Litli karfi Sebastes viviparus

Ráðgjöf 2025/2026

683

tonn

Ráðgjöf 2024/2025

569

tonn

Breyting á ráðgjöf

20 %

Athugasemd: Ráðgjöfin gildir líka fyrir fiskveiðiárið 2026/2027

Birting ráðgjafar: 6. júní 2025. Útgefið af Hafrannsóknastofnun.


Ráðgjöf

Hafrannsóknastofnun leggur til, í samræmi við nýtingarstefnu sem mun leiða til hámarksafraksturs til lengri tíma litið (MSY), að afli hvors fiskveiðiárs 2025/2026 og 2026/2027 verði ekki meiri en 683 tonn.

Stofnþróun

Stofnstærð er yfir aðgerðarmörkum (Itrigger) og veiðiálag er undir kjörsókn (FMSY proxy).

Litli karfi. Afli, lífmassavísitala úr SMB og vísitala veiðihlutfalls. Lífmassavísitala: rauðar láréttar línur sýna meðallífmassavísitölur fyrir árin 2021–2023 og 2024–2025 sem eru notaðar við útreikninga ráðgjafar, skyggð svæði sýnir 95 % öryggismörk.

Horfur

Grunnur ráðgjafar fylgir forskrift Alþjóðahafrannsóknaráðsins fyrir stofna þar sem ekki er hægt að framkvæma tölfræðilegt stofnmat en til eru vísitölur sem taldar eru gefa mynd af breytingum í stofnstærð (Category 3 stocks; ICES,2021). Lífmassavísitala fyrir litla karfa úr SMB er notuð til að reikna tímaháða breytingu á stofnvísitölu. Þar sem upplýsingar um lífssögulega þætti eru til staðar auk nægjanlegra lengdarmælingagagna úr afla er ráðgjöfin byggð á svokallaðri rfb-reglu Alþjóðahafrannsóknaráðsins, sem gildir fyrir hvort fiskveiðiár 2025/2026 og 2026/2027.

Litli karfi. Útreikningur ráðgjafar.

Ay: Ráðgjöf fyrir 2024/2025

569

Breytingar í stofni

Vísitala A (2024-2025)

45 575

Vísitala B (2021-2023)

34 697

r: Hlutfall vísitölu (A/B)

1.314

Vísitala veiðihlutfalls

Meðallengd í afla(Lmean = L2024)

26

Lengd við kjörsókn (LF=M)

24

f: Vísitala veiðihlutfalls (LF=M/Lmean)

0.923

Gátmörk

Vísitala seinasta árs (I2025)

33 568

Aðgerðarmörk vísitölu (Itrigger=Iloss*1.4)

9 471

b: Vísitala í hlutfalli við aðgerðamörk, min{I2025/Itrigger, 1}

1

Varúðarlækkun til þess tryggja hrygningarstofn fari ekki undir gátmörk (Blim) með 95 % líkum

m: Margfaldari (byggður á lífssögu)

0.95

Reiknuð ráðgjöf1)

769

Sveiflujöfnun (+20 % / -30 % borið saman við Ay, aðeins beitt ef b>1)2)

1

Ráðgjöf fyrir 2025/2026 og 2026/2027

683

% breyting á ráðgjöf3)

20

1) Ay × r × 1/f × b × m

2) min{max(0.7Ay, Ay+1), 1.2Ay}

3) Tölur í töflu eru námundaðar. Útreikningar eru gerðir með ónámunduðum tölum og því gætu reiknuð gildi ekki stemmt

Ráðlagt aflamark fyrir komandi fiskveiðiár hækkar vegna þess vísitala stofnstærðar hefur hækkað.

Stofnmat og gátmörk

Forsendur ráðgjafar

Hámarksafrakstur

Aflaregla

Ekki hefur verið sett aflaregla fyrir þennan stofn

Stofnmat

Byggt á tímaháðum breytingum í stofnmælingum

Inntaksgögn

Afli og vísitölur úr stofnmælingu botnfiska að vori (SMB)

Nálgun

Viðmiðunarmörk

Gildi

Grundvöllur

Hámarksafrakstur

Itrigger

9 471

Iloss×1.4; Iloss er skilgreint sem lægsta sögulega gildið í SMB

FMSY_proxy

1

Hlutfallslegt gildi úr LBI greiningu, þar sem gert er ráð fyrir M/K = 1.5

Lc

20

Lengd við fyrsta veiði, 50% af tíðasta gildi

LInf

36

Hámarkslengd tegundar

K

0.14

Vaxtarhraði

LF=M

24

0.75 x Lc + 0.25 x LInf

Gæði stofnmats

SMB nær yfir allt veiðisvæði litla karfa á Íslandsmiðum. Skekkjumörk á mati vísitölunnar síðustu ár eru víð, sem stafar af miklum afla í fáum togum. Þetta veldur talsverðri óvissu í mati á lífmassavísitölum frá ári til árs. Þar sem rannsóknir og veiðar á litla karfa hafa verið takmarkaðar er lítið vitað um stofnstærð hans og veiðiþol.

Aðrar upplýsingar

Takmarkaðar upplýsingar eru til um afrakstursgetu stofnsins.

Ráðgjöf, aflamark og afli

Litli karfi. Tillögur um hámarksafla, ákvörðun stjórnvalda um aflamark og afli (tonn).

Fiskveiðiár

Tillaga

Aflamark

Afli alls

2011/2012

1  500

1  219

2012/2013

1  500

605

2013/2014

1  500

666

2014/2015

1  500

1  500

390

2015/2016

1  500

1  500

421

2016/2017

1  500

1  500

110

2017/2018

1  500

1  500

151

2018/2019

1  500

1  500

164

2019/2020

697

697

138

2020/2021

684

684

96

2021/2022

609

609

74

2022/2023

585

585

59

2023/2024

569

569

110

2024/2025

569

569

2025/2026

683

2026/2027

683

Heimildir og ítarefni

ICES. 2021. Tenth Workshop on the Development of Quantitative Assessment Methodologies based on LIFE-history traits, exploitation characteristics and other relevant parameters for data-limited stocks (WKLIFE X). ICES Scientific Reports. Report https://doi.org/10.17895/ices.pub.5985

Stofnmatsskýrslur Hafrannsóknastofnunar 2025. Litli karfi. Hafrannsóknastofnun, 6. júní 2025.