Langlúra

Glyptocephalus cynoglossus


Tækniskýrsla
Birt af

Hafrannsóknastofnun

Birt

6. júní 2025

Helstu niðurstöður

  • Lífmassavísitölur úr stofnmælingum voru lágar til 2003, hækkuðu síðan töluvert og hafa verið stöðugar síðan.

  • Léleg nýliðun á árunum 2012-2020. Aukning frá árinu 2021 í SMB og toppur í SMH 2023.

  • Í stofnmælingum og afla hefur toppur lengdardreifingarinnar smám saman hliðrast til hægri í átt að stærri fiski, sem endurspeglar tímabil með lélegri nýliðun.

  • Heildarlífmassi náði hámarki árið 2025 í SMB.

  • Veiðidánartala (F) hefur verið yfir FMSY til ársins 2012 en er undir núna.

  • Langlúrustofninn er metin í jafnvægi.

Almennar upplýsingar

Langlúra er flatfiskur sem finnst víðsvegar kringum Ísland en helstu útbreiðslusvæði hennar eru í hlýjum sjó fyrir sunnan og vestan land. Langlúra hefur fundist niður á 500 m dýpi, en er oftast á 50-300 m dýpi á sendnum eða leirkenndum botni. Hrygnur verða stærri en hængar og einungis lítill hluti hænga nær 40 cm lengd en hrygnur geta orðið 60 cm eða meira. Kynþroskastærð er einnig ólík milli kynja og er um helmingur hænga orðinn kynþroska við 25 cm lengd en helmingur hrygna við 32 cm. Sjá nánar um tegundina.

Veiðar

Veiðisvæði langlúru hafa haldist svipuð undanfarin ár og eru aðallega fyrir sunnan, suðvestan og vestan land (Mynd 1). Lítið veiðist af langlúru fyrir norðan og austan land. Langlúra er algengur meðafli í humarveiðum við Ísland og hefur veiðst á humarslóðum fyrir sunnan og vestan land. Árið 2019, var eitt af aðalhumarsvæðunum fyrir austan, Lónsdjúp, lokað fyrir öllum botnvörpuveiðum (humarvarpa meðtalin) til verndar á ungum humri. Einnig var lokað fyrir humarveiðar í Jökuldjúpi (svæði sem nú þegar er lokað fyrir botnvörpuveiðum) og voru botnvörpuveiðar bannaðar í Breiðarmerkur- og Hornafjarðardýpi (sjá stofnmatsskýrslu fyrir humar 2021). Þessar lokanir hafa áhrif á útbreiðslu langlúruafla.

Samkvæmt afladagbókum hafa meginveiðisvæði langlúru verið á sunnan- og vestanverðum hluta landgrunnsins (Mynd 2). Útbreiðsla veiða er nokkuð stöðug og er um helmingur aflans veiddur fyrir suðvestan land. Undanfarin fimm ár hefur sést til langlúru fyrir norðvestan land.

Langlúra veiðist aðallega á 100-200 m dýpi með humarvörpu og dragnót (Mynd 3). Á árunum 2011-2016 breyttist það lítillega og hlutfallsega meiri afli var veiddur grynnra þ.e. á 50-100 m dýpi. Þetta má rekja til meiri sóknar í langlúru með dragnót. Áður var aflinn veiddur á 100-150 m dýpi, aðallega með dragnót, en á 150-200 m með humarvörpu.

Langlúra á Íslandsmiðum er aðallega veidd í dragnót og humarvörpu, eða um 95 % landaðs afla (Mynd 4, Tafla 1). Þetta hlutfall hefur haldist stöðugt undanfarin ár, eða þar til veiðar á humri voru bannaðar árið 2022. Á árunum 2009-2018 hefur aflinn sem veiðst hefur í dragnót minnkað en humarvörpuafli aukist að sama skapi. Minnkun í lönduðum afla sem veiddur var í humarvörpu frá árinu 2019 má rekja til áður nefndra lokana á humarveiðisvæðum suðaustur og vestur af landinu.

