RÆKJA VIÐ SNÆFELLSNES Pandalus borealis

Ráðgjöf 2025/2026

460

tonn

Ráðgjöf 2024/2025

375

tonn

Breyting á ráðgjöf

23 %

Birting ráðgjafar: 30. apríl 2025. Útgefið af Hafrannsóknastofnun.


Ráðgjöf

Hafrannsóknastofnun leggur til í samræmi við nýtingarstefnu sem mun leiða til hámarksafraksturs til lengri tíma litið (MSY), að afli hvors tímabils 1. maí 2025 til 15. mars 2026 og 1. maí 2026 til 15. mars 2027 verði ekki meiri en 460 tonn.

Stofnþróun

Vísitala veiðistofns er yfir aðgerðamörkum (Itrigger) og varúðarmörkum (Ilim) og veiðiálag er fyrir neðan kjörsókn (Fproxy).

Rækja við Snæfellsnes. Afli, vísitala veiðihlutfalls og vísitala veiðistofns ásamt aðgerðarmörkum (Itrigger), varúðarmörkum (Ilim) og kjörsókn (Fproxy).

Stofnmat og gátmörk

Forsendur ráðgjafar

Hámarksafrakstur

Aflaregla

Ekki hefur verið sett aflaregla fyrir þennan stofn

Stofnmat

Byggt á tímaháðum breytingum í stofnmælingum

Inntaksgögn

Afli og vísitölur úr stofnmælingu rækju við Snæfellsnes

Nálgun

Viðmiðunarmörk

Gildi

Grundvöllur

Hámarksafrakstur

Fproxy

0.5

Sögulegt samband afla og stofnvísitölu

Varúðarnálgun

Ilim

520

Gildi vísitölu veiðistofns sem er 20 % af meðaltali þriggja hæstu vísitölugilda

Itrigger

520

Ilim

Grunnur ráðgjafar fylgir forskrift Alþjóðahafrannsóknaráðsins fyrir skammlífa stofna þar sem ekki er hægt að beita aldurs-aflagreiningu, en til eru vísitölur sem taldar eru gefa mynd af breytingum í stofnstærð (Category 3 stocks; ICES, 2022).

Lífmassavísitala rækju, ásamt afla, er notuð til að reikna vísitölu veiðihlutfalls (Fproxy = afli/vísitala). Ráðgjöfin er fengin með því að margfalda síðasta gildi vísitölunnar með markgildi Fproxy.

Rækja við Snæfellsnes. Útreikningur ráðgjafar.

Ay: Ráðgjöf fyrir 2024/2025

375

Lífmassavísitala

Vísitala (I2025)

920

Vísitala veiðihlutfalls

Fproxy: Sögulegt samband afla og stofnvísitölu

0.5

Gátmörk

Aðgerðarmörk vísitölu (Itrigger)

520

b: Vísitala í hlutfalli við aðgerðamörk, ef I2025/Itrigger > 1 þá 1 annars 0

1

Varúðarlækkun til þess tryggja hrygningarstofn fari ekki undir gátmörk (Blim) með 95 % líkum

Ráðgjöf fyrir 2025/20261)

460

% breyting á ráðgjöf2)

23

1) Ay+1 = Iy× Fproxy × b

2) Tölur í töflu eru námundaðar. Útreikningar eru gerðir með námunduðum tölum og því gætu reiknuð gildi ekki stemmt

Horfur

Stærstur hluti stofnsins eru kynþroska dýr. Lítið magn ungrækju (Stofnmatsskýrslur Hafrannsóknastofunar 2025) bendir til þess að lítið sé vitað um nýliðun og rek lirfa frá nálægum svæðum.

Aðrar upplýsingar

Lítið fékkst af þorski og ýsu 2 ára og eldri í stofnmælingu rækju við Snæfellsnes árið 2025. Mikið hefur verið af 1 árs ýsu frá árinu 2020. Skylda er að nota fiskiskilju við veiðarnar og er brottkast fisks talið óverulegt.

Ráðgjöf, aflamark og afli

Rækja við Snæfellsnes. Tillögur um hámarksafla, ákvörðun stjórnvalda um aflamark og afli (tonn).

Fiskveiðiár

Tillaga

Aflamark

Afli alls

2002/2003

300

300

89

2003/2004

200

200

209

2004/2005

200

200

265

2005/2006

200

200

238

2006/2007

200

200

316

2007/2008

400

400

530

2008/2009

400

400

779

2009/2010

900

900

830

2010/2011

450

414

2011/2012

850

1  632

2012/2013

1  000

1  755

2013/2014

950

1  698

2014/2015

600

600

133

2015/2016

700

700

590

2016/2017

820

820

826

2017/2018

698

698

645

2018/2019

442

442

516

2019/2020

393

393

90

2020/2021

491

491

304

2021/2022

393

393

325

2022/2023

393

393

239

2023/2024

375

375

56

2024/2025

375

375

143

2025/2026

460

2026/2027

460

Heimildir og ítarefni

ICES. 2022. ICES technical guidance for harvest control rules and stock assessments for stocks in categories 2 and 3. In Report of ICES Advisory Committee, 2022. ICES Advice 2022, Section 16.4.11. (https://doi.org/10.17895/ices.advice.19801564).

Stofnmatsskýrslur Hafrannsóknastofnunar 2025. Rækja við Snæfellsnes. Hafrannsóknastofnun, 30. apríl 2025.