| Ár | Botnv. fj. sýna | Botnv. fj. lengdarm. | Botnv. fj. kvarna | Dragnót fj. sýna | Dragnót fj. lengdarm. | Dragnót fj. kvarna | Humarvarpa fj. sýna | Humarvarpa fj. lengdarm. | Humarvarpa fj. kvarna |
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1996 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 1 | 399 | 100 |
| 1998 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 1 | 102 | 100 |
| 1999 | 1 | 35 | 25 | 4 | 166 | 89 | 3 | 203 | 103 |
| 2000 | 0 | 0 | 0 | 6 | 451 | 150 | 1 | 75 | 25 |
| 2001 | 1 | 75 | 25 | 4 | 300 | 100 | 2 | 150 | 50 |
| 2002 | 0 | 0 | 0 | 4 | 300 | 100 | 3 | 301 | 50 |
| 2003 | 0 | 0 | 0 | 4 | 299 | 100 | 0 | 0 | 0 |
| 2004 | 0 | 0 | 0 | 7 | 533 | 175 | 1 | 75 | 25 |
| 2005 | 1 | 73 | 0 | 12 | 864 | 300 | 2 | 151 | 50 |
| 2006 | 0 | 0 | 0 | 28 | 2 209 | 550 | 1 | 75 | 25 |
| 2007 | 1 | 75 | 25 | 10 | 745 | 250 | 0 | 0 | 0 |
| 2008 | 0 | 0 | 0 | 15 | 1 129 | 344 | 2 | 161 | 25 |
| 2009 | 1 | 74 | 25 | 22 | 1 597 | 477 | 6 | 450 | 150 |
| 2010 | 0 | 0 | 0 | 9 | 667 | 225 | 8 | 600 | 200 |
| 2011 | 1 | 49 | 0 | 8 | 565 | 200 | 16 | 1 215 | 401 |
| 2012 | 2 | 150 | 50 | 13 | 944 | 299 | 19 | 1 417 | 475 |
| 2013 | 4 | 300 | 100 | 11 | 825 | 275 | 12 | 870 | 300 |
| 2014 | 0 | 0 | 0 | 4 | 301 | 100 | 4 | 295 | 95 |
| 2015 | 2 | 178 | 25 | 5 | 374 | 124 | 9 | 668 | 225 |
| 2016 | 1 | 75 | 25 | 3 | 213 | 75 | 5 | 375 | 125 |
| 2017 | 0 | 0 | 0 | 2 | 150 | 50 | 7 | 527 | 175 |
| 2018 | 1 | 75 | 25 | 2 | 151 | 50 | 3 | 193 | 75 |
| 2019 | 0 | 0 | 0 | 2 | 150 | 50 | 7 | 792 | 125 |
| 2020 | 1 | 125 | 25 | 0 | 0 | 0 | 2 | 144 | 25 |
| 2021 | 1 | 125 | 25 | 0 | 0 | 0 | 1 | 61 | 25 |
| 2022 | 3 | 311 | 60 | 2 | 104 | 40 | 0 | 0 | 0 |
| 2023 | 3 | 475 | 20 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Helstu niðurstöður
Lífmassavísitölur úr stofnmælingum náðu lágmarki árið 2022 en eru aðeins að rétta úr sér.
Nýliðunarbrestur á árunum 2012-2020. Stór nýliðunartoppur sýnilegur vorið 2025.
Í stofnmælingum hefur toppur lengdardreifingarinnar smám saman hliðrast til hægri í átt að stærri fiski, sem endurspeglar tímabil með lélegri nýliðun. Hins vegar lækkaði meðallengdin verulega í SMB í ár.
Heildarlífmassi var í hámarki síðast árið 2006 í SMB.
Veiðidánartala (F) hefur alltaf verið undir FMSY.
Stórkjöftustofninn er enn í lágmarki en vegna innkomu stórs nýliðunarpúls er vert að fylgjast með þróun stofnsins.