Fjöldi skipa sem veiddu 95% langlúruaflans við Ísland hefur lækkað úr rúmlega 80 skipum árið 1996 í rétt rúmlega 30 skip árið 2003, þrátt fyrir að veiddur afli héldist nokkuð stöðugur (Mynd 5). Á árunum 2002-2015, hélst fjöldi skipa nokkuð stöðugur. Síðan hefur aflinn minnkað og fjöldi skipa sem veiddi 95% langlúruaflans verið kringum 30 síðastliðinn þrjú ár.

Mynd 1: Langlúra. Útbreiðsla veiða á Íslandsmiðum seinustu 9 ár samkvæmt afladagbókum.
Mynd 2: Langlúra. Útbreiðsla veiða við Ísland frá árinu 2000 samkvæmt afladagbókum. Öll veiðarfæri samanlagt.
Mynd 3: Langlúra. Afli í botnvörpu, humarvörpu og dragnót samkvæmt afladagbókum, skipt eftir dýpi.
Mynd 4: Langlúra. Landaður afli eftir veiðarfærum frá árinu 1994, samkvæmt aflaskráningarkerfi Fiskistofu.
Tafla 1: Langlúra. Fjöldi íslenskra skipa sem landað hafa langlúru, og allur landaður afli eftir veiðarfæri og árum.
Ár Fj. humarvarpa Fj. togara Fj. dragnótabáta Fj. annarra báta Afli í humarvörpu Afli í botnvörpu Afli í dragnót Afli önnur veiðarf. Heildarafli
2000 27 76 57 26 70 160 870 6 1 106
2001 32 66 45 42 150 66 920 4 1 140
2002 33 52 41 26 240 34 876 1 1 151
2003 29 40 48 21 228 30 1 690 0 1 948
2004 28 48 55 16 333 57 1 732 0 2 122
2005 29 51 52 18 246 111 1 967 1 2 324
2006 25 44 50 13 162 130 1 738 0 2 030
2007 18 38 51 22 159 113 1 531 2 1 805
2008 18 41 47 19 158 102 1 165 1 1 427
2009 16 41 49 24 437 121 1 233 2 1 792
2010 17 36 46 15 514 75 733 3 1 325
2011 17 35 41 28 601 98 621 1 1 321
2012 17 35 44 33 570 52 686 6 1 315
2013 15 28 41 34 456 39 653 15 1 163
2014 16 26 34 29 443 74 650 14 1 181
2015 13 30 31 25 564 107 650 11 1 332
2016 11 29 26 13 289 118 507 10 924
2017 9 27 29 10 308 62 640 1 1 012
2018 9 33 30 10 304 61 502 1 867
2019 8 31 27 13 204 92 584 0 881
2020 8 38 28 11 216 92 638 0 946
2021 7 38 26 14 146 95 412 0 654
2022 3 38 31 8 5 73 592 0 670
2023 0 40 28 13 0 51 599 1 651
2024 1 37 29 11 3 65 451 0 519
Mynd 5: Langlúra. Fjöldi skipa og báta (öll veiðarfæri) sem veiddu 95% heildaraflans hvert ár frá 1994. Vinstri: Sýnt eftir árum. Hægri: Sýnt í samanburði við heildarafla. Gögn frá aflaskráningarkerfi Fiskistofu.

Afli á sóknareiningu

Þegar afli á sóknareiningu er metinn er ekki tekið tillit til breytinga eins og framfara í tækni og veiðarfærum, eða samsetningar og gerðar veiðiskipa sem stunda veiðarnar. M.a. vegna þessa er afli á sóknareiningu yfirleitt ekki talinn nógu áreiðanlegur mælikvarði til að meta breytingar á stofnstærð.

Á árunum 2007-2012 minnkaði afli á sóknareiningu í dragnót þar sem langlúra var >10% aflans úr tæplega 400 í 200 kg í kasti en jókst svo verulega aftur til ársins 2015 og hefur haldist hár síðan, með hæsta gildi á árunum 2022-2023 (Mynd 6). Afli á sóknareiningu í humarvörpu (kg/klst) þar sem langlúra er >10% aflans sveiflaðist frá 50 til 75 kg/klst árin 2009-2021, en humarveiðar voru bannaðar árið 2022 (Mynd 6).

