| Lengd | aldur1 | aldur2 | aldur3 | aldur4 | Heildarfjöldi | Heildarlífmassi (tonn) |
|---|---|---|---|---|---|---|
| 8.5 | 732 | 0 | 0 | 0 | 732 | 1551 |
| 9 | 2506 | 0 | 0 | 0 | 2506 | 6651 |
| 9.5 | 6544 | 0 | 0 | 0 | 6544 | 21177 |
| 10 | 10263 | 0 | 0 | 0 | 10263 | 38412 |
| 10.5 | 10947 | 0 | 0 | 0 | 10947 | 47360 |
| 11 | 7424 | 0 | 0 | 0 | 7424 | 36682 |
| 11.5 | 5555 | 0 | 0 | 0 | 5555 | 32184 |
| 12 | 5990 | 0 | 0 | 0 | 5990 | 39622 |
| 12.5 | 2834 | 138 | 0 | 0 | 2972 | 22260 |
| 13 | 2203 | 130 | 0 | 0 | 2334 | 19963 |
| 13.5 | 1381 | 310 | 0 | 0 | 1691 | 16254 |
| 14 | 891 | 785 | 49 | 0 | 1725 | 18679 |
| 14.5 | 457 | 1043 | 89 | 0 | 1589 | 20307 |
| 15 | 0 | 1727 | 0 | 0 | 1727 | 24940 |
| 15.5 | 49 | 1678 | 49 | 0 | 1776 | 28316 |
| 16 | 0 | 1513 | 81 | 0 | 1594 | 28871 |
| 16.5 | 0 | 2269 | 81 | 0 | 2350 | 46868 |
| 17 | 0 | 1955 | 191 | 0 | 2146 | 47007 |
| 17.5 | 0 | 1805 | 127 | 130 | 2063 | 50780 |
| 18 | 0 | 1107 | 127 | 32 | 1266 | 33371 |
| 18.5 | 0 | 640 | 64 | 64 | 768 | 22299 |
| 19 | 0 | 255 | 49 | 32 | 336 | 10505 |
| 19.5 | 0 | 127 | 64 | 99 | 290 | 8857 |
| 20 | 0 | 0 | 49 | 0 | 49 | 1809 |
Helstu niðurstöður
Stærð veiðstofns loðnu og veiðar úr honum sveiflast milli ára og stjórnast af stærð árganga hverju sinni. Síðan breytingar áttu sér stað upp úr árinu 2000 á uppeldis- og fæðuslóð stofnsins hefur bæði stofnstærð og afli verið minni að jafnaði.
Veiðistofn tveggja síðustu vertíða mældist lítill og veiðar því engar vertíðina 2023/2024 og mjög litlar 2024/2025, en ráðgjöfin var 8 589 tonn.
Vísitala um magn ungloðnu í haustmælingu 2024 var upp á 58,9 milljarða einstaklinga sem samkvæmt aflareglu leiðir til upphafsaflamarks fyrir vertíðina 2025/2026 upp á 46 384 tonn. Sú ráðgjöf verður endurskoðuð í kjölfar haustmælinga í september 2025.
Almennar upplýsingar
Loðna er smávaxin og skammlíf uppsjávarfisktegund. Hún er kaldsjávartegund útbreidd á heimskautsvæðum og jöðrum þeirra í Norður-Atlantshafi og Norður-Kyrrahafi. Loðna á svæðinu kringum Ísland, Austur-Grænland og Jan Mayen er talin vera sérstakur stofn.
Loðnuveiðar hófust á Íslandi um miðjan sjöunda áratuginn. Auk þess að vera mikilvægur nytjastofn er loðna lykiltegund í vistkerfi Íslands. Hún nærist á smáum svifdýrum, sérstaklega krabbaflóm, en einnig á marflóm og ljósátu. Loðna er mikilvæg fæða fyrir þorsk, ufsa, ýsu, lúðu og aðrar nytjafiska. Hún er einnig mikilvæg fæða fyrir hvali og fugla. Þannig gegnir loðnan mikilvægu hlutverki í að flytja orku og næringarefni upp í efri lög fæðuvefsins. Kjörhitastig fyrir loðnu er venjulega 1-3°C á fæðugöngu og er það þá oft við syðsta hluta kalds heimskautasjávar. Loðna gengur í torfum til vetursetu og hrygningarsvæða síðla hausts frá fæðusvæðum norður af Íslandi, austan og suðaustan Grænlands. Hún nálgast landgrunnsbrúnina norðan við Ísland og gengur síðan meðfram henni réttsælis umhverfis landið. Hluti megin göngunnar heldur áfram vestur fyrir land. Hrygning fer fram á grunnsævi í mars–apríl í tiltölulega hlýjum sjó sunnan og suðvestan lands. Hrygningar hefur einnig orðið vart norðan við landið en umfang þeirrar hrygningar hefur verið talið lítið samanborið við heildar magnið sem hrygnir í suðri. Meirihluti loðnunnar deyr eftir hrygningu, yfirleitt þriggja ára gömul, en aðallega hrygnur geta lifað af hrygninguna (Christiansen og fél. 2008). Eftir klak reka loðnulirfur með straumum út á landgrunnið norðan Íslands og í breytilegu magni í Grænlandssund og á landgrunn Austur-Grænlands. Uppeldissvæði loðnunnar eru á hafsvæðum norðan við Ísland og í auknum mæli á landgrunninu við Austur-Grænland (Bardarson o.fl., 2021) frá því í upphafi 21. aldar.
