Þykkvalúra

Microstomus kitt


Tækniskýrsla
Birt af

Hafrannsóknastofnun

Birt

6. júní 2025

Helstu niðurstöður

  • Lífmassavísitölur úr stofnmælingum voru háar á árunum 2004–2010, lækkuðu síðan en hafa verið sveiflukenndar og eru nú svipaðar og árið 2002.

  • Góð nýliðun hefur mælst frá árinu 2021 og vísitala stærri þykkvalúru er nú í hámarki.

  • Lengdardreifing í stofnmælingum og afla hefur haldist fremur stöðug.

  • Veiðidánartala (F) hefur verið undir kjörsókn (FMSY) frá 2015.

  • Landanir úr botnvörpu hafa verið að aukast.

  • Þykkvalúrustofninn er metinn í jafnvægi.

Almennar upplýsingar

Útbreiðslusvæði þykkvalúru nær umhverfis allt landið, en minnst veiðist af henni norðaustur af landinu. Aðalveiðisvæðin eru á tiltölulega litlu dýpi vestan- og suðvestanlands. Þykkvalúra er botnlæg tegund sem finnst aðallega á sand- eða grýttum botni á 20–200 m dýpi. Hrygnur þykkvalúru verða stærri en hængar; einungis lítill hluti hænga verður stærri en 35 cm en hrygnur ná sjaldan yfir 40 cm lengd. Stærð við kynþroska er einnig breytileg eftir kynjum. Á aðalhrygningarsvæðunum suður af landi finnast sjaldan stórir hængar og u.þ.b. helmingur þeirra nær kynþroska við 13 cm lengd, á meðan hrygnur ná því stigi nálægt 24 cm á lengd.

Sjá nánar um líffræði þykkvalúru.

Veiðar

Afli þykkvalúru á Íslandsmiðum hefur sveiflast töluvert frá því byrjað var að skrá hann (Mynd 1). Hann náði hámarki fyrir og eftir seinni heimstyrjöldina og var að mestu veiddur af erlendum skipum. Eftir útvíkkun fiskveiðilögsögunnar í 200 sjómílur árið 1977 minnkaði afli þykkvalúru mikið vegna minni afla erlendra skipa. Aflinn jókst frá á níunda og tíunda áratug síðustu aldar og náði hámarki á árunum 2005–2009 þegar hann var 2500 tonn. Síðan hefur afli minnkað og verið í kringum 1000 tonn síðustu ár.

Meginveiðisvæði þykkvalúru eru á landgrunninu sunnan- og vestanlands en lítið veiðist fyrir norðan og austan (Mynd 2 og Mynd 3). Útbreiðsla veiðanna var stöðug á árunum 2000–2020 þar sem um 85 % aflans var veiddur suð-, suðvestan- og vestanvert á landgrunninu (Mynd 3). Frá árinu 2020 hefur hlutfall aflans aukist fyrir norðvestan land eða í um 30 % samfara hlutfallslegrar minnkunar suðvestan lands.

Þykkvalúra veiðist á grunnu vatni og um 90 % aflans hefur fengist á minna en 120 m dýpi (Mynd 4). Frá árinu 1994 hefur hlutdeild aflans sem veiðist á 80-120 m dýpi lækkað úr um 60–70 % í um 30 %. Hlutdeild þess afla sem veiðist grynnra hefur hins vegar aukist yfir sama tímabil.

Þykkvalúra var aðallega veidd í dragnót og sem meðafli í botnvörpu (Mynd 5 og Tafla 1). Rúmlega 95 % aflans fæst í þessi tvö veiðarfæri og hélst hlutfallið milli þeirra nokkuð stöðugt lengi vel en hlutdeild botnvörpu hefur aukist er nú orðinn um 62 %. Dragnótaflotinn stundar veiðarnar grynnra eða á um 40-80 m dýpi en botnvörpuflotinn tekur sinn þykkvalúruafla á dýpra vatni.