Almennar upplýsingar
Stórkjafta finnst á sendnum eða leirkenndum botni á 40-400 m dýpi en er mest áberandi á 100-200 m dýpi. Útbreiðsla tegundarinnar er að mestu í hlýsjónum suður og vestur af landinu. Á Íslandsmiðum geta hrygnur náð 70 cm lengd en hængar um 60 cm. Stærð við kynþroska er mismunandi eftir kyni; um helmingur hænga er kynþroska við 32 cm lengd en helmingur hrygna við 42 cm lengd. Sjá nánar um tegundina.
Veiðar
Helstu veiðisvæði stórkjöftu er fyrir suðaustan, sunnan og suðvestan land (Mynd 1). Ekki er sótt beint í stórkjöftu á Íslandsmiðum heldur fæst hún sem meðafli í öðrum veiðum. Útbreiðsla stórkjöftuveiða er tiltölulega stöðug og eru 90 % aflans veidd fyrir sunnan land. Undanfarin ár hefur skráður afli stórkjöftu í afladagbækur aukist en áður fyrr var hann illa skrásettur (Mynd 2).
Stórkjafta er veidd á tiltölulega miklu dýpi miðað við flestar aðrar tegundir flatfiska, og stór hluti aflans (50-80 %) hefur fengist á 100-250 m dýpi (Mynd 3). Árið 2022 veiddist hins vegar um helmingur á yfir 250 m dýpi samhliða samdrætti í lönduðum afla (Mynd 4). Síðustu tvö ár hefur það hlutfall lækkað.
Stórkjafta veiðist sem meðafli á Íslandsmiðum, í dragnót, humarvörpu og botnvörpu (Mynd 4 og Tafla 1). Stórkjöftuafli sem tekinn er með dragnót hefur minnkað verulega undanfarin ár og var kringum 10% síðustu þrjú ár. Afli í humar- og botnvörpu jókst á árunum 2009-2020. Aflinn minnkaði í humarvörpu árið 2021 vegna minni humarveiða og veiðisvæðatakmarkana og datt alveg út vegna veiðibanns árið 2022. Árið 2024, voru um 90% landaðrar stórkjöftu veidd í botnvörpu (Mynd 4).
Síðastliðin ár hefur skipum sem landað hafa stórkjöftu árlega fækkað verulega (Tafla 1).
Fjöldi skipa sem veiddu 95 % stórkjöftuaflans við Ísland hafa fækkað úr 63 skipum árið 1996 í rétt tæp 20 skip síðastliðin sjö ár (Mynd 5). Snörp fækkun skipa á árunum 1997-2005 er í samræmi við minni stórkjöftuafla. Frá 2005 hefur fjöldi skipa haldið áfram að minnka en aflinn verið sveiflukenndur og frá 2016 hafa einungis 20 skip landað 95 % stórkjöftuaflans.
| Ár | Fj. humarvarpa | Fj. togara | Fj. dragnótabáta | Fj. annarra báta | Afli í humarvörpu | Afli í botnvörpu | Afli í dragnót | Afli önnur veiðarf. | Heildarafli |
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 2000 | 23 | 60 | 30 | 23 | 13 | 34 | 52 | 1 | 100 |
| 2001 | 21 | 44 | 28 | 25 | 16 | 27 | 55 | 1 | 98 |
| 2002 | 27 | 33 | 17 | 19 | 25 | 22 | 35 | 0 | 82 |
| 2003 | 21 | 32 | 30 | 14 | 12 | 11 | 50 | 0 | 73 |
| 2004 | 20 | 30 | 30 | 9 | 21 | 15 | 87 | 0 | 123 |
| 2005 | 14 | 25 | 26 | 11 | 24 | 18 | 106 | 0 | 148 |
| 2006 | 19 | 34 | 24 | 8 | 41 | 28 | 216 | 0 | 285 |
| 2007 | 12 | 26 | 27 | 15 | 25 | 43 | 120 | 0 | 187 |
| 2008 | 17 | 31 | 26 | 10 | 36 | 34 | 126 | 0 | 197 |
