa verið lágar síðan (Mynd 14). Vísitölur sandkola stærri en 34 cm hafa verið lágar frá 1989. Nýliðunarvísitölur lækkuðu bæði í SMB og SMH eftir 2015 og hafa verið mjög lágar undanfarin fjögur ár þar sem lægstu gildin í SMB voru árin 2020 og 2022. Allar vísitölur eru í lægstu gildum í ár og í fyrra með litla sem enga nýliðun sýnilega.

Sandkoli fékkst aðallega fyrir suðaustan, suðvestan, vestan og norðvestan land í SMB 2025, mest í nokkrum togum í Faxaflóa (Mynd 15). Á árunum 1986-2004 hefur mest fengist af sandkola í SMB fyrir suðaustan land, hins vegar eftir 2004 hefur lítið sem ekkert sést af sandkola á þeirri slóð sem bendir til breytinga í útbreiðslumynstri sandkola á Íslandsmiðum (Mynd 16). Á sama tíma hefur lífmassavísitala sandkola aukist fyrir vestan land. Árið 2009 bættust við nokkrar grunnar stöðvar í SMB fyrir norðvestan land, þar sem sandkoli fór að koma inn í auknum mæli. Þessar stöðvar hafa haft áhrif á aukningu vísitölunnar fyrir þetta svæði. Í SMH árið 2024 fékkst sandkoli aðallega á landgrunninum fyrir sunnan og vestan land, einnig inni í fjörðunum fyrir norðanvestan (Mynd 15). Í SMH fæst sandkoli mest í fáum togum. Sambærilegar breytingar hafa átt sér stað á útbreiðslu sandkola í SMH og í SMB þar sem mikilvægi suðaustur svæðis minnkar og vestur svæðin taka við (Mynd 16).

Meðallengd sandkola í SMB fyrstu tvö árin var 28,2 cm (Mynd 17). Frá árinu 1987 til 2002 dróst meðallengdin saman í um 23 cm og hélst sú lengd nær óbreytt í tæpan áratug. Á árunum 2004–2006 minnkaði meðallengdin enn frekar, niður í um 21 cm, sem samsvarar aukningu í vísitölum nýliðunar á sama tímabili. Frá árinu 2013 hefur meðallengdin farið vaxandi og náð um 25 cm og haldist þar síðan. Gögn úr SMH sýna svipaða þróun, með áberandi aukningu á meðalstærð sandkola á síðustu árum (Mynd 17).

Mynd 14: Sandkoli. Stofnvísitölur, ásamt 95 % óvissumörkum, úr SMB (blá lína, skyggt svæði) og SMH (punktar og lóðréttar línur).
Mynd 15: Sandkoli. Útbreiðsla sandkola í nýjasta SMB og SMH. Punktastærð er í hlutfalli við afla í togi og gráir krossar sýna allar stöðvar sem teknar eru.
Mynd 16: Sandkoli. Dreifingu lífmassa vísitölu sandkola í SMB og SMH.
Mynd 17: Sandkoli. Lengdardreifingar úr SMB og SMH (efri mynd) og meðallengdir (neðri mynd).

Stofnmat

Lýsing á stofnmatsaðferð og ráðgjafarreglu

Grunnur ráðgjafar fyrir fiskveiðiárin 2025/2026 og 2026/2027 fylgir forskrift Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES 2025) fyrir stofna þar sem ekki er hægt að framkvæma tölfræðilegt stofnmat, en til eru vísitölur og aðrar upplýsingar um lífsögulega þætti. Ráðgjöfin byggir á rfb-reglu (ICES 2025) en hún hefur eftirfarandi form:

\[A_{y + 1} = A_{y}rf^{-1}bm\]

þar sem Ay+1 er ráðlagður heildarafli, Ay er ráðgjöf síðasta árs, r er hlutfall meðaltals vísitalna síðustu tveggja ára (vísitala A) og meðaltals vísitalna þriggja ára þar á undan (vísitala B), f er nálgun (e: proxy) á nýtingu (MSY-viðmiðunarlengd deilt með meðallengd úr afla) og b eru varúðarmörk (ráðlagður heildarafli minnkar þegar lífmassavísitala fellur fyrir neðan gildi aðgerðarmarka).