Milli 54–116 togarar og 33–79 dragnótabátar hafa landað þykkvalúru árlega síðan árið 2000 (Tafla 1). Síðastliðinn áratug hefur fjöldi dragnótabáta fækkað úr 41 árið 2014 í 33, en fjöldi togara verið í krinum 60. Heildarjöldi skipa sem veiddu 95 % þykkvalúruaflans fækkað úr tæpum 135 skipum árið 1996 í tæplega 50 skip árið 2014 en hefur aukist lítilega aftur síðustu ár (Mynd 6). Árin 1996–2005 jókst aflinn úr 1000 tonnum í 2500 tonn á sama tíma skipum sem veiddu 95 % aflans fækkaði. Árin 2009-2014 var fækkun báta í samræmi við minni þykkvalúruafla.

Mynd 1: Þykkvalúra. Landaður afli frá árinu 1903.
Mynd 2: Þykkvalúra. Útbreiðsla veiða á Íslandsmiðum 2016–2024 samkvæmt afladagbókum.
Mynd 3: Þykkvalúra. Útbreiðsla veiða við Ísland frá árinu 1994 samkvæmt afladagbókum.
Mynd 4: Þykkvalúra. Afli í dragnót og botnvörpu samkvæmt afladagbókum frá árinu 1994, skipt eftir dýpi.
Mynd 5: Þykkvalúra. Landaður afli eftir veiðarfærum frá árinu 1994, samkvæmt aflaskráningarkerfi Fiskistofu.
Tafla 1: Þykkvalúra. Fjöldi báta sem landað hafa þykkvalúru, og heildar landaður afli (í tonnum) eftir veiðarfæri og árum.
Ár Fj. dragnótabáta Fj. togara Fj. annarra báta Afli í dragnót Afli í botnvörpu Afli önnur veiðarf. Heildarafli
2000 74 116 135 817 593 32 1 442
2001 69 103 149 865 484 25 1 374
2002 64 95 112 553 372 25 950
2003 79 93 129 772 447 26 1 245
2004 79 94 105 1 567 611 30 2 208
2005 71 97 95 1 612 873 24 2 509
2006 72 85 98 1 452 1 219 22 2 693
2007 70 88 97 1 191 1 449 23 2 663
2008 63 78 108 1 283 1 319 34 2 636
2009 61 77 106 1 445 1 145 43 2 633
2010 50 72 98 993 894 81 1 968
2011 47 65 109 1 164 610 126 1 900
2012 48 68 110 1 099 424 91 1 614
2013 45 69 86 1 303 380 84 1 767
2014 41 60 85 859 292 51 1 202
2015 41 64 92 1 237 475 60 1 772
2016 37 65 81 1 108 563 64 1 735
2017 39 70 83 953 465 33 1 451
2018 38 62 71 1 085 592 37 1 714
2019 36 62 69 892 533 23 1 448
2020 35 58 46 649 459 21 1 129
2021 33 62 59 725 707 15 1 447
2022 37 61 53 557 697 1 1 255
2023 33 55 54 337 677 1 1 015
2024 32 54 50 439 698 1 1 138
Mynd 6: Þykkvalúra. Fjöldi skipa og báta (öll veiðarfæri) sem veiddu 95% heildaraflans hvert ár frá 1994. Vinstri: Sýnt eftir árum. Hægri: Sýnt í samanburði við heildarafla. Gögn frá aflaskráningarkerfi Fiskistofu.

Afli á sóknareiningu og sókn

Afli þykkvalúru á sóknareiningu í dragnót (kg í kasti) er reiknaður sem heildarþyngd í kasti þar sem þykkvalúra var meira en 10 % aflans. Á árunum 2000–2012 var afli á sóknareiningu um 200 kg í kasti. Frá árinu 2013 hefur afli á sóknareingingu aukist og sveiflast á bilinu 250–370 kg (Mynd 7).

Afli á sóknareiningu í botnvörpu (kg/klst) í togum þar sem þykkvalúra var >10 % aflans jókst úr um 50 kg/klst árin 2000-2002 í um 120 kg/klst árin 2015–2017. Síðan hefur afli á sóknareiningu minnkað og var um 80 kg/klst árið 2024 (Mynd 7).

Gögn um afla á sóknareiningu eru ekki notuð í stofnmati, þar sem þau endurspegla ekki þróun í stofnstærð.

