Loðna Mallotus villosus
Birting ráðgjafar: 20. febrúar 2025. Útgefið af Hafrannsóknastofnun.
Ráðgjöf
Hafrannsóknastofnun leggur til, í samræmi við aflareglu strandríkja, að afli fiskveiðiárið 2024/2025 verði ekki meiri en 8 589 tonn.
Stofnþróun
Framreiknuð neðri mörk hrygningarstofn árið 2025 eru yfir varúðarmörkum (Blim).
Loðna. Afli, vísitala ókynþroska loðnu samkvæmt bergmálsmælingum að hausti og stærð hrygningarstofns á hrygningartíma að loknum veiðum (ásamt 90 % öryggismörkum). Mat á stærð hrygningarstofns fyrir árið 2025 (punktur) er byggt á framreikningum.
Stofnmat og viðmiðunarmörk
Forsendur ráðgjafar | Aflaregla |
Aflaregla | Upphafsaflamark er haft lágt þannig að yfirgnæfandi líkur séu á að það sé undir lokaaflamarki. Lokaflamark sem sett er á veturna skal leiða til þess að stærð hrygningarstofns á hrygningartíma verði yfir Blim með >95% líkum. |
Stofnmat | Lokaráðgjöf er byggð á niðurstöðum líkans sem tekur tillit til óvissu í stofnmælingum og afráni þorsks, ýsu og ufsa á loðnu, ásamt því að líkur á að SSB verði undir Blim séu minni en 5%. Ráðgjöf upphafsaflamarks byggir á aflareglu sem tryggir að litlar líkur séu á að upphafsráðgjöf verði yfir lokaráðgjöf (ICES, 2023). |
Inntaksgögn haustráðgjafar | Vísitölur kynþroska loðnu úr bergmálsleiðöngrum að hausti. |
Inntaksgögn lokaráðgjafar að vetri | Vísitölur kynþroska loðnu úr bergmálsleiðöngrum að vetri. |
Nálgun | Viðmiðunarmörk | Gildi | Grundvöllur |
|---|---|---|---|
Varúðarnálgun | Blim | 114 000 | Meðalstærð þriggja lítilla árganga sem skiluðu nýliðun yfir meðaltali (ICES 2023) |
Horfur
Loðna. Forsendur fyrir stofnmatsárið og í framreikningum.
Breyta | Gildi | Athugasemdir |
|---|---|---|
Stærð þorskstofns (2024) | 823 887 | Inntak í afránslíkani, í tonnum |
Stærð ýsustofns (2024) | 270 610 | Inntak í afránslíkani, í tonnum |
Stærð ufsastofns (2024) | 300 830 | Inntak í afránslíkani, í tonnum |
Afli (2024/2025) fram að mælingu | 0 | Ekkert upphafsaflamark ráðlagt |
Veiðistofn (2025) | 291 790 | Stofnmæling skv. haust- og vetrarmælingu, í tonnum. |
Loðna. Áætluð þróun stofnstærðar hrygningarstofns (tonn) miðað við veiðar samkvæmt aflareglu.
Grunnur | Afli (2024/2025) | Hrygningarstofn (2025)1) | % Breyting á ráðgjöf2) |
|---|---|---|---|
Aflaregla | 8 589 | 291 790 | |
1) Hrygningarstofn 15. mars 2025 | |||
2) Ráðlagt aflamark fyrir 2025/2024 miðað við ráðlagt aflamark 2024/2023 (0 t) | |||
Gæði stofnmats
Mat á stærð veiðistofnsins byggir á bæði haust- (vægi 1/3) og vetrarmælingum (vægi 2/3) sem báðar eru taldar hafa náð yfir útbreiðslusvæði stofnsins. Niðurstöður þeirra voru sambærilegar. Vetrarmæling byggir á niðurstöðum mælinga í janúar fyrir svæðið austan við Kolbeinseyjarhrygg (CV=0.36) og mælingum í febrúar fyrir vestursvæðið (CV=0.33).