| 2009 | 14 | 30 | 28 | 14 | 74 | 51 | 195 | 1 | 322 |
| 2010 | 15 | 30 | 24 | 6 | 111 | 52 | 89 | 0 | 252 |
| 2011 | 15 | 30 | 22 | 9 | 169 | 63 | 89 | 0 | 321 |
| 2012 | 16 | 26 | 24 | 4 | 218 | 71 | 121 | 0 | 411 |
| 2013 | 15 | 24 | 18 | 9 | 228 | 50 | 98 | 0 | 376 |
| 2014 | 16 | 24 | 15 | 3 | 179 | 86 | 73 | 0 | 339 |
| 2015 | 13 | 28 | 16 | 7 | 281 | 149 | 48 | 0 | 478 |
| 2016 | 12 | 29 | 14 | 6 | 199 | 207 | 56 | 0 | 461 |
| 2017 | 9 | 24 | 9 | 2 | 234 | 173 | 32 | 0 | 440 |
| 2018 | 9 | 24 | 11 | 3 | 185 | 147 | 36 | 0 | 368 |
| 2019 | 8 | 30 | 14 | 2 | 199 | 106 | 26 | 0 | 331 |
| 2020 | 8 | 29 | 13 | 4 | 141 | 108 | 19 | 0 | 268 |
| 2021 | 7 | 28 | 12 | 4 | 51 | 119 | 5 | 0 | 175 |
| 2022 | 2 | 33 | 11 | 4 | 1 | 73 | 13 | 0 | 88 |
| 2023 | 0 | 36 | 15 | 0 | 0 | 71 | 10 | 0 | 81 |
| 2024 | 1 | 33 | 14 | 2 | 1 | 39 | 6 | 0 | 46 |
Afli á sóknareiningu
Þegar afli á sóknareiningu er metinn er ekki tekið tillit til breytinga eins og framfara í tækni og veiðarfærum, eða samsetningar og gerðar veiðiskipa sem stunda veiðarnar. M. a. vegna þessa er afli á sóknareiningu yfirleitt ekki talinn nógu áreiðanlegur mælikvarði til að meta breytingar á stofnstærð.
Afli á sóknareiningu í botnvörpu og humarvörpu (kg/klst) í togum þar sem stórkjafta veiddist jókst á árunum 2010-2021, lækkun var síðan í botnvörpu á síðustu 3 árum. Afli á sóknareiningu í dragnót (kg í kasti), reiknaður sem heildarþyngd í kasti þar sem stórkjafta veiddist, hefur minnkað frá hámarki árin 2013-2016 (125 kg í kasti) niður í um 50 kg í kasti árið 2024 (Mynd 6).
Yfirlit gagna
Söfnun sýna og mælingar á stórkjöftu úr afla helstu veiðarfæra hófst árið 1996. Tafla 2 sýnir fjölda sýna ásamt lengdarmældum og kvörnuðum fiskum frá árinu 2010. Yfirleitt eru 90-97 % kvarna úr afla aldursgreind, en það hefur þó ekki verið gert síðan 2019. Engin sýni úr afla voru tekin árið 2024.
Lengdardreifing landaðrar stórkjöftu
Hlutfallsleg lengdardreifing landaðs stórkjöftuafla var fremur stöðug á árunum 2001-2009 þegar meðallengd var milli 47-49 cm (Mynd 7). Frá árinu 2010, hafa landanir á stærri stórkjöftu aukist og var meðallengdin 57 cm árið 2023.
Stofnmælingar
Stofnmæling botnfiska að vori (SMB) hefur verið framkvæmd árlega í mars frá árinu 1985. SMB nær yfir mikilvægustu veiðisvæði stórkjöftu. Einnig hefur verið farið í stofnmælingu botnfiska að hausti (SMH) síðan árið 1996, að undanskildu árinu 2011. SMB mælir breytingar í fjölda/lífmassa stórkjöftu betur en SMH.
Mynd 8 sýnir stofnvísitölur stórkjöftu (lífmassi), lífmassavísitölur veiðistofns (stórkjafta stærri en 30 cm), lífmassavísitölur stórkjöftu stærri en 53 cm og nýliðunarvísitölur (fjöldi stórkjöftu minni en 20 cm). Útbreiðsla stórkjöftu í stofnmælingum er sýnd á Mynd 9 og Mynd 10 og lengdarskiptar vísitölur á Mynd 11.
