Loðna Mallotus villosus
Birting ráðgjafar: 6. júní 2025. Útgefið af Hafrannsóknastofnun.
Ráðgjöf
Hafrannsóknastofnun og ICES leggja til, í samræmi við aflareglu strandríkja, að afli fiskveiðiárið 2025/2026 verði ekki meiri en 46 384 tonn.
Stofnþróun
Hrygningarstofn árið 2026 er yfir varúðarmörkunum Blim og nýliðunarvísitalan yfir Utrigger; ekki hafa verið skilgreind viðmiðunarmörk fiskveiðidánartölu fyrir stofninn.
Loðna. Afli, vísitala ókynþroska loðnu samkvæmt bergmálsmælingum að hausti og stærð hrygningarstofns á hrygningartíma (ásamt 95 % öryggismörkum).
Stofnmat og viðmiðunarmörk
Forsendur ráðgjafar | Aflaregla samþykkt af strandríkjunum |
Aflaregla | Sjá útlistun á aflareglu hér fyrir neðan |
Stofnmat | Stofnvísitölur byggðar á bergmálsmælingum |
Inntaksgögn upphafsráðgjafar | Vísitölur ungloðnu úr bergmálsleiðöngrum að hausti. |
Inntaksgögn milliráðgjafar | Vísitölur kynþroska loðnu úr bergmálsleiðöngrum að hausti. |
Inntaksgögn lokaráðgjafar | Vísitölur kynþroska loðnu úr bergmálsleiðöngrum að vetri. |
Nálgun | Viðmiðunarmörk | Gildi | Grundvöllur |
|---|---|---|---|
Aflaregla | Bmgt | 114 000 | Skilgreint í samræmi við samþykkta aflareglu (ICES 2023b), í tonnum |
Utrigger | 50 | Skilgreint til að tryggja lága líkur á að upphaflegt TAC ráð leggist yfir endanlegt TAC (ICES 2015), í milljörðum | |
Cap | 127 | Skilgreint til að tryggja lágar líkur á að upphafsaflamark verði hærra en lokaaflamark (ICES 2015), í milljörðum | |
Varúðarnálgun | Blim | 114 000 | Meðalstærð þriggja lítilla hrygninga sem skiluðu meðalnýliðun (ICES 2023a) |
Horfur
Ísland, Grænland og Noregur komust að samkomulagi (Anon, 2015; Anon, 2023) um að nota eftirfarandi aflareglu sem grundvöll fiskveiðistjórnunar, byggt á reglu sem var þróuð og yfirfarin hjá ICES (ICES, 2015; ICES, 2023a).
Markmið aflareglunnar er að setja lokaaflamark sem tryggir með 95 % líkum að eftir standi að lágmarki 114 þúsund tonn til hrygningar. Til þess að þetta náist er farið til bergmálsmælinga á tímabilinu frá september til febrúar og rágjöf um aflamark gefin í þremur skrefum: sem upphafsaflamark, milliaflamark og lokaaflamark.
Upphafsráðgjöf fyrir næsta fiskveðiár er gefin byggt á mati á stærð ókynþroska hluta stofnsins (Uimm) að loknum bergmálsmælingum að hausti (september-október).
Tveir fastar eru ákveðnir:
Utrigger = 50 milljarðar ókynþroska loðnu.
TACMax = 400 þús. tonn þegar U > 127 milljarðar ókynþroska.
Aðferðin við að setja upphafs/bráðabirgðaaflamark er:
TAC = 0 ef Uimm < 50 milljarðar.
TAC = 5.2 x (Uimm - Utrigger) þús. tonn fyrir Uimm á bilinu 50–127 milljarðar.
TAC = 400 þús. tonn fyrir Uimm > 127 milljarðar.