Fiskveiðar
Engar veiðar fóru fram á vertíðinni 2023/2024. Á vetrarvertíð 2025 voru veidd 9439 tonn af loðnu (Mynd 1). Heildarafli loðnunnar frá upphafi er sýndur á Mynd 1 eftir veiðitímabilum og skipting afla íslenskra skipa eftir árum má sjá á Mynd 2.
Breytingar á veiðitækni og veiðimynstri
Engar veiðar fóru fram á vertíðinni 2023/24. Sögulega hefur meirihluti aflans verið tekinn í hringnót. Breytilegt er eftir vertíðum hve mikið hefur verið veitt í flottroll og tengist það aflamarks og hvenær það er gefið út. Talið er að brottkast hafi verið óverulegt.
Stofnmat
Bergmálsmælingaleiðangrar
Loðnustofninn á Íslands-Austur Grænlands-Jan Mayen svæðinu hefur verið metinn með bergmálsmælingum árlega síðan 1978. Mælingar hafa verið gerðar að haustlagi (september–desember) og á veturna (janúar–febrúar). Frekara yfirlit er að finna í stofnviðauka (stock-annex) vinnunefndar Alþjóða hafrannsóknaráðsins sem fjallar um stofninn NWWG, ICES.
Haustmæling 2024
Haustmælingar loðnu hafa það að markmiði að meta stærð bæði fullorðins og uppvaxandi hluta loðnustofnsins (Bardarson og fél. 2024). Frá því árið 2010 hafa haustmælingar hafist í september (og að hluta til seint í ágúst), mánuði fyrr en árin þar á undan. Þetta var gert vegna vandkvæða við að ná utan um útbreiðslu stofnsins vegna hafíss og erfiðra veðurskilyrða síðla hausts á norðvestlægari fæðuslóð en í upphafi 21. aldar (Vilhjálmsson, 2007).
Fyrir hönd Hafrannsóknastofnun tók r/s Árni Friðriksson þátt í leiðangrinum í upphafi, eða þar til þurfti að skipta honum út fyrir f/s Polar Ammassak vegna bilunar í vél Árna. Fyrir hönd Grænlensku náttúrufræðistofnunarinnar (GINR, Greenland Institute of Natural Resources) tók r/s Tarajoq þátt (Mynd 3). Rannsóknasvæðið var á og meðfram landgrunnsbrún Austur-Grænlands frá um 64°30´N að um 72°15´N, og náði einnig yfir Grænlandssund og landgrunnsbrúnina norðvestan við Ísland. Íslandshaf, Kolbeinseyjarhryggur og Grænlandshaf voru einungis könnuð lítillega vegna tímaskorts og af sömu ástæðum voru sjórannsóknir og sýnataka á dýrasvifi takmarkaðar samanborið við fyrri ár. Tafir urðu einnig vegna slæms veðurs.
Almennt takmarkaði hafís ekki yfirferð rannsóknaskipanna, þó höfðu borgarís og skortur á kortlagningu hafsbotns stundum áhrif á leiðarlínur og takmarkaði hve nálægt strönd Grænlands hægt var að komast(Mynd 3).
Kynþroska loðna sást aðallega utan landgrunnsins út af Vestfjörðum og norðvestan við Ísland (Mynd 4). Í vestanverðu Grænlandssundi var kynþroska loðna blönduð við ókynþroska loðnu, en loðnan austar var að mestu kynþroska. Líkt og á síðasta ári náði útbreiðsla kynþroska loðnu aðeins skammt austur af Grænlandssundi og það er aftur mikil breyting frá athugunum haustið 2022, þegar kynþroska loðnu var að finna meðfram landgrunnshlíðum Austur-Grænlands á svæðinu suður, austur og norður af Scoresbysundi. Það fannst heldur engin loðna vestan við Jan Mayen hrygg eða Kolbeinseyjarhrygg. Almennt voru engin merki um verulegt magn loðnu austan við Kolbeinseyjarhrygg né meðfram landgrunnshlíðum út af norðurlandi. Norðan og norðvestan við Ísland og með suðvesturhluta grænlenska landgrunnsins var að finna ungviði (0-grúppa) af ýmsum tegundum, þar á meðal loðnu sem var ekki magngreind. Ókynþroska loðna var víða á grænlenska landgrunninu, aðallega á suðvesturhluta rannsóknasvæðisins og í Grænlandssundi (Mynd 4).
Heildar lífmassi loðnu mældist 624 722 tonn. Tafla 1 gefur fjölda og lífmassa mismunandi stofnhluta skipt eftir aldri og lengd.
Söguleg þróun meðalþyngdar eins til tveggja ára ungloðnu í haustmælingum er sýnd á Mynd 5 og meðalþyngdar eins til 4 ára kynþroska loðnu á Mynd 6. Meðalþyngd eins og tveggja ára ókynþroska loðnu hefur aukist með tímanum, sérstaklega eftir 2000. Eldri aldurshópar hafa hærri meðalþyngd eins og við er að búast. Meðalþyngd 3 ára ókynþroska (Mynd 5) og 4 ára kynþroska (Mynd 6) loðnu er breytilegust.