Mynd 6: Langlúra. Afli á sóknareiningu fyrir dragnót (vinstri, kg í kasti eða fjöldi kasta) og humarvörpu (hægri, kg/klst eða togtímar).

Náttúruleg dánartala

Engar upplýsingar eru til um náttúrulega dánartölu langlúru.

Yfirlit gagna

Söfnun á líffræðilegum mælingum úr afla helstu veiðarfæra (dragnót) er talin nægileg og fylgir að mestu árstíðasveiflu veiðanna og útbreiðslu (Mynd 7 og Mynd 8). Árlega hafa u.þ.b. 11-100 sýni verið tekin úr afla (375-4989 kvarnir) mismunandi veiðarfæra. Lengdar- og aldurssýnum úr lönduðum afla hefur fækkað frá árinu 2013 (Tafla 2 og Tafla 3). Engin sýni úr humarvörpu hafa verið tekin síðastliðin þrjú ár.

Mynd 7: Langlúra. Hlutfall sýna eftir mánuðum (súlur) samanborið við landanir eftir mánuðum (svört lína), skipt eftir árum og helstu veiðarfærum. Tölur fyrir ofan súlur sýna heildarfjölda sýna.
Mynd 8: Langlúra. Veiðisvæði við Ísland árið 2024 samkvæmt afladagbókum (litir) eftir veiðarfærum og staðsetningar sýna úr lönduðum afla (x).

Lengdardreifing landaðrar langlúru

Hlutfallslegar lengdardreifingar landaðrar langlúru hafa hliðrast til hægri í átt að stærri fiski síðastliðin 15 ár (Mynd 9). Meðallengd landaðrar langlúru hefur því aukist úr 37 cm í 42 síðastliðna tvo áratugi. Lítið hefur sést af langlúru undir 35 cm í veiðinni undanfarin 5 ár.

Langlúra var meðafli í humarveiðum og var tilkynningum varðandi hann fremur ábótavant áður fyrr. Fyrir árið 2003 var minna en helmingur langlúruaflans skráð í afladagbækur. Samanburður á lengdarsamsetningu langlúru í humarleiðangri og afla gaf til kynna að brottkast á smærri fiski hafi átt sér stað á árum áður.

Tafla 2: Langlúra. Fjöldi sýna og lengdarmælinga úr lönduðum afla.
Ár Botnv. fj. sýna Botnv. fj. lengdarm. Dragnót fj. sýna Dragnót fj. lengdarm. Humarvarpa fj. sýna Humarvarpa fj. lengdarm.
2000 31 4 307 36 5 204 10 1 377
2001 6 893 39 5 284 7 914
2002 3 451 38 5 978 25 3 513
2003 1 150 65 9 402 13 1 926
2004 5 749 101 14 993 29 4 287
2005 12 1 630 94 12 233 16 2 276
2006 7 1 002 131 18 426 13 1 870
2007 3 326 102 12 337 11 1 537
2008 4 600 84 10 732 13 2 131
2009 11 1 641 100 13 382 37 5 495
2010 7 1 039 50 7 193 54 8 264
2011 5 765 39 5 346 58 8 633
2012 1 150 49 7 193 53 8 187
2013 4 469 40 5 451 32 5 118
2014 3 375 29 3 780 19 2 495
2015 2 249 37 4 641 24 2 990
2016 3 375 21 2 691 10 1 242
2017 5 622 31 3 848 12 1 500
2018 4 500 21 2 570 8 1 000
2019 3 374 22 2 831 8 1 000
2020 4 500 15 1 875 5 611
2021 4 500 10 1 210 6 1 112
2022 3 336 21 2 311 0 0
2023 3 360 19 2 065 0 0
2024 1 120 11 1 140 0 0
Mynd 9: Langlúra. Lengdardreifing úr lönduðum langlúruafla.