Mynd 7: Þykkvalúra. Afli á sóknareiningu með dragnót (kg í kasti) og botnvörpu (kg/klst). Brotalínur gefa til kynna afla á sóknareiningu þar sem meira en 10% aflans var þykkvalúra en heilar línur allar færslur þar sem þykkvalúra veiddist.

Yfirlit gagna

Söfnun líffræðilegra gagna úr afla helstu veiðarfæra (dragnótar og botnvörpu) er talin góð (Mynd 8) og talin ná yfir helstu veiðisvæði hennar (Mynd 9).

Sýnum úr þykkvalúruafla hefur verið safnað síðan 1999. Fjöldi lengdar- og aldurssýna úr lönduðum afla hefur minnkað frá árinu 2013 (Tafla 2 and Tafla 3).

Mynd 8: Þykkvalúra. Hlutfall sýna eftir mánuðum (súlur) samanborið við landanir eftir mánuðum (svört lína), skipt eftir árum og helstu veiðarfærum. Tölur fyrir ofan súlur sýna heildarfjölda sýna.
Mynd 9: Þykkvalúra. Veiðislóð árið 2024 samkvæmt afladagbókum og staðsetning sýna (krossar) skipt eftir helstu veiðarfærum (botnvarpa og dragnót).

Lengdardreifing landaðrar þykkvalúru

Hlutfallsleg lengdardreifing landaðrar þykkvalúru hefur haldist stöðug síðan árið 2001, með lítilsháttar hliðrun til hægri (stærri þykkvalúra) síðan 2017 (Mynd 10).

Tafla 2: Þykkvalúra. Fjöldi sýna og lengdarmælinga úr lönduðum afla.
Ár
Botnvarpa
Dragnót
fj. sýna fj. lengdarm. fj. sýna fj. lengdarm.
2000 10 940 21 1 642
2001 4 350 12 1 019
2002 6 525 16 1 372
2003 5 460 21 1 696
2004 6 555 56 6 007
2005 12 1 107 26 2 617
2006 28 2 246 39 3 545
2007 35 3 045 56 5 423
2008 33 2 684 37 3 043
2009 18 1 552 42 3 266
2010 25 2 002 26 2 033
2011 15 1 070 45 4 048
2012 15 1 207 42 3 304
2013 9 613 44 3 295
2014 8 563 26 2 612
2015 19 1 649 32 2 758
2016 18 1 526 28 2 070
2017 19 1 813 25 1 875
2018 13 1 296 26 2 259
2019 24 1 662 24 2 040
2020 17 1 326 14 1 045
2021 37 3 895 20 1 270
2022 27 2 423 13 998
2023 36 2 855 4 234
2024 31 2 779 15 894
Mynd 10: Þykkvalúra. Lengdardreifingar úr afla.

Aldursdreifing landaðrar þykkvalúru

Árlega frá árinu 2010 hefur 14-36 sýnum (345-925 kvarnir aldurslesnar) verið safnað úr afla í dragnót og 8-37 sýnum (200-840 kvarnir aldurslesnar) úr botnvörpu (Tafla 3 og Mynd 9). Kringum 90 % kvarna hafa verið aldurslesnar árlega frá árinu 2010.

Afli þykkvalúru samanstendur að mestu af 6–9 ára fiski (Mynd 11) og engar sjáanlegar breytingar hafa orðið á aldurssametningu.

Tafla 3: Þykkvalúra. Fjöldi sýna og kvarna úr lönduðum afla eftir árum og veiðarfærum.
Ár Botnv. fj. sýna Botnv. fj. kvarna Dragnót fj. sýna Dragnót fj. kvarna
2000 10 275 21 525
2001 4 100 11 275
2002 6 175 15 376
2003 4 100 17 425
2004 3 75 38 1 100
2005 10 300 17 576
2006 14 375 27 725
2007 20 500 37 925
2008 19 500 29 725
2009 11 275 36 900
2010 21 506 23 575
2011 12 300 36 900
2012 14 361 37 925
2013 8 200 36 899
2014 8 200 20 500
2015 17 420 28 700
2016 17 425 27 675
2017 19 475 22 550
2018 11 275 22 545
2019 16 400 19 470
2020 14 350 14 345
2021 34 840 14 350
2022 24 485 12 245
2023 30 600 4 80
2024 27 540 12 238
Mynd 11: Þykkvalúra. Afli í fjölda, súlur eru litaðar eftir árgangi. Ath. mismunandi skala á y-ásum.