Loðnuleiðangrar veturinn 2024/2025
Desember 2024
Fyrsta vetrarrannsóknin var framkvæmd í desember 2024 með þátttöku f/s Aðalsteinn Jónsson (Mynd 7). Farið var í þennan leiðangur að tillögu SFS og var það mat Hafrannsóknastofnunar að hann gæti skilað verðmætum upplýsingum. Markmið leiðangursins var að meta dreifingu loðna á fyrstu stigum göngu inná landgrunnið og hversu langt suður og austur hún næði, til að hafa til hliðsjónar við skipulagningu heildarmælingar á stofninum í janúar. Niðurstöður þessa leiðangurs voru ekki notaðar í stofnmati. Slæmt veður hamlaði rannsókninni, og aðeins varð vart við fáeinar loðnutorfur. Um 30 000 tonn af hrygningarloðnu voru mældust, aðallega nálægt Kolbeinseyjarhrygg.
Janúar 2025
Önnur vetrarmæling var framkvæmd frá 15. til 28. janúar 2025 með þátttöku r/s Árna Friðrikssonar og f/s Barða, Heimaeyjar og Polar Ammassak (Mynd 8). Settar voru út leiðarlínur með yfirferð innan þriggja svæða austan, norðan og norðvestan við Ísland. Í leiðangrinum fannst mest af kynþroska loðnu norðaustan og austan lands (Mynd 8). Ungloðna fannst í mestum mæli syðst á norðvestursvæði, í Grænlandssundi. Hrygningarstofn var metinn 180 000 tonn fyrir Austurlandi og um 50 000 tonn á norðvestursvæði. Tafla 2 gefur fjölda og lífmassa mismunandi stofnhluta skipt eftir aldri og lengd.
| Lengd | aldur2 | aldur3 | aldur4 | aldur5 | Heildarfjöldi | Heildarlífmassi (tonn) |
|---|---|---|---|---|---|---|
| 8.5 | 74 | 5 | 0 | 0 | 80 | 160 |
| 9 | 398 | 0 | 0 | 0 | 398 | 1001 |
| 9.5 | 339 | 0 | 0 | 0 | 339 | 1075 |
| 10 | 673 | 0 | 0 | 0 | 673 | 2372 |
| 10.5 | 1021 | 0 | 0 | 0 | 1021 | 4127 |
| 11 | 1416 | 0 | 0 | 0 | 1416 | 6798 |
| 11.5 | 1195 | 0 | 0 | 0 | 1195 | 6705 |
| 12 | 1943 | 3 | 0 | 0 | 1946 | 12325 |
| 12.5 | 1118 | 33 | 0 | 0 | 1151 | 8507 |
| 13 | 969 | 3 | 33 | 0 | 1005 | 8304 |
| 13.5 | 882 | 78 | 0 | 0 | 960 | 9036 |
| 14 | 461 | 230 | 0 | 0 | 691 | 7575 |
| 14.5 | 235 | 429 | 0 | 0 | 664 | 8327 |
| 15 | 237 | 642 | 42 | 0 | 921 | 12796 |
| 15.5 | 38 | 945 | 0 | 0 | 983 | 15715 |
| 16 | 13 | 983 | 22 | 0 | 1018 | 18346 |
| 16.5 | 73 | 1467 | 35 | 0 | 1574 | 31573 |
| 17 | 0 | 1508 | 211 | 0 | 1718 | 38842 |
| 17.5 | 0 | 1061 | 177 | 0 | 1238 | 31362 |
| 18 | 0 | 1261 | 165 | 0 | 1427 | 39999 |
| 18.5 | 0 | 815 | 69 | 46 | 930 | 28600 |
| 19 | 0 | 373 | 6 | 0 | 380 | 12314 |
| 19.5 | 0 | 108 | 13 | 0 | 120 | 3969 |
| 20 | 0 | 28 | 3 | 0 | 31 | 1159 |
Þriðja vetrarloðnumælingin fór fram út af Austur- og Suðausturlandi með þátttöku f/s Polar Ammassak og Aðalsteins Jónssonar frá 27. til 31. janúar (Mynd 9). Leiðangurinn var settur upp sem tvær sjálfstæðar yfirferðir (hvor á móti annarri) með það að markmiði að endurtaka fyrri janúarmælinguna. Leiðangurinn var farinn að tillögu SFS og það var mat Hafrannsóknastofnunar að hann gæti skilað vísindalegum niðurstöðum. Mælt á móti almennri göngustefnu loðnunnar (Mynd 9) öfugt við fyrr í mánuðinum. Magn kynþroska loðnu sem mældist fyrir austurlandi var minna (130 000 tonn) en í fyrri yfirferð í janúar (frá 15. til 28. janúar, Mynd 8). Rannsóknasvæðið í seinni janúaryfirferðinni var takmarkaðra en í þeirri fyrri og vísbendingar voru um að einhver loðna hefði verið gengin af svæðin (könnun Polar Ammassak grunnt úti fyrir Norðfirði og Mjóafirði). Engin loðnusýni voru tekin í þessari yfirferð. Því leit Hafrannsóknastofnunin svo á að ekki hefði náðst yfir alla loðnu á svæðinu í þessari yfirferð og að fyrri janúaryfirferðin væri betra mat á stærð stofnins.
