SÍLD

Clupea harengus


Stofnmatskýrslur
Birt af

Hafrannsóknastofnun

Birt

6. júní 2025

Helstu niðurstöður

  • Hrygningarstofn síldar var stór árið 2007 en minnkaði jafnt og þétt fram til ársins 2017 þrátt fyrir lítinn afla. Þessa hnignun má rekja til sýkingadauða af völdum Ichthyophonus sýkingarinnar og lélegrar nýliðunar,

  • Árgangarnir 2017-2019 eru stórir og vegna þessa hefur hrygningarstofninn stækkað síðan 2020 en er nú á niðurleið þar sem nýliðun síðustu ára er ekki góð.

  • Heildarmat bergmálsleiðangranna á tímabilinu 2024/2025 náði hæstu vísitölu frá upphafi, en veruleg óvissa í kringum matið hefur áhrif á stofnmatið.

  • Veiðidánartala síldar hefur verið breytileg síðan 1980, náð hámarki á 9. áratug en svo farið lækkandi síðustu ár.

Almennar upplýsingar

Íslenska sumargotssíldin (Clupea harengus) er uppsjávarfiskur sem er að finna allt í kringum landið. Hún lifir á breiðu dýptarsviði frá yfirborði og niður á 400m dýpi og við hitastig frá 1-15°C (Jakobsson 2000). Aðalvetursetustöðvar hennar, svo og veiðisvæði, hafa ýmist verið grunnt eða djúpt úti af Austur- eða Vesturlandi eða grunnt út af Suðurlandi (Jakobsson 1980, Óskarsson o.fl. 2009). Síldin hrygnir í júlí, og eru hrygningarstöðvar hennar að finna meðfram suður- og suðvesturströnd Íslands (Óskarsson og Taggart 2009, Jakobsson o.fl. 1969). Eftir klak hrogna á botninum berast lirfur norður fyrir land með straumum og eru helstu uppeldisstöðvar að finna í fjörðum fyrir norðvestan og norðan land (Guðmundsdóttir o.fl. 2007).

Leiðangrar

Lýsing

Gögn sem notuð eru við stofnmat á sumargotssíld eru fengin frá árlegum bergmálsleiðöngrum sem hafa verið farnir síðan 1973 en gögn frá 1988 eru notuð í stofnmati (Tafla 1). Vanalega eru þessir leiðangrar á tímabilinu október–mars/apríl. Leiðangurssvæðið er ákveðið út frá fyrirliggjandi upplýsingum um dreifingu stofnsins frá veiðum á fyrri og yfirstandandi ári. Stærð yfirferðasvæðis leiðangranna er breytilegt milli ára, en markmiðið er að ná yfir allan veiðistofninn á hverju ári.