Aðrar upplýsingar
Endurskoða þurfti kvörðun eins leiðangursskipanna sem tók þátt haustmælingu eftir að ráðgjöf var birt í október 2024. Þetta leiddi til hækkunar á mati á stærð veiðistofns um 10 þús. tonn. Þessi breyting hefði ekki leitt til tillögu um aflamark.
Ráðgjöf, aflamarka og afli
Loðna. Tillögur um hámarksafla, ákvörðun stjórnvalda um aflamark og afli.
Fiskveiðiár | Upphafstillaga | Lokatillaga | Lokaflamark | Afli alls |
|---|---|---|---|---|
1986/1987 | 1 100 000 | 1 290 000 | 1 334 000 | |
1987/1988 | 500 000 | 1 115 000 | 1 117 000 | |
1988/1989 | 900 000 | 1 065 000 | 1 036 000 | |
1989/1990 | 900 000 | 900 000 | 808 000 | |
1990/1991 | 600 000 | 250 000 | 313 000 | |
1991/1992 | 0 | 740 000 | 677 000 | |
1992/1993 | 500 000 | 900 000 | 788 000 | |
1993/1994 | 900 000 | 1 250 000 | 1 179 000 | |
1994/1995 | 950 000 | 850 000 | 864 000 | |
1995/1996 | 800 000 | 1 390 000 | 926 000 | |
1996/1997 | 1 100 000 | 1 600 000 | 1 569 000 | |
1997/1998 | 850 000 | 1 265 000 | 1 245 000 | |
1998/1999 | 950 000 | 1 200 000 | 1 100 000 | |
1999/2000 | 866 000 | 1 000 000 | 1 000 000 | 931 000 |
2000/2001 | 650 000 | 1 110 000 | 1 090 000 | 1 070 000 |
2001/2002 | 700 000 | 1 300 000 | 1 300 000 | 1 249 000 |
2002/2003 | 690 000 | 1 000 000 | 1 000 000 | 989 000 |
2003/2004 | 555 000 | 875 000 | 900 000 | 743 000 |
2004/2005 | 335 000 | 985 000 | 985 000 | 784 000 |
2005/2006 | 0 | 238 000 | 235 000 | 247 000 |
2006/2007 | 0 | 385 000 | 385 000 | 377 000 |
2007/2008 | 207 000 | 207 000 | 207 000 | 203 000 |
2008/2009 | 0 | 0 | 0 | 15 000 |
2009/2010 | 0 | 150 000 | 150 000 | 151 000 |
2010/2011 | 0 | 390 000 | 390 000 | 391 000 |
2011/2012 | 366 000 | 765 000 | 765 000 | 748 000 |
2012/2013 | 0 | 570 000 | 570 000 | 551 000 |
2013/2014 | 0 | 160 000 | 160 000 | 142 000 |
2014/2015 | 225 000 | 580 000 | 580 000 | 517 000 |
2015/2016 | 53 600 | 173 000 | 173 000 | 173 500 |
2016/2017 | 0 | 299 000 | 299 000 | 297 732 |
2017/2018 | 0 | 285 000 | 285 000 | 287 000 |
2018/2019 | 0 | 0 | 0 | 0 |
2019/2020 | 0 | 0 | 0 | 0 |
2020/2021 | 169 520 | 127 300 | 127 300 | 128 647 |
2021/2022 | 400 000 | 869 600 | 869 600 | 689 200 |
2022/2023 | 400 000 | 459 800 | 459 800 | 330 051 |
2023/2024 | 0 | 0 | 0 | |
2024/2025 | 0 | 8 589 |
Heimildir og ítarefni
ICES. 2023. Benchmark workshop on capelin (WKCAPELIN). ICES Scientific Reports. 5:62. 282 pp. https://doi.org/ices.pub.23260388
Stofnmatsskýrslur Hafrannsóknastofnunar 2025. Loðna. Hafrannsóknastofnun, 20. febrúar 2025.