Febrúar 2025
Fjórða vetrarrannsóknin fór fram frá 8. til 19. febrúar (Mynd 10) með þátttöku r/s Árna Friðrikssonar, f/s Heimaeyjar og f/s Polar Ammassak. Meginmarkmið þessa leiðangurs var að meta hvort meiri afi loðnu hefði gengið á svæðið úr norðri, eða undan hafís sem var á svæðinu norðan og norðvestan við Vestfirði og Norðurland í fyrri mælingu á svæðinu (Mynd 10). Kynþroska loðna fannst aðallega norður af Vestfjörðum og Norðurlandi og var metin alls 98 200 tonn. Þetta mat bendir til þess að meiri loðna hefði gengið inná svæðið frá því í janúar (en þá mældust um 50 000 tonn á þessum slóðum). Hafrannsóknastofnun telur að þessi yfirferð gefi betri mynd af magni loðnu á norðvestursvæðinu og notaði hana við stofnmat með fyrri janúarmælingu á austursvæðinu. Tafla 3 gefur fjölda og lífmassa mismunandi stofnhluta skipt eftir aldri og lengd.
| Lengd | aldur2 | aldur3 | aldur4 | Heildarfjöldi | Heildarlífmassi (tonn) |
|---|---|---|---|---|---|
| 8.5 | 13 | 0 | 0 | 13 | 21 |
| 9 | 13 | 0 | 0 | 13 | 23 |
| 9.5 | 38 | 0 | 0 | 38 | 102 |
| 10 | 128 | 0 | 0 | 128 | 382 |
| 10.5 | 192 | 0 | 0 | 192 | 677 |
| 11 | 244 | 0 | 0 | 244 | 1002 |
| 11.5 | 349 | 0 | 0 | 349 | 1696 |
| 12 | 467 | 0 | 0 | 467 | 2609 |
| 12.5 | 634 | 13 | 0 | 647 | 4152 |
| 13 | 490 | 0 | 0 | 490 | 3565 |
| 13.5 | 560 | 28 | 0 | 588 | 4917 |
| 14 | 275 | 87 | 0 | 362 | 3637 |
| 14.5 | 190 | 105 | 0 | 295 | 3325 |
| 15 | 270 | 129 | 8 | 406 | 5323 |
| 15.5 | 172 | 216 | 23 | 411 | 6008 |
| 16 | 69 | 450 | 36 | 555 | 9077 |
| 16.5 | 72 | 583 | 23 | 679 | 12219 |
| 17 | 72 | 519 | 64 | 655 | 13051 |
| 17.5 | 8 | 581 | 90 | 679 | 15411 |
| 18 | 13 | 352 | 46 | 411 | 10525 |
| 18.5 | 0 | 383 | 39 | 422 | 11707 |
| 19 | 0 | 175 | 23 | 198 | 6043 |
| 19.5 | 0 | 129 | 15 | 144 | 4822 |
| 20 | 0 | 67 | 15 | 82 | 2945 |
Fimmti leiðangurinn, sem SFS lagði til að yrði farinn og Hafrannsóknastofnun var tilbúin að taka þátt í, hafði sama markmið og fjórða yfirferð, þ.e. að kanna hvort meiri magni af loðnu hefði gengið inn á svæðið norður og norðvestur af landinu. Leiðangurinn fór fram 24.–28. febrúar (Mynd 11) með þátttöku f/s Aðalsteins Jónssonar og Polar Ammassak. Alls mældust 75 000 tonn af kynþroska loðnu þannig að engin teikn vorum um viðbótargöngu inná svæðið. Þessi leiðangur var skipulagður með gisnari yfirferð til að komast yfir svæðið í Grænlandssundi í takmörkuðum veðurglugga, sem annars gæti hafa leitt til þess að yfirferðin næði illa utan um stofninn. Því voru niðurstöðurnar ekki notaðar í stofnstærðarmati.
Að teknu tilliti til upplýsinganna hér að ofan, er lokamat kynþroska hluta loðnustofnsins (veiðistofns) byggt á fyrri yfirferð í janúar fyrir Austurlandi (Mynd 8) og fyrri yfirferð í febrúar norður af Vestfjörðum (Mynd 11). Niðurstaðan var 278 000 tonn alls (180 000 tonn í janúar og 98 200 tonn í febrúar).
Niðurstöður afránslíkans og lokaráðgjöf fyrir fiskveiðiárið 2024/2025
Að loknu stofnmati byggðu á leiðangursniðurstöðum með óvissumati voru 100 þúsund slembivalshermanir hrygningarstofns með endurísetningu notaðar sem upphafsgildi fyrir keyrslur afránslíkans. Niðurstöður afránslíkansins eru gefnar í Tafla 4 og sýndar á Mynd 13 og Mynd 14.
| meðatal | 5% | 25% | 50% | 75% | 95% | |
|---|---|---|---|---|---|---|
| SSB | 210.19 | 113.33 | 162.11 | 203.34 | 250.67 | 330.94 |
| Predation | 114.81 | 72.98 | 94.67 | 112.25 | 132.40 | 165.10 |
Líkanið (ICES 2023, ICES 2024) tekur til afráns helstu fisktegunda á göngutíma loðnunnar frá 15. janúar til 15. mars. Flæðirit sem sýnir hvernig líkanið er uppsett má finna á Mynd 12.