Aldursdreifing landaðrar langlúru

Á árunum 2002-2008 var aldurssamsetning langlúruaflans aðallega 4-7 ára gamall fiskur (Mynd 10). Hlutfall þessara aldurshópa í veiði hefur lækkað og frá árinu 2016 hefur 8-10 ára gömul langlúra verið áberandi í veiðinni. Engin sýnileg merki um yngri aldurshópa í veiði.

Tafla 3: Langlúra. Fjöldi sýna og kvarna úr lönduðum afla eftir árum og veiðarfærum.
Ár Botnv. fj. sýna Botnv. fj. kvarna Dragnót fj. sýna Dragnót fj. kvarna
2000 31 1 541 36 1 800
2001 6 300 38 1 848
2002 3 150 38 2 050
2003 1 50 59 2 924
2004 5 250 93 4 651
2005 7 350 68 3 400
2006 6 299 104 5 198
2007 1 50 83 4 132
2008 4 200 74 3 700
2009 11 550 80 4 000
2010 7 350 45 2 239
2011 3 150 38 1 900
2012 1 50 46 2 300
2013 3 150 39 1 950
2014 3 75 26 650
2015 1 25 35 875
2016 3 75 20 500
2017 5 123 30 750
2018 4 100 19 475
2019 3 75 18 450
2020 4 100 15 375
2021 4 100 8 200
2022 3 65 19 380
2023 3 60 19 380
2024 1 20 11 220
Mynd 10: Langlúra. Afli eftir aldri í fjölda, súlur eru litaðar eftir árgangi.

Stofnmælingar

Stofnmæling botnfiska að vori (SMB) hefur verið framkvæmd árlega í mars frá árinu 1985. SMB nær yfir mikilvægustu veiðisvæði langlúru. Einnig hefur verið farið í stofnmælingu botnfiska að hausti (SMH) síðan árið 1996, að undanskildu árinu 2011. SMB mælir breytingar í fjölda/lífmassa langlúru betur en SMH, hins vegar nær hvorug stofnmæling nægilega vel yfir svæðin þar sem ungviði heldur sig enda eru ekki nægilegar upplýsingar til um hvar þau svæði er að finna.

Mynd 11 sýnir stofnvísitölur langlúru (heildarlífmassi), lífmassavísitölur veiðistofns (langlúra stærri en 30 cm), lífmassavísitölur langlúru stærri en 43 cm og nýliðunarvísitölur (fjöldi langlúra minni en 25 cm). Útbreiðsla langlúru í SMB og SMH er sýnd á Mynd 12 og Mynd 13 ásamt lengdarskiptum vísitölum á Mynd 14.

Stofnvísitölur og lífmassavísitölur veiðistofns í hækkuðu snögglega árið 2004 og hafa haldist háar síðan í SMB. Árið 2020 var lækkun í báðum vísitölum, SMB vísitölur hækkuðu aftur og eru í hærra lagi en SMH hafa ekki náð fyrri gildum. Lífmassavísitala langlúru stærri en 43 cm hækkaði á árunum 2010-2015 og hefur haldist há síðan. Nýliðunarvísitölur lækkuðu snögglega í upphafi SMB og hafa verið nokkuð sveiflukenndar síðan með einstökum minniháttar nýliðunarpúlsum. Á árunum 2011-2019 voru nýliðunarvísitölur SMB og SMH mjög lágar, hins vegar nokkrir nýliðunarpúlsar hafa verið sýnilegir í báðum leiðöngrum síðastliðinn þrjú ár.

Langlúra veiddist allt í kringum landið í SMB 2025, en í mjög litlu magni fyrir norðaustan land (Mynd 12 og Mynd 13). Magn langlúru sem veiðist á landgrunni til vesturs hefur haldist nokkuð stöðugt síðastliðin ár en þar er einmitt stærsti hluti aflans veiddur í SMB. Á suðaustursvæðinu hefur aflinn verið nokkuð sveiflukenndur á tímabilinu þar sem lækkun var í byrjun tímaraðar, síðan skjót aukning á árunum 2002-2012 og nokkuð stöðugur en jafnframt minnkandi afli undanfarin ár. Fyrir norðan hefur aflinn aukist síðan 2008 og viðhaldist stöðugur. Niðurstöður úr SMH sýna svipuð ferli (Mynd 12 og Mynd 13).