Stofnmælingar

Stofnmæling botnfiska að vori (SMB) hefur verið framkvæmd árlega í mars frá árinu 1985 og nær yfir helstu veiðisvæði þykkvalúru. Einnig hefur stofnmæling botnfiska að hausti (SMH) verið framkvæmd árlega frá árinu 1996, að sleptu árinu 2011. SMB gefur betri vísbendingar um breytingar í fjölda og lífmassa þykkvalúru en SMH. Hins vegar nær hvorug þessara stofnmælinga nægilega vel yfir þau svæði þar sem ungviði þykkvalúru heldur sig, þar sem þau eru mjög grunn og torfarin með hefðbundinni botnvörpu.

Á Mynd 12 má sjá stofnvísitölur þykkvalúru (lífmassi), lífmassavísitölur veiðistofns (þykkvalúra stærri en 30 cm), lífmassavísitölur þykkvalúru stærri en 39 cm og nýliðunarvísitölur (fjöldi þykkvalúru minni en 20 cm). Stofnvísitölur og lífmassavísitölur veiðistofns í SMB hafa lækkað en verið sveiflukenndar frá hámarkinu árið 2006 (Mynd 12). Undanfarin fimm ár eru þessar vísitölur svipaðar og árið 2002.

Lífmassavísitala þykkvalúru stærri en 39 cm hækkaði umtalsvert á árunum 2000–2004 og aftur frá árinu 2016 og og er nú í hámarki.

Nýliðunarvísitala í SMB er enn há eftir snarpa hækkun árið 2021 og náði hún hámarki árin 2024 og 2025.

Stofnvísitölur í SMH sýna í stórum dráttum svipað ferli í SMB. Nýliðunarvísitala í SMH sýnir aðra sögu en sú í SMB. Síðasta áratuginn hefur hún verið lægri, en líkt og í SMB hefur hún hækkað undanfarin þrjú ár.

Í SMB árið 2025 veiddist þykkvalúra aðallega fyrir vestan og norðvestan land en einnig fékkst hún fyrir sunnan land og djúpt fyrir suðaustan (Mynd 13). Lítið sem ekkert fæst af þykkvalúru í köldum sjó fyrir norðaustan og austan land. Útbreiðsla þykkvalúru í SMB hefur haldist nokkuð stöðug frá árinu 1985 með aukningu í útbreiðslu fyrir norðvestan land síðastliðinn þrjú ár (Mynd 14). Útbreiðsla þykkalúru í SMH 2024 svipar mjög til útbreiðslu stofnsins í SMB árið 2025 með meiri afla fyrir suðvestan land (Mynd 13). Meirihluti þykkvalúru í SMH fæst fyrir vestan og suðvestan land (Mynd 14).

Lengdardreifing þykkvalúru í SMB (Mynd 15) hefur haldist stöðugt líkt og í lengdardreifingu landaðs afla. Undanfarin þrjú til fjögur ár hefur sést nýliðunarpúls í lengdardreifingunum. Lengdargögn frá SMH eru svipuð og í SMB með litlum breytingum milli ára. Meðallengd þykkvalúru bæði í SMB og SMH hefur lækkað og var kringum 30 cm.

Mynd 12: Þykkvalúra. Stofnvísitölur, ásamt 95 % óvissumörkum, úr SMB (svört lína, skyggt svæði) og SMH (punktar og lóðréttar línur).
Mynd 13: Þykkvalúra. Útbreiðsla þykkvalúru í SMB í vor og SMH síðastliðinn haust. Punktastærð er í hlutfalli við afla í togi, gráir krossar sýna allar stöðvar sem teknar eru í viðeigandi leiðangri.
Mynd 14: Þykkvalúra. Dreifing lífmassa vísitölu þykkvalúru í SMB og SMH.
Mynd 15: Þykkvalúra. Lengdardreifingar úr SMB og SMH (efri mynd) og meðallengdir (neðri mynd).