Afránslíkanið (ICES 2023, ICES 2024) á við um þann hluta loðnustofnsins sem gengur réttsælis í kringum Ísland. Flest ár hefur meirihluti stofnsins farið þessa leið, og næstum öll veiði hefur verið tekin úr þessum hluta stofnsins. Gert er ráð fyrir að allur loðnustofninn sé fyrir austan 15. janúar, og 15. mars er gert ráð fyrir að allur loðnustofninn hrygni í suður- og suðvesturhlutanum, með hærra hlutfalli í suðvestri. Gert er ráð fyrir að afræningjarnir (þorskur, ýsa og ufsi) séu dreifðir í samræmi við meðaldreifingu þeirra í stofnmælingu botnfiska í mars frá 1985 fram að síðasta ári. Heildarfjöldi í stofnum afræningja er byggður á spá fyrir núverandi ár útfrá á mati fyrra árs.
Mat á stærð veiðistofnsins byggir á samantekt haustmælingar (með vogtölu 1/3) og vetrarmælingar (með vogtölu 2/3), sem báðar eru taldar hafa náð yfir útbreiðslu kynþroska hluta stofnsins. Niðurstöður þessara mælinga voru svipaðar. Vetrarmælingin er byggð á niðurstöðum janúarmælingar fyrir svæðið austan Kolbeinseyjarhryggjar (CV=0.36) og febrúarmælingar fyrir vesturhlutann (CV=0.33)(Tafla 5). Vetrarmæling í janúar gaf lægra mat á veiðistofni en haustmæling. Hins vegar sýndi vetrarmæling í febrúar að bæst hafði við kynþroska hluta stofnsins. Því voru niðurstöður úr tveimur vetrarmælingum (janúar og febrúar) notaðar ásamt haustmælingu til að spá fyrir um stöðu og þróun loðnastofnsins, þ.e. sem upphafsgildi afránslíkans.
Athugið að það var nauðsynlegt að endurskoða kvörðun dýptarmælis eins skipanna sem tóku þátt í haustleiðangri 2024 (Polar Ammassak) eftir að ráðgjöf var birt í október 2024. Þetta leiddi til 10 000 tonna hækkunar á mati stærðar veiðistofns. Þessi leiðrétting hefði ekki leitt til breytinga á ráðgjöf í október 2024.
Upphafsráðgjöf fyrir fiskveiðiárið 2025/2026
Upphafsráðgjöf er gefin fyrir vertíðina 2025/26 því vísitala ókynþroska í haustleiðangri 2024 (sjá Undirkafli 4.2) er 58.9 milljarðar, sem er hærra en Utrigger (50 milljarðar). Byggt á aflareglunni (sjá Undirkafli 7.1), er upphafsaflamark 46 384 t fyrir fiskveiðiárið 2025/2024 (Mynd 15).
Fiskveiðistjórnun
Samþykkt fiskveiðistjórnunaráætlun og aflaregla
Strandríkin Ísland, Grænland og Noregur hafa komist að samkomulagi (Anon. 2015; Anon. 2023) um að nota eftirfarandi aflareglu (HCR) sem grundvöll fiskveiðistjórnunar, byggt á reglu sem var þróuð og yfirfarin hjá ICES (ICES, 2015; ICES, 2023a).
Markmið aflareglunnar er að setja lokaaflamark (final TAC) sem tryggir með 95% líkum að eftir standi að lágmarki 114 þús. tonn til hrygningar. Til þess að þetta náist er farið til bergmálsmælinga á tímabilinu frá september til febrúar og rágjöf um aflamark gefin í þremur skrefum: sem upphafsaflamark, milliaflamark og lokaaflamark.
Upphafsráðgjöf fyrir næsta fiskveðiár er gefin byggt á mati á stærð ókynþroska hluta stofnsins (Uimm) að loknum bergmálsmælingum að hausti (september–október).
Tveir fastar eru ákveðnir:
Utrigger = 50 milljarðar ókynþroska loðnu.
TACMax = 400 þús. tonn þegar U > 127 milljarðar ókynþroska.
Aðferðin við að setja upphafs/bráðabirgðaaflamark er:
TAC = 0 ef Uimm < 50 milljarðar.
TAC = 5.2 x (Uimm - Utrigger) þús. tonn fyrir Uimm á bilinu 50–127 milljarðar.
TAC = 400 þús. tonn fyrir Uimm > 127 milljarðar.
Milliráðgjöf fyrir yfirstandandi fiskveðiár er gefin að loknum bergmálsmælingum að hausti. Stærð kynþroska hluta stofnsins (SSB) er metin með óvissu og lögð við gögn um spáða stærð og dreifingu afræningja, og notuð sem upphafsgildi í afránslíkanakeyrslum sem gera ráð fyrir mismiklum veiðum fram að hrygningu í mars. Milliráðgjöf um aflamark er sett sem 2/3 af þeim afla sem gæfi p(SSB < Blim) = 114 þús. tonn) < 0.05.
Lokaráðgjöf er gefin að loknum bergmálsmælingum að vetrarlagi (janúar–febrúar). Stærð hrygningastofns (SSB) er metin með óvissu og lögð við gögn um spáða stærð og dreifingu afræningja. Lokaaflamark byggir á öllum bergmælsmælingaleiðöngrum frá hausti að vetri. Niðurstöðurnar eru notaðar sem upphafsgildi í afránslíkanakeyrslum sem gera ráð fyrir mismiklum veiðum fram að hrygningu í mars. Lokaráðgjöf um aflamark er sett sem sá afli sem gæfi p(SSB < Blim) = 114 þús. tonn) < 0.05.