Lengdardreifing langlúru í SMB og SMH hefur hliðrast til hægri og meðallengd hækkað úr rétt um 34 cm í 37.5 cm (Mynd 14)

Mynd 11: Langlúra. Stofnvísitölur, ásamt 95 % óvissumörkum, úr SMB (lína, skyggt svæði) og SMH (punktar og lóðréttar línur).
Mynd 12: Langlúra. Útbreiðsla langlúru í nýjasta SMB og SMH. Punktastærð er í hlutfalli við afla í togi.
Mynd 13: Langlúra. Breytingar á dreifingu lífmassa vísitölu langlúru í SMB og SMH.
Mynd 14: Langlúra. Lengdardreifingar úr SMB og SMH (efri mynd) og meðallengdir (neðri mynd).

Stofnmat

Lýsing á stofnmatsaðferð og ráðgjafarreglu

Grunnur ráðgjafar fyrir fiskveiðiárin 2025/2026 og 2026/2027 fylgir forskrift Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES 2025) fyrir stofna þar sem ekki er hægt að framkvæma tölfræðilegt stofnmat, en til eru vísitölur og aðrar upplýsingar um lífsögulega þætti. Ráðgjöfin byggir á rfb-reglu (ICES 2025) en hún hefur eftirfarandi form:

\[A_{y + 1} = A_{y}rf^{-1}bm\]

þar sem Ay+1 er ráðlagður heildarafli, Ay er ráðgjöf síðasta árs, r er hlutfall meðaltals vísitalna síðustu tveggja ára (vísitala A) og meðaltals vísitalna þriggja ára þar á undan (vísitala B), f er nálgun (e: proxy) á nýtingu (MSY-viðmiðunarlengd deilt með meðallengd úr afla) og b eru varúðarmörk (ráðlagður heildarafli minnkar þegar lífmassavísitala fellur fyrir neðan gildi aðgerðarmarka).

r er hlutfall meðaltals vísitölu síðustu tveggja ára (vísitala A) og meðaltals þriggja ára þar á undan (vísitala B) eða:

\[r = \frac{\sum_{i = y - 2}^{y - 1}\left( I_{i}\text{/}2 \right)}{\sum_{i = y - 5}^{y - 3}\left( I_{i}\text{/}3 \right)}\]

f er vísiflutfall á nýtingu:

\[f = \frac{L_{F = M}}{{\overline{L}}_{y - 1}}\]

þar sem \({\overline{L}}_{y - 1}\) er meðallengd úr afla sem er hærri en lengd sem kemur fyrst í veiði Lc. Þ.e. Lc er lengd þar sem tíðnin er helmingurinn af tíðni algengasta gildis (Mynd 16).

Lengd við kjörsókn \(L_{F = M}\) er sú meðallengd sem vænta má við veiðar við hámarksnýtingu (MSY) er reiknuð með eftirfarandi hætti:

\[L_{F = M} = 0.75L_{c} + 0.25L_{\infty}\]

þar sem Lc er lengd sem kemur fyrst í veiði (sjá ofar) og L er hámarkslengd tegundar samkvæmt jöfnu von Bertalanffy. Þetta byggir á þeirri forsendu að hlutfallið \(M/K\) sé 1.5.

b er varúðarmörk og er notað til að takmarka ráðgjöf þegar vísitala fellur undir aðgerðamörk:

\[b = \min\left\{ 1,\frac{I_{y}}{I_{trigger}} \right\}\,\]

þar sem Itrigger = 1.4Iloss

m er margfaldari byggður á vaxtarhraða K, sem er fenginn með aðferð von Bertalanffy. Fyrir tegundir með K<0.2yr-1; þá er m=0.95 (hægvaxta tegundir). Von Bertalanffy K fyrir langlúru er 0.15 og því er m=0.95.