Tafla 1: Síld. Bergmálsvísitölur (í milljónum) mælt 1987/88–2024/25 þar sem aldur vísar til hausts ár hvert (1988 vísar til 1987/1988)
Ár
Aldur
3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 Total
1988 115.5 401.2 858.0 308.1 57.1 32.5 70.4 36.7 23.6 18.4 24.3 10.1 8.8 1,964.8
1989 635.7 201.3 232.8 381.4 188.5 46.4 25.8 32.8 17.4 10.4 9.1 5.4 8.1 1,795.2
1990 138.8 655.4 179.4 278.8 593.0 179.7 22.2 21.8 13.1 9.9 2.0 NA NA 2,093.9
1991 403.7 132.2 258.6 94.4 191.1 514.4 79.4 37.6 9.4 12.6 NA NA NA 1,733.3
1992 598.2 1,050.0 354.5 319.9 89.8 138.3 256.9 21.3 9.9 NA 9.3 NA 1.5 2,849.6
1993 267.9 830.6 729.6 158.8 130.8 54.2 96.3 96.6 24.5 1.1 1.1 3.4 NA 2,394.9
1994 302.1 505.3 882.9 496.3 67.0 58.3 106.2 48.9 36.2 NA 4.2 18.1 NA 2,525.3
1995 NA NA NA NA NA NA NA NA NA NA NA NA NA 0.0
1996 217.0 133.8 761.6 277.9 385.0 176.9 98.1 48.5 16.2 29.4 47.9 4.5 NA 2,196.9
1997 33.4 270.7 133.7 468.7 269.9 325.7 217.4 93.0 55.5 39.0 30.0 53.2 31.5 2,021.6
1998 291.9 601.8 81.1 57.4 287.0 156.0 203.4 105.7 35.5 27.4 14.2 36.5 25.8 1,923.6
1999 100.4 255.9 1,081.5 103.3 51.8 135.2 70.5 101.6 53.9 17.4 13.6 2.6 13.0 2,001.0
2000 516.2 839.5 239.1 605.9 88.2 43.4 165.7 89.9 121.3 77.6 21.5 3.7 11.1 2,823.1
2001 190.3 967.0 1,316.4 191.0 482.4 34.4 15.7 37.9 14.3 15.4 14.7 1.7 3.3 3,284.5
2002 1,047.6 287.0 217.4 260.5 161.0 345.9 62.5 57.1 38.4 46.0 38.1 21.1 3.7 2,586.3
2003 1,731.8 1,919.4 553.1 205.7 262.4 153.0 276.2 99.2 47.6 55.1 18.8 24.4 25.5 5,372.2
2004 1,115.3 1,435.0 2,058.2 330.8 109.1 100.8 38.7 45.6 7.0 6.4 7.5 10.9 2.3 5,267.6
2005 2,417.1 713.7 1,022.3 1,046.7 171.3 62.4 44.3 10.9 23.9 12.7 NA 1.9 11.1 5,538.5
2006 469.5 443.9 345.0 818.7 1,220.9 281.4 122.2 129.6 73.3 65.3 10.1 9.2 16.0 4,005.2
2007 110.0 608.2 1,059.6 410.1 424.5 693.4 96.0 123.7 48.8 1.0 NA NA 0.5 3,575.8
2008 90.2 456.8 289.3 541.6 309.4 402.9 702.7 221.6 244.8 14.0 22.1 68.1 12.9 3,376.4
2009 149.5 196.1 416.9 288.2 457.7 267.0 225.7 169.0 29.9 26.3 17.8 9.9 4.2 2,258.0
2010 151.1 315.9 490.7 554.8 271.4 327.3 149.1 83.9 156.9 36.7 13.6 8.5 7.0 2,567.0
2011 107.6 280.6 228.9 304.9 296.3 138.7 301.3 61.0 141.3 97.4 37.0 NA 4.0 1,998.9
2012 705.0 978.0 436.0 290.0 281.0 246.0 149.0 175.0 83.0 104.0 94.0 21.0 5.0 3,567.0
2013 178.5 781.1 631.4 166.6 127.0 142.0 110.1 97.0 74.3 69.5 43.4 38.5 8.2 2,467.6
2014 16.0 314.9 218.7 345.0 151.7 132.8 120.7 118.3 89.5 74.6 48.7 44.6 42.8 1,718.3
2015 152.4 90.3 330.1 260.9 259.1 187.9 112.0 91.6 37.9 76.7 30.4 10.6 32.9 1,672.7
2016 381.9 164.2 174.5 312.4 225.8 215.2 93.7 62.8 75.3 42.0 15.7 26.8 25.6 1,815.8
2017 97.0 220.6 137.2 151.9 262.5 136.8 241.4 61.2 55.9 62.8 11.4 20.1 14.0 1,473.0
2018 32.7 22.9 95.1 171.7 201.9 319.9 209.2 255.3 75.8 34.5 83.5 54.9 53.5 1,611.0
2019 306.3 137.4 67.9 201.4 101.9 110.8 167.4 163.8 73.3 30.0 30.0 38.5 16.4 1,445.2
2020 1,525.4 229.8 158.6 103.6 211.1 98.8 53.7 59.5 42.2 37.2 21.3 15.1 11.4 2,567.8
2021 1,399.8 1,114.7 424.3 138.2 82.0 127.7 66.5 102.8 82.8 63.5 57.0 22.8 32.7 3,714.7
2022 629.4 655.5 400.6 153.3 237.1 179.0 174.2 81.6 83.9 82.7 32.9 46.8 21.8 2,778.9
2023 136.7 823.6 994.9 574.7 244.7 159.7 109.6 72.5 87.9 38.7 57.1 34.0 31.8 3,366.0
2024 482.5 242.4 296.4 294.8 273.5 194.3 99.0 90.1 47.8 10.0 48.0 27.7 23.5 2,130.0
2025 30.3 158.1 406.4 826.5 946.8 776.7 229.3 272.6 188.6 142.7 97.0 90.9 54.3 4,220.4