Niðurstöður rýnihópa og þróun aflareglu og fiskveiðistjórnunar fyrir loðnu
Frá upphafi níunda áratugarins var veiðum stýrt þannig að 400 000 tonn voru skilin eftir til hrygningar (án þess að taka tillit til óvissu í matinu). Til að spá fyrir um aflamark næsta fiskveiðitímabils var þróað líkan snemma á tíunda áratugnum (Mynd 16)(Guðmundsdóttir og Vilhjálmsson, 2002). Þessi líkön voru ekki samþykkt af rýnifundinum WKSHORT 2009.
Ný aflaregla og fiskveiðistjórnunaráæltun var samþykkt af rýnifundum WKICE árið 2015 og WKCAPELIN 2022 með minniháttar breytingum sem strandríkjafundur samþykkti að miða ráðgjöf við (Mynd 16). Sjá WKICE (ICES, 2015), WKCAPELIN (ICES, 2023b) og stofnviðauka fyrir loðnu á svæðinu Ísland–Austur Grænland–Jan Mayen.
Á fundi WKICE var Blim sett 150 þús. tonn (ICES, 2015) en í kjölfar WKCAPELIN var Blim lækkað í 114 þús. tonn (Mynd 16).
Upphafsráðgjöf (bráðbirgðaráðgjöf) leggur til aflamark byggt á einföldu spálíkani sem byggir á línulegu sambandi sögulegra mælinga á fjölda ókynþroska að hausti og samsvarandi lokaráðgjöf næstum 1 og 1/2 ári síðar. Byggt á þessu sambandi er lagt til bráðabrigða- eða upphafsaflamark fyrir komandi fiskveiðiár.
Milliráðgjöf og lokaráðgjöf er ákvörðuð þannig að meira en 95% líkur séu á að skilin verði eftir að lágmarki 114 þús. tonn (= Blim) til hrygningar 15. mars. Hafrannsóknastofunun notaði þessa aflareglu í fyrsta sinn fiskveiðárið 2015/2016.
Til viðbótar samþykktri aflareglu lagði WKCAPELIN til að milliráðgjöf að loknum haustleiðangri yrði sett 2/3 af niðurstöðun afránslíkans.
Viðmiðunarmörk
Blim var skilgreint sem 114 000 tonn á fundi WKCAPELIN (ICES, 2023b). Utrigger er skilgrein sem 50 milljarðar (ICES, 2015). Engin önnur viðmiðunarmörk eru skilgreind fyrir þennan stofn.
Staða stofnsins
Lífmassi veiðistofns metinn 318 000 tonn í október 2024, og 278 000 tonn í janúar og febrúar 2025. Afránslíkan (ICES, 2015), sem tekur mið af veiðum (í þessu tilfelli vetrarveiði upp á 8 589 tonn) og afráni á milli mælinga og hrygningar af völdum þorsks, ufsa og ýsu, áætlaði að 180 000 tonn yrðu eftir til hrygningar vorið 2025. Að teknu tilliti til óvissumatsins voru meiri en 95% líkur á að að minnsta kosti 114 000 tonn yrðu skilin eftir til hrygningar, ef veidd yrðu 8 589 tonn af loðnu, sem var lokaráðgjöf yfir fiskveiðiárið 2024/2025. Bergmálsmæling á ókynþroska loðnu úr haustleiðangri í september 2024 var 58,5 milljarðar. Upphafsráðgjöf samkvæmt aflareglunni fyrir loðnuvertíðina 2025/26 byggt á þeim fjölda er 46 384 tonn og er gefin út af ICES í júní 2025.
Áætluð stærð hrygningarstofns (SSB) á hrygningartíma (mars-apríl) hefur verið endurreiknuð fyrir árin 1981–2023 (Mynd 18), með líkaninu sem var tekið upp 2015 og 2023. Endurmatið tekur mið af óvissu í bergmálsmælingum og beitir afránslíkani sem var innleitt árið 2015. Óvissan í bergmálsmælingum var endurreiknuð fyrir árin 2002-2006 og 2012-2014 með því að endurreikna bergmálsvísitölur og beita slembivalshermunum með endurísetningu (e. bootstrapping). Fyrir tímabilið frá 2015 hefur óvissan verið tiltæk þar sem ráðgjöf hefur verið veitt út frá nýrri aflareglu. Fyrir fyrri ár var óvissan í bergmálsmælingum áætluð með því að skoða leiðangurs skýrslur sem og texta frá Hjálmari Vilhjálmssyni (1994). Áætlað var að óvissutölurnar (CV) væru á bilinu 0,15-0,25 og voru þær notaðar sem margfaldari í lognormal dreifingu yfir meðalgildi frá sömu heimildum.
Óvissa í mati og framreikningum
Óvissa í mati og framreikningum er háð gæðum bergmálsmælingam, m.t.t. yfirferðar, skilyrða til mælinga og dreifingar loðnunnar. Þannig leiðir blettótt dreifing til hás breytileikastuðuls en jafndreifð hins gagnstæða.
Óvissan er áætluð með slembivalshermunum með endurísetningu (sjá WKICE 2015). Frávikshlutfall (CV) fyrir mat á óþroska hluta stofnsins var áætlað 0,15 og 0,25 fyrir veiðistofninn í haustmælingunni 2024. Í tveimur vetrarmælingum í janúar (fyrir svæðið austan Kolbeinseyjarhryggs) og febrúar (fyrir vestursvæðið) sem notaðar voru í stofnmati 2025 var það 0,36 og 0,33.