Notkun rfb-reglunnar

  • r er reiknað sem hlutfall meðaltals vísitalna síðustu tveggja ára og meðaltals vísitalna þriggja ára þar á undan, sem gefur r =1.045 (Mynd 15).
Mynd 15: Langlúra. Lífmassavísitölur úr SMB. Rauðar línur sýna meðaltalsgildi síðustu tveggja ára og þriggja ára þar á undan. Lárétt strika línan Itrigger. Svarti punkturinn sýnir Iloss.
  • f er lengdarhlutfalls þáttur rfb stofnmatsjöfnunnar. Meðallengd úr afla síðasta árs (2024) var 45 cm og mark-viðmiðunarlengd (Lc * 0.75 + L * 0.25) er 40 cm (Mynd 16 og Mynd 17). Útkoman var f\(^{-1}\) = 1.132 og f = 0.883.
Mynd 16: Langlúra.Lengdardreifing úr afla. Rauð lína er lengd (LC) þar sem tíðnin er helmingurinn af tíðni algengasta gildis. Lóðrétt strikalínan sýnir L∞..
Mynd 17: Langlúra.Lengdardreifing úr afla árið 2024. Brotin lína sýnir meðallengd fiska stærri en L (sjá Mynd 16) en heil lína sýnir mark-viðmiðunarlengd.
Mynd 18: Langlúra. Vísitala veiðihlutfalls f (LF=M/Lmean) er notað til að meta veiðiálag. Áætlað veiðiálag er minna en FMSY proxy (LF=M) þegar vísihlutfallið er hærra en 1 (sýnd sem brotalína).
  • b er varúðarmörk og er notað til að takmarka ráðgjöf þegar vísitala fer undir ákveðið gildi (Itrigger). Lægsta vísitala langlúru (Iloss = 844, vísitala árið 1998). Itrigger er Iloss * 1.4 eða 1182 (Mynd 16). Vísitalan 2025 var 3939 og því fyrir ofan Itrigger og b = 1.

  • m er stillingarbreyta en fyrir hægvaxta tegundir (með von Bertalanffy K<0.2), er m = 0.95.

Fiskveiðistjórnun

Atvinnuvegaráðuneytið ber ábyrgð á stjórnun fiskveiða við Ísland. Stjórnun fiskveiða er bundin í lög og árlega eru gefnar út reglugerðir sem geta breyst frá ári til árs. Vísindaleg ráðgjöf um fiskveiðar og nýtingu fiskistofna kemur frá Hafrannsóknastofnun. Fiskveiðiárið hefur verið skilgreint frá 1. september til 31. ágúst og var aflamarkskvóti fyrst settur á langlúru fiskveiðiárið 1996/1997. Á fiskveiðiárunum 2005/2006 – 2009/2010 var útgefið aflamark hærra en það sem ráðlagt var af Hafrannsóknastofnun en ráðgjöf hefur verið fylgt frá og með fiskveiðiárinu 2012/2013 (Mynd 19).

Síðastliðin sjö ár hefur langlúrukvóti verið færður frá langlúru yfir á aðrar tegundir (Mynd 20). Flutningur á milli ára er yfirleitt um eða undir 10 % en var síðasta fiskveiðiár yfir 40%.

Mynd 19: Langlúra. Samanburður á ráðgjöf, aflamarki og heildarafla.
Mynd 20: Langlúra. Nettó tilfærsla á kvóta eftir fiskveiðiárum. Tilfærsla milli tegunda (efri myndir): Jákvæð gildi tákna tilfærslu á kvóta annarra tegunda yfir á langlúru en neikvæð gildi tilfærslu langlúrukvóta á aðrar tegundir. Tilfærsla milli ára (neðri myndir): Nettó tilfærsla kvóta á viðkomandi fiskveiðiári.

Heimildaskrá

ICES. 2025. ICES Guidelines - Advice rules for stocks in category 2 and 3. Version 3. ICES Guidelines and Policies - Advice Technical Guidelines. 31 pp. https://doi.org/10.17895/ices.pub.28506179