Bergmálsvísitala fyrir veiðistofninn veturinn 2024/2025 er fengin frá tveimur bergmálsleiðöngrum; á Bjarna Sæmundssyni: (1) leiðangur austan, suðaustan og sunnan við landið í október 2024 (B16-2024); (2) leiðangur sem farinn var á Árna Friðrikssyni (A5-2025) í byrjun apríl 2025 á aðalvetursetusvæði stofnsins vestan við landið (Mynd 1). Seinni leiðangurinn hófst upphaflega á nýju rannsóknarskipi, Þórunni Þórðardóttur (Þ2-2025), og var hluti leiðangursssvæðisins kannaður, en vegna vélarvandræða var ákveðið að ljúka leiðangrinum á Árna Friðrikssyni eins og lýst er hér að ofan. Frekari upplýsingar um leiðangra vetursins eru að finna í leiðangursskýrslum (Bjarnason, 2025). Auk þess að bergmálsmæla stofninn, var markmiðið að fá mat á hlutfalli Ichthyophonus sýkingar í stofninum. Aðferðir við að greina sýkinguna voru þær sömu og undanfarin ár (Óskarsson og Pálsson, 2018). Sýnatökur eru tíundaðar í Tafla 2.

Mynd 1: Síld. Leiðangurslínur bergmálsleiðangra fyrir suðaustan og sunnan landið (B16-2024; grænt) og fyrir vestan (mars/apríl 2025; A5-2025; rautt og Þ2-2025; blá)
Tafla 2: Síld. Fjöldi aldursgreindra fiska (fjöldi hreistra) og fjöldi sýna sem tekin voru í árlegum bergmálsleiðöngrum 1987/88–2024/25 (aldur vísar til fyrra árs, þ.e. hausts). 2024/2025 voru sýni úr veiðinni notuð fyrir leiðangurinn fyrir vestan.
Fjöldi hreistra
Fjöldi sýna
Ár 2 ára 3 ára 4 ára 5 ára 6 ára 7 ára 8 ára 9 ára 10 ára 11 ára 12 ára 13 ára 14 ára 15+ ára Total Total Vestur Austur
1987/88 11 59 246 156 37 28 58 33 22 16 23 10 5 8 712 8 1 7
1988/89 229 78 181 424 178 69 50 77 42 29 23 13 7 12 1412 18 5 10
1989/90 38 245 96 132 225 35 2 2 3 3 2 0 0 0 783 8
8
1990/91 418 229 303 90 131 257 28 6 3 8 0 0 0 0 1473 15
15
1991/92 414 439 127 127 33 48 84 5 3 0 2 0 0 1 1283 15
15
1992/93 122 513 289 68 73 28 38 34 6 2 2 6 0 0 1181 12
12
1993/94 63 285 343 129 13 15 7 14 11 0 1 3 0 0 884 9
9
1994/95

