Þó að haustmæling 2024 hafi verið háð tímatakmörkunum virðist hafa náðst um dreifingu bæði ókynþroska og kynþroska hluta stofnsins. Lokamat á stærð veið loðnu var byggt á samantekt haustmælingar og tveggja vetrarmælinga í janúar og febrúar. Stærð veiðistofns var metin minni í vetrarmælingum 2025 en haustið 2024.
Þó að lokamat veiðistofns að vetri hafið verið fe gið með samantekt tveggja leiðangra sem fóru fram með næstum mánaðar millibili er ekki litið svo á að það hafi aukið stofnmatsóvissu. Ástæðan er sú, að teknu tilliti til gönguatferlist loðnustofnsins, er næsta víst að kynþroska loðna sem var mæld fyrir Austurlandi í janúar var ekki mælda að nýju í febrúar norðvestur af Íslandi. Ennfremur þær yfirferðir sem voru lagðar til grundvallar lokamati voru þær heildstæðustu af öllum leiðangrum veturinn 2024/2025.
Í þessum leiðöngrum voru mismunandi loðnudreifingar mældar ýmist með eða á móti göngustefnu, það getur valdið bjögun og óvissu í niðurstöðum sem erfitt getur verið að leggja mat á.
Samanburður við fyrra mat
Fyrir fiskveiðiárið 2024/2025 var hvorki ráðlagt upphafsaflamark né aflamark að hausti með milliráðgjöf. Að loknum vetrarmælingum 2025 var lagt til að afli yrði ekki meiri en 8 589 t. Mat á lífmassa var svipað haustin 2023 og 2024, en fjöldi ókynþroska var metinn hærri haustið 2024 en árið á undan.
Stjórnun fiskveiða
Loðnuvertíðin hefur frá árinu 1975 byrjað á tímabilinu frá lokum júní til júlí/ágúst þegar rannsóknir á ungloðnu árið áður hafa leitt til þess að upphafsaflamark (bráðabirgða) er sett. Á sumrin er aðgengi að dýrasvifi í hámarki og loðnustofninn nærist á stórum svæðum milli Íslands, Grænlands og Jan Mayen, og vex þá hratt í lengd, þyngd og fitumagni. Í lok september/byrjun október lýkur þessu hraða vaxtarskeiði. Vöxturinn er hraðastur fyrstu tvö árin, en þyngdaraukningin er mest árið fyrir hrygningu (Vilhjálmsson, 1994).
Með hliðsjón af mikilli þyngdaraukningu sumarið fyrir hrygningu er líklegt að kynþroska fiskur gefi meiri lífmassa á hausti en að sumri, jafnvel þó náttúruleg dánartíðni sé ekki vel þekkt á þessu tímabili. Þetta ætti að hafa í huga varðandi besta tímann til veiða með tilliti til aflamagns, verðmætis og vistfræðilegra áhrifa. Þetta er einnig stutt af upplýsingum um loðnu í Barentshafi þar sem sýnt hefur verið fram á að veiðar á haustin myndu hámarka aflann, en frá vistfræðilegu sjónarmiði væri vetrarveiði æskilegri (Gjøsæter o.fl., 2002). Þar sem líffræði þessara tveggja loðnustofna og hlutverk í vistkerfinu eru svipuð, er talið að þetta eigi einnig við um loðnu á Íslandi, Austur-Grænlandi og Jan Mayen - þar til þessi stofn hefur verið rannsakaður nánar.
Í haustrannsóknum finnast ungloðna og fullorðin loðna oft saman. Þetta ætti að hafa í huga við sumar- og haustveiðar þar sem ekki er vitað um lifunartíðni ungloðnu sem sleppur í gegnum trollmöska.
Áhrif á vistkerfið
Loðna er undirstöðutegund í fæðu margra helstu nytjastofna við Ísland og búast má við að ef breyting verður á útbreiðslu hennar, þá muni það hafa áhrif á framleiðni afræningja.
Mikilvægi loðnu við Austur-Grænland er ekki vel skjalfest en átak hefur verið aukið til muna í haustmælingum til að meta hlutverk loðnu í lífríkinu, t.d. með rannsóknum á áti loðnu, mati á fæðuframboði, útbreiðslu afræningja og umhverfisvöktun.
Á Íslandsmiðum er loðnan helsta einstaka fæðutegundin í fæðu þorsks, en hún er einnig lykilbráð nokkurra tegunda sjávarspendýra og sjófugla og er einnig mikilvæg fæða nokkurra annarra nytjafisktegunda (sjá t.d. Vilhjálmsson, 2002, Singh o.fl.. 2023).
Reglugerðir og áhrif þeirra
Í gegnum árin hafa veiðar verið bannaðar í apríl fram að júnílokum og vertíðin hefur hafist í júlí/ágúst eða seinna, allt eftir ástandi stofnsins.
Svæðum þar sem mikið er um ungviði 1 og 2 ára (á landgrunnssvæðinu við NV-, N- og NA-Ísland) hefur yfirleitt verið lokað fyrir sumar- og haustveiði.