Stofnvísitölur og vísitölur veiðistofns hækkuðu á árunum 2000-2007 og voru nokkuð stöðugar til ársins 2018. Þær lækkuðu síðan og náðu nýjum lágmarkspunkti árið 2022 í SMB, hins vegar síðastliðin 3 ár hafa þær verið á uppleið aftur. Vísitölur í SMH lækkuðu aðeins á svipuðum tíma en hafa síðan haldist nokkuð stöðugar (Mynd 8).
Lífmassavísitala stórkjöftu stærri en 53 cm hækkaði jafnt og þétt frá árinu 2000 til ársins 2018, lækkaði síðan snarpt árið 2022 en er á uppleið aftur. Nýliðunarvísitala hefur verið sveiflukennd frá byrjun SMB, hins vegar á árunum 2012-2020 hefur hún verið í sögulegu lágmarki þar til ársins 2025 þegar hæsti nýliðunartoppur sást. Vísitölur úr SMH samræmast þokkalega vísitölum úr SMB (Mynd 8).
Stórkjafta í SMB 2025 fékkst að öllu leyti fyrir sunnan (suðvestur og suðaustur) og vestan land og aðallega á u.þ.b. 300 m dýpi. Útbreiðsla stórkjöftu hefur lítið breyst frá byrjun SMB þar sem mest fæst fyrir sunnan og vestan land (Mynd 9 og Mynd 10). Útbreiðsla stórkjöftu í SMH 2024 svipar til útbreiðslu stofnsins í SMB 2025. Sama gildir um útbreiðslu stofnsins frá byrjun SMH þar sem mest hefur veiðst af stórkjöftu fyrir suðvestan og vestanland.
Hlutfallsleg lengdardreifing stórkjöftu úr SMB (Mynd 11) hefur sveiflast nokkuð gegnum tímabilið. Nýliðunarpúlsar hafa verið sýnileg á árunum 2000-2001 og 2024-2025, þar sem meðallengdin fór niður í 29-33 cm. Á árunum 2012-2023 hefur lengdardreifingin hliðrast verulega til hægri og engir nýliðunarpúlsar sýnilegir fyrr en vorið 2024. Í ár sást síðan stór nýliðunarpúls sem samsvarar púlsinum sem sást árið áður. Í SMH hliðrast lengdardreifingin einnig til hægri en erfitt er að greina munstur vegna fárra einstaklinga sem hafa fengist í þeim leiðangri á síðustu árunum (Mynd 11).
Stofnmat
Lýsing á stofnmatsaðferð og ráðgjafarreglu
Grunnur ráðgjafar fyrir fiskveiðiárið 2025/2026 fylgir forskrift Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES 2025) fyrir stofna þar sem ekki er hægt að framkvæma tölfræðilegt stofnmat, en til eru vísitölur og aðrar upplýsingar um lífsögulega þætti. Ráðgjöfin í ár byggir á rfb-reglu (ICES 2025) en hún hefur eftirfarandi form:
\[A_{y + 1} = A_{y}rf^{-1}bm\]
þar sem Ay+1 er ráðlagður heildarafli, Ay er ráðgjöf síðasta árs, r er hlutfall meðaltals vísitalna síðustu tveggja ára (vísitala A) og meðaltals vísitalna þriggja ára þar á undan (vísitala B), f er nálgun (e: proxy) á nýtingu (MSY-viðmiðunarlengd deilt með meðallengd úr afla) og b eru varúðarmörk (ráðlagður heildarafli minnkar þegar lífmassavísitala fellur fyrir neðan gildi aðgerðarmarka).
r er hlutfall meðaltals vísitölu síðustu tveggja ára (vísitala A) og meðaltals þriggja ára þar á undan (vísitala B) eða:
\[r = \frac{\sum_{i = y - 2}^{y - 1}\left( I_{i}\text{/}2 \right)}{\sum_{i = y - 5}^{y - 3}\left( I_{i}\text{/}3 \right)}\]
f er vísihlutfall á nýtingu:
\[f = \frac{L_{F = M}}{{\overline{L}}_{y - 1}}\]
þar sem \({\overline{L}}_{y - 1}\) er meðallengd úr afla sem er hærri en lengd sem kemur fyrst í veiði Lc. Þ.e. Lc er lengd þar sem tíðnin er helmingurinn af tíðni algengasta gildis (Mynd 13).