Milliráðgjöf fyrir yfirstandandi fiskveðiár er gefin að loknum bergmálsmælingum að hausti. Stærð kynþroska hluta stofnsins (hrygningarstofn) er metin með óvissu og lögð við gögn um spáða stærð og dreifingu afræningja, og notuð sem upphafsgildi í afránslíkanakeyrslum sem gera ráð fyrir mismiklum veiðum fram að hrygningu í mars. Milliráðgjöf um aflamark er sett sem 2/3 af þeim afla sem gæfi p(SSB < Blim) = 114 þús. tonn) < 0.05.
Lokaráðgjöf er gefin að loknum bergmálsmælingum að vetrarlagi (janúar-febrúar). Stærð hrygningastofns er metin með óvissu og lögð við gögn um spáða stærð og dreifingu afræningja. Lokaaflamark byggir á öllum bergmælsmælingaleiðöngrum frá hausti að vetri. Niðurstöðurnar eru notaðar sem upphafsgildi í afránslíkanakeyrslum sem gera ráð fyrir mismiklum veiðum fram að hrygningu í mars. Lokaráðgjöf um aflamark er sett sem sá afli sem gæfi p(SSB < Blim) = 114 þús. tonn) < 0.05.
Loðna. Forsendur fyrir stofnmatsárið og í framreikningum.
Breyta | Gildi | Athugasemdir |
|---|---|---|
Ungloðnuvísitala aldur 1 (2023 árgangur) | 57 | Stofnmæling skv. haustmælingu 2024, í milljörðum. |
Ungloðnuvísitala aldur 2 (2022 árgangur) | 1.7 | Stofnmæling skv. haustmælingu 2024, í milljörðum. |
Ungloðnuvísitala aldur 3 (2021 árgangur) | 0.13 | Stofnmæling skv. haustmælingu 2024, í milljörðum. |
Ungloðnuvísitala | 58.9 | Stofnmæling skv. haustmælingu 2024, í milljörðum. |
Loðna. Áætluð þróun stærðar hrygningarstofns (tonn) miðað við veiðar samkvæmt aflareglu.
Grunnur | Afli (2025/2026) | % Breyting á ráðgjöf2) |
|---|---|---|
Aflaregla | 46 384 | 440 |
2) Ráðlagt aflamark fyrir 2026/2025 miðað við ráðlagt aflamark 2025/2024 (8589 t) | ||
Upphafsráðgjöf fyrir 2025/2026 er hærri en núll því vísitala ókynþroska loðnu er hærri en Utrigger.
Gæði stofnmats
Yfirferð í haustleiðangri 2024 er talin fullnægjandi til að gefa áreiðanlegt mat á fjölda í ókynþroska hluta stofnsins.
Aðrar upplýsingar
ICES er aðeins ætlað að skila upphafsráðgjöf sem byggir á því að litlar líkur séu á að ráðgjöf um upphafsaflamark verði hærri en lokaráðgjöf (ICES, 2015). Hafrannsóknastofnun mun uppfæra ráðgjöf um aflamark í kjölfar á bergmálsmælinga í september 2025 (milliráðgjöf) og eftir mælingar í janúar–febrúar 2026; sú ráðgjöf verður lokaráðgjöf um aflamark fyrir vertíðin 2025/2026.
Tímamörkum loðnuvertíðar var breytt árið 2021 með samkomulagi strandríkja, úr 20. júní–15, apríl í 15. október–15. apríl.
Ráðgjöf, aflamark og afli
Loðna. Tillögur um hámarksafla, ákvörðun stjórnvalda um aflamark og afli.