r er hlutfall meðaltals vísitölu síðustu tveggja ára (vísitala A) og meðaltals þriggja ára þar á undan (vísitala B) eða:

\[r = \frac{\sum_{i = y - 2}^{y - 1}\left( I_{i}\text{/}2 \right)}{\sum_{i = y - 5}^{y - 3}\left( I_{i}\text{/}3 \right)}\]

f er vísihlutfall á nýtingu:

\[f = \frac{L_{F = M}}{{\overline{L}}_{y - 1}}\]

þar sem \({\overline{L}}_{y - 1}\) er meðallengd úr afla sem er hærri en lengd sem kemur fyrst í veiði Lc. Þ.e. Lc er lengd þar sem tíðnin er helmingurinn af tíðni algengasta gildis (Mynd 19).

Lengd við kjörsókn \(L_{F = M}\) er sú meðallengd sem vænta má við veiðar við hámarksnýtingu (MSY) er reiknuð með eftirfarandi hætti:

\[L_{F = M} = 0.75L_{c} + 0.25L_{\infty}\]

þar sem Lc er lengd þar sem tíðnin er helmingurinn af tíðni algengasta gildis (Mynd 19) og L er hámarkslengd tegundar samkvæmt jöfnu von Bertalanffy. Þetta byggir á þeirri forsendu að hlutfallið \(M/K\) sé 1.5.

b er varúðarmörk og er notað til að takmarka ráðgjöf þegar vísitala fellur undir aðgerðamörk:

\[b = \min\left\{ 1,\frac{I_{y}}{I_{trigger}} \right\}\,\]

þar sem Itrigger = 1.4Iloss

m er margfaldari byggður á vaxtarhraða K, sem er fenginn með aðferð von Bertalanffy. Fyrir tegundir með 0.2<K<0.32 yr-1; þá er m=0.9 (hægvaxta tegundir). Von Bertalanffy K fyrir sandkola er 0.3 og því er m=0.9.

Notkun rfb-reglunnar

  • r er reiknað sem hlutfall meðaltals vísitalna síðustu tveggja ára og meðaltals vísitalna þriggja ára þar á undan, sem gefur r=0.597 (Mynd 18).
Mynd 18: Sandkoli. Lífmassavísitölur úr SMB. Rauðar línur sýna meðaltalsgildi síðustu tveggja ára og þriggja ára þar á undan. Lárétt strika línan Itrigger. Svarti punkturinn sýnir Iloss.
  • f er lengdarhlutfalls þáttur rfb stofnmatsjöfnunnar. Meðallengd úr afla síðasta árs (2024) var 33 cm og mark-viðmiðunarlengd (Lc * 0.75 + L * 0.25) er 31 (Mynd 19 og Mynd 20). Útkoman var f\(^{-1}\) = 1.07 og f = 0.934.
Mynd 19: Sandkoli. Lengdardreifing úr afla. Rauð lína er lengd (LC) þar sem tíðnin er helmingurinn af tíðni algengasta gildis. Lóðrétt strikalínan sýnir L∞..
Mynd 20: Sandkoli. Lengdardreifing úr afla árið 2024. Brotin lína sýnir meðallengd fiska stærri en L (sjá Mynd 19) en heil lína sýnir mark-viðmiðunarlengd.
Mynd 21: Sandkoli. Vísitala veiðihlutfalls f (LF=M/Lmean) er notað til að meta veiðiálag. Áætlað veiðiálag er minna en FMSY proxy (LF=M) þegar vísihlutfallið er hærra en 1 (sýnd sem brotalína).
  • b er varúðarmörk og er notað til að takmarka ráðgjöf þegar vísitala fer undir ákveðið gildi (Itrigger). Lægsta vísitala sandkola (Iloss = 1100, vísitala árið 2015). Itrigger er Iloss * 1.4 eða 1540 (Mynd 19). Vísitalan 2025 var 1595 og er við Itrigger en enn fyrir ofan og því b = 1.