Heimilt er að flytja afla úr nót eins skips yfir á annað skip, til að forðast brottkast. Ef aflinn er umfram burðargetu skipsins og ekkert annað skip er í nánd er þó leyfilegt að sleppa niður umfram afla. Undanfarin ár hefur slíkt brottkast ekki verið algengt. Vinnsluskip hafa ekki leyfi til að henda loðnu til að samræma afla vinnslugetu.
Á Íslandsmiðum eru veiðar með flotvörpu eingöngu leyfðar á takmörkuðu svæði undan NA-landi (veiðar í janúar) til að vernda ungloðnu og til að draga úr hættu á að hafa áhrif á hrygningargönguleiðina.
Sem varúðarráðstöfun til að vernda ungloðnu hafa strandríkin (Ísland, Grænland og Noregur) samþykkt að frá og með 2021 skuli veiðar ekki hefjast fyrr en 15. október.
Heimildaskrá
Anon. 2015. Agreed Record of Conclusions of Coastal State consultations on the management of the capelin stock in the Iceland–East Greenland–Jan Mayen area. Reykjavík, Iceland. 7–8 May 2015. https://www.regjeringen.no/contentassets/37b66bdf33d84e99924bb27553641719/samledokument-lodde-mai-2015---agreed-records---bilateral-avtale.pdf. Last accessed: 17 November 2022.
Anon. 2023. Framework arrangement between Greenland and Iceland on the conservation and management of capelin. 2023. Reykjávik, Iceland 3 July 2023. 4 pp. https://www.althingi.is/altext/pdf/154/fylgiskjol/s1655-f_I.pdf Last accessed: 31 May 2025.
Bardarson, B, Heilman, L, Jonsson, SÞ and Jansen, T 2024. Cruise report of acoustic assessment of the Iceland-East Greenland-Jan Mayen capelin stock in the autumn 2024. Kver Hafrannsóknastofnunar. KV2024-10. 18 pp.
Bardarson, B, Gudnason, K, Singh, W, Petursdottir, H, & Jonsson, SÞ (2021). Loðna (Mallotus villosus). Í Guðmundur J. Óskarsson (ritstj.), Staða umhverfis og vistkerfa í hafinu við Ísland og horfur næstu áratuga. Haf- og vatnarannsóknir, HV 2021-14, 31–34.
Christiansen, JS, Præbel, K, Siikavuopio, SI, Carscadden, JE 2008. Facultative semelparity in capelin Mallotus villosus (Osmeridae)-an experimental test of a life history phenomenon in a sub-arctic fish, Journal of Experimental Marine Biology and Ecology, Volume 360, Issue 1, 2008, Pages 47-55, ISSN 0022-0981, https://doi.org/10.1016/j.jembe.2008.04.003.
Engilbertsson, V, Óskarsson, GJ and Marteinsdóttir, G (2012). Inter-annual Variation in Fat Content of the Icelandic Capelin. ICES CM 2013/N:26.
Gjøsæter, H, Bogstad, B, and Tjelmeland, S 2002. Assessment methodology for Barents Sea capelin, Mallotus villosus (Müller). – ICES Journal of Marine Science, 59: 1086–1095.
Gudmundsdottir, A, and Vilhjálmsson, H 2002. Predicting Total Allowable Catches for Icelandic capelin, 1978–2001. ICES Journal of Marine Science, 59: 1105–1115.
Gudmundsdottir, A, and Sigurdsson, Th 2014. Growth of capelin in the Iceland-East Greenland-Jan Mayen area. NWWG 2014/WD:29.
ICES. 2015. Report of the Benchmark Workshop on Icelandic Stocks (WKICE), 26-30 January, 2015. ICES Headquarters. ICES CM 2015/ACOM:31. 335 pp.https://doi.org/10.17895/ices.pub.5295
ICES. 2023. Benchmark workshop on capelin (WKCAPELIN). ICES Scientific Reports. 5:62. 282 pp. https://doi.org/ices.pub.23260388
ICES 2024. Capelin (Mallotus villosus) in subareas 5 and 14 and Division 2.a west of 5°W (Iceland and Faroes grounds, East Greenland, Jan Mayen area). ICES Advice: Recurrent Advice. Report. https://doi.org/10.17895/ices.advice.25663980.v1
Jansen, T, Hansen, FT, Bardarson, B 2021. Larval drift dynamics, thermal conditions and the shift in juvenile capelin distribution and recruitment success around Iceland and East Greenland. Fisheries Research 236.
Hafrannsóknastofnun. 2024. Astand nytjastofna sjávar og ráðgjöf 2024,ráðgjöf um loðna. Hafrannsóknastofnun, 11 October 2024.
Singh, W, Ólafsdóttir, AH, Jónsson, SÞ, Óskarsson, GJ 2023. Capelin in a changing environment. Haf- og vatnarannsóknir, HV 2023-43. https://www.hafogvatn.is/static/research/files/capelin_2023_eng.pdf
Vilhjálmsson, H 1994. The Icelandic capelin stock. Capelin, Mallotus villosus (Müller), in the Iceland– Greenland–Jan Mayen area. Rit Fiskideildar, 13: 281 pp.
Vilhjálmsson, H 2002. Capelin (Mallotus villosus) in the Iceland–East Greenland–Jan Mayen ecosystem.ICES Journal of Marine Science: Journal du Conseil, 59: 870–883.
Vilhjálmsson, H 2007. Impact of changes in natural conditions on ocean resources. Law, science and ocean management 11, 225.