Fiskveiðiár | Upphafstillaga | Lokatillaga | Lokaflamark | Afli alls |
|---|---|---|---|---|
1986/1987 | 1 100 000 | 1 290 000 | 1 334 000 | |
1987/1988 | 500 000 | 1 115 000 | 1 117 000 | |
1988/1989 | 900 000 | 1 065 000 | 1 036 000 | |
1989/1990 | 900 000 | 900 000 | 808 000 | |
1990/1991 | 600 000 | 250 000 | 313 000 | |
1991/1992 | 0 | 740 000 | 677 000 | |
1992/1993 | 500 000 | 900 000 | 788 000 | |
1993/1994 | 900 000 | 1 250 000 | 1 179 000 | |
1994/1995 | 950 000 | 850 000 | 864 000 | |
1995/1996 | 800 000 | 1 390 000 | 926 000 | |
1996/1997 | 1 100 000 | 1 600 000 | 1 569 000 | |
1997/1998 | 850 000 | 1 265 000 | 1 245 000 | |
1998/1999 | 950 000 | 1 200 000 | 1 100 000 | |
1999/2000 | 866 000 | 1 000 000 | 1 000 000 | 931 000 |
2000/2001 | 650 000 | 1 110 000 | 1 090 000 | 1 070 000 |
2001/2002 | 700 000 | 1 300 000 | 1 300 000 | 1 249 000 |
2002/2003 | 690 000 | 1 000 000 | 1 000 000 | 989 000 |
2003/2004 | 555 000 | 875 000 | 900 000 | 743 000 |
2004/2005 | 335 000 | 985 000 | 985 000 | 784 000 |
2005/2006 | 0 | 238 000 | 235 000 | 247 000 |
2006/2007 | 0 | 385 000 | 385 000 | 377 000 |
2007/2008 | 207 000 | 207 000 | 207 000 | 203 000 |
2008/2009 | 0 | 0 | 0 | 15 000 |
2009/2010 | 0 | 150 000 | 150 000 | 151 000 |
2010/2011 | 0 | 390 000 | 390 000 | 391 000 |
2011/2012 | 366 000 | 765 000 | 765 000 | 748 000 |
2012/2013 | 0 | 570 000 | 570 000 | 551 000 |
2013/2014 | 0 | 160 000 | 160 000 | 142 000 |
2014/2015 | 225 000 | 580 000 | 580 000 | 517 000 |
2015/2016 | 53 600 | 173 000 | 173 000 | 173 500 |
2016/2017 | 0 | 299 000 | 299 000 | 297 732 |
2017/2018 | 0 | 285 000 | 285 000 | 287 000 |
2018/2019 | 0 | 0 | 0 | 0 |
2019/2020 | 0 | 0 | 0 | 0 |
2020/2021 | 169 520 | 127 300 | 127 300 | 128 647 |
2021/2022 | 400 000 | 869 600 | 869 600 | 689 200 |
2022/2023 | 400 000 | 459 800 | 459 800 | 330 051 |
2023/2024 | 0 | 0 | 0 | 0 |
2024/2025 | 0 | 8 589 | 8 589 | 9 439 |
2025/2026 | 46 384 |
Heimildir og ítarefni
Anon. 2015. Agreed Record of Conclusions of Coastal State consultations on the management of the capelin stock in the Iceland–East Greenland–Jan Mayen area. 2015. Reykjavík, Iceland. 7–8 May 2015. https://www.regjeringen.no/contentassets/37b66bdf33d84e99924bb27553641719/samledokument-lodde-mai-2015---agreed-records---bilateral-avtale.pdf Last accessed: 31 May 2025.
Anon. 2023. Framework arrangement between Greenland and Iceland on the conservation and management of capelin. Reykjávik, Iceland 3 July 2023. 4 pp. https://www.althingi.is/altext/pdf/154/fylgiskjol/s1655-f_I.pdf Last accessed: 31 May 2025.
ICES. 2015. Report of the Benchmark Workshop of Icelandic Stocks (WKICE), 26-30 January 2015, ICES Headquarters, Copenhangen, Denmark. ICES CM 2015/ACOM:31. 335 pp. https://doi.org/10.17895/ices.pub.5295
ICES. 2023. Benchmark workshop on capelin (WKCAPELIN). ICES Scientific Reports. 5:62. 282 pp. https://doi.org/10.17895/ices.pub.23260388
Stofnmatsskýrslur Hafrannsóknastofnunar 2025. Loðna. Hafrannsóknastofnun, 6. júní 2025.