Lengd við kjörsókn \(L_{F = M}\) er sú meðallengd sem vænta má við veiðar við hámarksnýtingu (MSY) er reiknuð með eftirfarandi hætti:
\[L_{F = M} = 0.75L_{c} + 0.25L_{\infty}\]
þar sem Lc er lengd sem kemur fyrst í veiði (sjá ofar) og L∞ er hámarkslengd tegundar samkvæmt jöfnu von Bertalanffy. Þetta byggir á þeirri forsendu að hlutfallið \(M/K\) sé 1.5.
b er varúðarmörk og er notað til að takmarka ráðgjöf þegar vísitala fellur undir aðgerðamörk:
\[b = \min\left\{ 1,\frac{I_{y}}{I_{trigger}} \right\}\,\]
þar sem Itrigger = 1.4Iloss
m er margfaldari byggður á vaxtarhraða K, sem er fenginn með aðferð von Bertalanffy. Fyrir tegundir með K<0.2yr-1; þá er m=0.95 (hægvaxta tegundir). Von Bertalanffy K fyrir stórkjöftu er 0.19 og því er m=0.95.
Notkun rfb-reglunnar
- r er reiknað sem hlutfall meðaltals vísitalna síðustu tveggja ára og meðaltals vísitalna þriggja ára þar á undan, sem gefur r=1.462 (Mynd 12).
- f er lengdarhlutfalls þáttur rfb stofnmatsjöfnunnar. Meðallengd úr afla síðasta árs (2024) var 56 cm og mark-viðmiðunarlengd (Lc * 0.75 + L∞ * 0.25) er 48 (Mynd 13 og Mynd 14). Útkoman var f\(^{-1}\) = 1.171 og f = 0.854.
b táknar varúðarmörk og er notað til að takmarka ráðgjöf þegar vísitala fer undir ákveðið gildi (Itrigger). Lægsta vísitala stórkjöftu Iloss = 119 (vísitala árið 2000). Itrigger er Iloss * 1.4 eða 167 (Mynd 12). Vísitalan 2025 var 563 og því fyrir ofan Itrigger og b = 1.
m er stillingarbreyta en fyrir hægvaxta tegundir (með von Bertalanffy K<0.2), er m = 0.95.
Fiskveiðistjórnun
Stórkjafta veiðist sem meðafli og yfirleitt í litlu magni. Hins vegar, vegna nýliðunarbrests til lengri tíma og talsverðrar lækkunar stofnvísitalna, veitti Hafrannsóknastofnun ráðgjöf um hámarksafla frá og með fiskveiðiárinu 2021/2022. (Tafla 3).
| Ár | Ráðlagt aflamark | Útgefið aflamark | Landaður afli |
|---|---|---|---|
| 2010/11 | 270 | ||
| 2011/12 | 429 | ||
| 2012/13 | 380 | ||
| 2013/14 | 369 | ||
| 2014/15 | 429 | ||
| 2015/16 | 498 | ||
| 2016/17 | 467 | ||
| 2017/18 | 387 | ||
| 2018/19 | 341 | ||
| 2019/20 | 289 | ||
| 2020/21 | 194 | ||
| 2021/22 | 206 | 86 | |
| 2022/23 | 132 | 91 | |
| 2023/24 | 92 | 48 | |
| 2024/25 | 92 |
Heimildaskrá
ICES. 2025. ICES Guidelines - Advice rules for stocks in category 2 and 3. Version 3. ICES Guidelines and Policies - Advice Technical Guidelines. 31 pp. https://doi.org/10.17895/ices.pub.28506179