Stofnmat

Lýsing á stofnmatsaðferð og ráðgjafarreglu

Grunnur ráðgjafar fyrir fiskveiðiárin 2025/2026 og 2026/2027 fylgir forskrift Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES 2025) fyrir stofna þar sem ekki er hægt að framkvæma tölfræðilegt stofnmat, en til eru vísitölur og aðrar upplýsingar um lífsögulega þætti. Ráðgjöfin byggir á rfb-reglu (ICES 2025) en hún hefur eftirfarandi form:

Grunnur ráðgjafar fylgir forskrift Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES 2025) fyrir stofna þar sem ekki er hægt að framkvæma tölfræðilegt stofnmat, en til eru vísitölur og aðrar upplýsingar um lífsögulega þætti.

Ráðgjöfin í ár byggir á rfb-reglu (ICES 2025):

\[A_{y + 1} = A_{y}rf^{-1}bm\]

þar sem Ay+1 er ráðlagður heildarafli, Ay er ráðgjöf síðasta árs, r er hlutfall meðaltals vísitalna síðustu tveggja ára (vísitala A) og meðaltals vísitalna þriggja ára þar á undan (vísitala B), f er nálgun (e: proxy) á nýtingu (MSY-viðmiðunarlengd deilt með meðallengd úr afla) og b eru varúðarmörk (ráðlagður heildarafli minnkar þegar lífmassavísitala fellur fyrir neðan gildi aðgerðarmarka).

r er hlutfall meðaltals vísitölu síðustu tveggja ára (vísitala A) og meðaltals þriggja ára þar á undan (vísitala B) eða:

\[r = \frac{\sum_{i = y - 2}^{y - 1}\left( I_{i}\text{/}2 \right)}{\sum_{i = y - 5}^{y - 3}\left( I_{i}\text{/}3 \right)}\]

f er vísihlutfall á nýtingu:

\[f = \frac{L_{F = M}}{{\overline{L}}_{y - 1}}\]

þar sem \({\overline{L}}_{y - 1}\) er meðallengd úr afla sem er hærri en lengd sem kemur fyrst í veiði Lc. Þ.e. Lc er lengd þar sem tíðnin er helmingurinn af tíðni algengasta gildis (Mynd 17).

Lengd við kjörsókn \(L_{F = M}\) er sú meðallengd sem vænta má við veiðar við hámarksnýtingu (MSY) er reiknuð með eftirfarandi hætti:

\[L_{F = M} = 0.75L_{c} + 0.25L_{\infty}\]

þar sem Lc er lengd sem kemur fyrst í veiði (sjá ofar) og L er hámarkslengd tegundar samkvæmt jöfnu von Bertalanffy. Þetta byggir á þeirri forsendu að hlutfallið \(M/K\) sé 1.5.

b er varúðarmörk og er notað til að takmarka ráðgjöf þegar vísitala fellur undir aðgerðamörk:

\[b = \min\left\{ 1,\frac{I_{y}}{I_{trigger}} \right\}\,\]

þar sem Itrigger = 1.4Iloss

m er margfaldari byggður á vaxtarhraða K, sem er fenginn með aðferð von Bertalanffy. Fyrir tegundir með 0.2<K<0.32 yr-1; þá er m=0.9 (hægvaxta tegundir). Von Bertalanffy K fyrir þykkvalúru er 0.2 og því er m=0.9.