1995/96 183 90 471 162 209 107 38 18 8 14 18 2 0 0 1320 14 9 5
1996/97 24 150 88 351 141 137 87 32 15 10 7 14 4 2 1062 11 4 7
1997/98 101 249 50 36 159 95 122 62 21 13 8 15 8 5 944 14 7 7
1998/99 130 216 777 72 31 65 59 86 37 22 17 5 6 11 1534 17 10 7
1999/00 116 227 72 144 17 13 26 26 27 10 8 2 1 0 689 7 3 4
2000/01 116 249 332 87 166 10 7 21 8 14 11 3 3 0 1025 14 10 4
2001/02 61 56 130 114 62 136 25 24 17 21 17 10 3 0 676 9 4 5
2002/03 520 705 258 104 130 74 128 46 26 25 13 15 10 1 2055 22 12 10
2003/04 126 301 415 88 35 32 15 17 3 4 4 6 1 1 1048 13 8 5
2004/05 304 159 284 326 70 29 17 5 8 4 0 3 3 0 1212 13 4 9
2005/06 217 312 190 420 501 110 40 38 26 18 5 5 5 7 1894 22 14 8
2006/07 19 77 134 64 71 88 22 4 2 2 0 0 0 1 484 6 4 2
2007/08 58 288 180 264 85 80 104 19 15 2 2 6 1 3 1107 17 13 4
2008/09 274 208 213 136 204 123 125 97 18 13 9 7 4 17 1448 29 19 10
2009/10 104 100 105 116 60 74 34 19 36 8 3 4 2 2 667 17 10 7
2010/11 35 74 102 157 139 61 119 22 52 36 13 0 1 0 811 11 8 3
2011/12 229 330 134 115 100 106 74 87 45 48 51 10 3 3 1335 15 9 6
2012/13 42 266 554 273 220 252 198 165 126 114 69 61 12 2 2370 60 55 5
2013/14 26 472 275 414 199 200 199 208 163 138 90 85 60 23 2552 45 37 8
2014/15 83 50 96 71 72 53 32 26 11 22 8 3 6 4 534 10 8 2
2015/16 229 112 131 208 148 123 47 32 32 22 13 7 12 4 1120 14 7 7
2016/17 66 164 122 137 202 117 169 43 50 44 14 15 9 4 1162 14 12 2
2017/18 35 58 82 77 75 101 65 77 29 11 27 18 8 9 672 10 5 5
2018/19 28 39 31 98 50 53 77 75 36 15 15 21 5 4 547 7 5 2
2019/20 265 143 94 48 101 60 43 54 45 43 27 26 20 6 975 10 5 5
2020/21 248 215 116 68 59 104 52 79 55 44 35 13 6 8 1102 13 5 8
2021/22 39 89 588 258 254 113 138 87 78 49 34 24 19 8 1890 12 5 7
2022/23 214 306 410 388 127 118 120 90 83 83 61 41 37 15 2093 13 4 9
2023/24 48 529 652 396 192 208 84 110 65 54 29 25 14 8 2414 9 6 3
2024/25 12 173 384 463 412 102 105 94 45 50 28 30 24 3 1928 10 4 6

Ichthyophonus sp. sýking hefur verið viðvarandi í sumargotssíldinni síðan seinnihluta árs 2008. Dánartíðni vegna sýkingarinnar var áður áætluð með NFT-ADAPT stofnmatslíkaninu, og var það metið að 30% af smitaðri síld dræpist árlega (Óskarsson o.fl. 2018a). Sú forsenda hefur verið notuð í stofnmatinu og er sýkingardauða (Msýkt) bætt við fastan náttúrulegan dauða (M=0.1) fyrir hvern aldurshóp hvert ár (Maldur, ár = 0.1 + Msýkt × 0.3).

Sem hluti af mati vinnuhópsins WKICEHER (ICES 2024), var dánartíðni vegna sýkingarinnar endurmetið með Muppet líkaninu á svipaðan hátt og Óskarson o.fl 2018a. Muppet líkanið var einnig notað áður og skilaði sömu dánartíðni og NFT-Adapt líkanið eða 0,3. Dánartíðnin var endurmetinn á grundvelli sýkingarmats eftir mismunandi aldurshópum og, ólíkt fyrra mati, var ályktað að sýkingin næði yfir allt tímabilið (2009-2023). Þetta var talið viðeigandi vegna þess að ekki hefur verið gerð ítarleg rannsókn á þróun sýkingarstiga og útbreiðslu sýkinga á undanförnum árum. Við gerð stofnmatssins var margfeldisstuðullinn endurmetinn fyrir árin 2009-2023 og var metinn 0,22. Endurskoðaður nátturulegur dauði fyrir stofnin er sýnt á Mynd 2. Fjöldi smitaðra af Ichthyophonus sýkingunni í stofninum árið 2024/25 var metið fyrir hvern aldurshóp á sama hátt og gert hefur verið frá upphafi smits haustið 2008 (Óskarsson og Pálsson, 2018).

Mynd 2: Síld. Náttúrulegur dánarstuðull (M) eftir aldri og árum (vísar til hausts) þar sem frávik frá föstu M = 0.1 er vegna Ichthyophonus sýkingar.