  • m er stillingarbreyta en fyrir hægvaxta tegundir (með von Bertalanffy 0.2<K<0.32), er m = 0.9.

Fiskveiðistjórnun

Atvinnuvegaráðuneytið ber ábyrgð á stjórnun fiskveiða við Ísland. Stjórnun fiskveiða er bundin í lög og árlega eru gefnar út reglugerðir sem geta verið háðar breytingum frá ári til árs. Vísindalegráðgjöf um fiskveiðar og nýtingu fiskistofna kemur frá Hafrannsóknastofnun. Fiskveiðiárið hefur verið skilgreint frá 1. september til 31. ágúst og var aflamarkskvóti fyrst settur á sandkola fiskveiðiárið 1997/1998 (Mynd 22). Flest fiskveiðiár frá 2004/2005 til 2013/2014 var útgefið aflamark sandkola mun hærra en ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Á þeim tíma var aflamarkssvæði sandkola skilgreint sem svæði frá Snæfellsnesi suður um að Stokksnesi. Frá árinu 2016 hefur Hafrannsóknastofnun lagt til að sérstaka aflamarkssvæðið verði lagt niður og að öll sandkolamið verði undir aflamarki. Það var gert árið 2022.

Á (Mynd 23) eru sýndar nettó tilfærslur kvóta eftir fiskveiðiárum. Kvótatilfærslur á sandkolakvóta hafa nánast alla tíð verið til annarra tegunda fyrir utan síðastu þrjú fiskveiðiárin þar sem miklar tilfærstur hafa orðið til sandkolans frá öðrum tegundum. Þessar tilfærslur námu 5-145% af útgefnum sandkolakvóta. Nettó tilfærslur á ónotuðum sandkolakvóta frá einu fiskveiðiári til þess næsta hafa verið nokkuð miklar undanfarin fiskveiðiár (Mynd 23).

Mynd 22: Sandkoli. Þróun ráðgjafar, aflamarks og landaðs afla.
Mynd 23: Sandkoli. Nettó tilfærsla á kvóta eftir fiskveiðiárum. Tilfærsla milli tegunda (efri myndir): Jákvæð gildi tákna tilfærslu á kvóta annarra tegunda yfir á sandkola en neikvæð gildi tilfærslu sandkolakvóta á aðrar tegundir. Tilfærsla milli ára (neðri myndir): Nettó tilfærsla kvóta á viðkomandi fiskveiðiári.

Stöðumat ráðgjafar

Vísitölur sandkola hafa verið lágar um langt skeið (Mynd 14) og er vísitala veiðistofns við aðgerðarmörk í ár (Mynd 18). Nýliðun hefur verið léleg frá árinu 2015 og mikil óvissa ríkir um styrk árganga sem koma inn í veiðistofninn. Þá eru einnig vísbendingar um að veruleg ofveiði hefur tíðkast á sandkolastofninum (Mynd 12 og Mynd 13). Þessir þættir gefa sterkar vísbendingar um að stofninn sé í hnignun eða jafnvel nú þegar hruninn.

Heimildaskrá

ICES. 2025. ICES Guidelines - Advice rules for stocks in category 2 and 3. Version 3. ICES Guidelines and Policies - Advice Technical Guidelines. 31 pp. https://doi.org/10.17895/ices.pub.28506179

Thorlacius, Magnús, Valur Bogason, Jónas Páll Jónasson, Bylgja Sif Jónsdóttir, Elzbieta Baranowska, and Guðjón Már Sigurðsson. 2024. “Grunnslóðaleiðangur 2016-2022.” Marine & Freshwater Research Institute, Iceland; Marine & Freshwater Research Institute, Iceland. https://www.hafogvatn.is/static/research/files/hv2024_04_l01022024.pdf