Notkun rfb-reglunnar

  • r er reiknað sem meðaltal síðustu tveggja ára, deilt með meðaltali þriggja áranna á undan, sem gefur r=1.051 (Mynd 16).
Mynd 16: Þykkvalúra. Lífmassavísitölur úr SMB. Rauðar línur sýna meðaltalsgildi síðustu tveggja ára og þriggja ára þar á undan. Lárétt strika línan Itrigger. Svarti punkturinn sýnir Iloss.
  • f er lengdarhlutfalls þáttur rfb stofnmatsjöfnunnar. Meðallengd úr afla síðasta árs (2024) var 38 cm og mark-viðmiðunarlengd (Lc * 0.75 + L * 0.25) er 36 (Mynd 17 og Mynd 18). Útkoman var f\(^{-1}\) = 1.055 og f = 0.947.
Mynd 17: Þykkvalúra.Lengdardreifing úr afla. Rauð lína er lengd (LC) þar sem tíðnin er helmingurinn af tíðni algengasta gildis. Lóðrétt strikalínan sýnir L∞..
Mynd 18: Þykkvalúra. Lengdardreifing úr afla árið 2024. Brotin lína sýnir meðallengd fiska stærri en L (sjá Mynd 17) en heil lína sýnir mark-viðmiðunarlengd.
Mynd 19: Þykkvalúra. Vísitala veiðihlutfalls f (LF=M/Lmean) er notað til að meta veiðiálag. Áætlað veiðiálag er minna en FMSY proxy (LF=M) þegar vísihlutfallið er hærra en 1 (sýnd sem brotalína).
  • b er varúðarmörk og er notað til að takmarka ráðgjöf þegar vísitala fer undir ákveðið gildi (Itrigger). Lægsta vísitala þykkvalúru (Iloss = 1573, vísitala árið 1997). Itrigger er Iloss * 1.4 eða 2202 (Mynd 17). Vísitalan 2025 var 3384 og því fyrir ofan Itrigger og b = 1.

  • m er stillingarbreyta en fyrir hægvaxta tegundir (með von Bertalanffy 0.2<K<0.32), er m = 0.9.

Fiskveiðistjórnun

Atvinnuvegaráðuneytið ber ábyrgð á stjórnun fiskveiða við Ísland. Stjórnun fiskveiða er bundin í lög og árlega eru gefnar út reglugerðir sem geta verið háðar breytingum frá ári til árs. Vísindaleg ráðgjöf um fiskveiðar og nýtingu fiskistofna kemur frá Hafrannsóknastofnun og frá Alþjóðahafrannsóknaráðinu (ICES). Fiskveiðiárið hefur verið skilgreint frá 1. september til 31. ágúst og var aflamark fyrst sett á þykkvalúru fiskveiðiárið 1999/2000. Á fiskveiðiárunum 2005/2006 til 2009/2010 var útgefið aflamark hærra en það sem ráðlagt var af Hafrannsóknastofnun en ráðgjöf hefur verið fylgt síðan (Mynd 20). Engin formleg aflaregla er til fyrir stofn þykkvalúru.

Á Mynd 21 eru sýndar nettó tilfærslur kvóta eftir fiskveiðiárum. Árin 2003-2008 og 2014-2018 (jákvæð gildi) var nettó tilfærsla á kvóta annarra tegunda yfir í kvóta þykkavalúru, hins vegar á árunum 2009-2013 var lítið um tegundatilfærslu á kvóta hjá þykkvalúru. Tilfærsla þykkvalúrukvóta milli ára hefur verið sveiflukennd og innan -7 til 7 % marka, fyrir utan fiskveiðiárið 2020/2021 (Mynd 21).

Mynd 20: Þykkvalúra. Samanburður á ráðgjöf, aflamarki og heildarafla.
Mynd 21: Þykkvalúra. Nettó tilfærsla á kvóta eftir fiskveiðiárum. Tilfærsla milli tegunda (efri myndir): Jákvæð gildi tákna tilfærslu á kvóta annarra tegunda yfir á þykkvalúru en neikvæð gildi tilfærslu þykkvalúrukvóta á aðrar tegundir. Tilfærsla milli ára (neðri myndir): Nettó tilfærsla kvóta á viðkomandi fiskveiðiári.

Heimildaskrá

ICES. 2025. ICES Guidelines - Advice rules for stocks in category 2 and 3. Version 3. ICES Guidelines and Policies - Advice Technical Guidelines. 31 pp. https://doi.org/10.17895/ices.pub.28506179

Magnús Thorlacius, Valur Bogason, Jónas Páll Jónasson, Bylgja Sif Jónsdóttir, Elzbieta Baranowska, and Guðjón Már Sigurðsson. 2024. “Grunnslóðaleiðangur 2016-2022.” Marine & Freshwater Research Institute, Iceland; Marine & Freshwater Research Institute, Iceland. https://www.hafogvatn.is/static/research/files/hv2024_04_l01022024.pdf