Niðurstöður leiðangra

Í síldarleiðöngrunum veturinn 2024/25 mældist síld helst á tveim svæðum; vestur af landinu í Kolluál og við Snæfellsnes í byrjun apríl 2025, og austan við landið í október 2024 (Mynd 1). Bergmálsvísitala samkvæmt þessum tveimur leiðöngrum nam 4,27 milljörðum í fjölda (tveggja ára og eldri; Tafla 1) og var heildarlífmassinn metinn 1,197 þús. tonn og hefur aldrei mælst hærri. Meirihluti mælingarinnar fékkst í leiðangrinum vestur af landinu (79%; Mynd 3). Hluti veiðistofnsins (4 ára og eldri) var metinn 99.3% af heildarmælingunni í fjölda og 99.6% af lífmassanum, eða 1,192 þús. tonn. Af veiðistofninum voru þrír stærstu árgangarnir frá 2019 (19,3%), 2018 (22,1%) og 2017 (18.1% Tafla 1). Magn síldar sem mælist fyrir austan land hefur verið breytilegt í gegnum tíðina en aukist síðustu ár að undanskildu haustið 2023, þegar ekki náðist gild mæling á austursvæðinu (Mynd 3). Frekari upplýsingar um niðurstöður leiðangra vetursins eru að finna í leiðangursskýrslum (Bjarnason, 2025).

Mynd 3: Síld. Samanburður á bergmálsvísitölum íslenskrar sumargotsíldar frá 1973/74 til 2024/25 (aldur miðast við haust) fyrir 3 ára og eldri síld fyrir vestan, austan (og sunnan) og samanlagðar vísitölur.

Mat á sýkingarhlutfalli sumargotssíldar af völdum Ichthyophonus í aflasýnum vetrarins sýna að undanfarin ár hefur hlutfallið farið lækkandi. Metið sýkingarhlutfall fyrir yngri síldina (2-5 ára) var <2% þegar veiðisvæðin fyrir austan og vestan eru tekin saman, og fyrir 6-12 ára var hlutfallið 4-14%. Enn eru þó nýsmit að eiga sér stað eins og sést í yngri síldinni, svo að gert er ráð fyrir eins smitdauða árið 2025, líkt og undanfarin ár (Mynd 4).

Mynd 4: Síld. Sýkingarhlutfall af völdum Ichthyophonus fyrir hvern árgang 1999-2021. Metið í aflasýnum fyrir vestan og fyrir austan í sýnum sem tekin voru í bergmálsleiðangri.

Veiðar

Heildarafli á vertíðinni 2024/2025 var 82 210 tonn (Tafla 2, Mynd 6). Þetta nær einnig til meðafla síldar í veiðum á makríl og norsk-íslenskri síld í júní – nóvember 2024, þar sem sá hluti sem veiddur er í júní – ágúst tilheyrir fyrra fiskveiðiári. Ráðlagt aflamark fyrir fiskveiðiárið 2024/2025 (september – ágúst; ICES, 2022) og aflamark var 81 367. Fyrir vestan veiddust 63  349 tonn, aðallega í september–desember, og 18  771 tonn austan við landið í júní–nóvember sem meðafli í veiðum á norsk-íslenskri síld og makríl (Mynd 5).

Mynd 5: Síld. Afli eftir svæðum ásamt hlutfalli innan hvers svæðis samkvæmt afladagbókum.
Mynd 6: Síld. Landaður afli íslenskrar sumargotssíldar þúsundum tonna frá 1947. Landaður afli eftir veiðarfærum er sýndur frá 1975.

Allur afli ársins 2024/2025 var tekinn í flotvörpu (Mynd 6). Á vertíðunum 2007/2008 til 2012/2013 var meginhluti aflans (~90%) veiddur í nót í Breiðafirði (Mynd 7), en áður var hann aðallega veiddur út af suður-, suðaustur- og austurströndinni. Árið 2013/2014 var vísbending um breytingar á þessu mynstri, með minna hlutfalli í Breiðafirði, og síðan 2014/2015 hefur stærstur hluti veiðanna átt sér stað vestur af landinu. Til að vernda ungsíld (27 cm og minni) í veiðunum er svæðislokunum framfylgt á grundvelli reglugerðar um síldarveiðar sem settar voru af Sjávarútvegsráðuneytinu (nr. 376, 8. október 1992). Engin lokun var gerð á síldarveiðum 2024/2025.

Mynd 7: Síld. Dreifing afla íslenskrar sumargotssíldar samkvæmt afladagbókum í tonnum frá 2001-2024.

Gögn frá lönduðum afla

Við mat á aldurssamsetningu í veiðunum er stuðst við sýni úr afla veiðiskipa sem safnað er á sjó af sjómönnum og upplýsingum um afla frá Fiskistofu. Yfirlit sýnatöku úr afla er sýnd í Tafla 3. Staðsetning afla og sýna 2024/2025 er sýnd á Mynd 8. Í úrvinnslunni á gögnunum í ár var heildaraflanum skipt niður í tvær sellur á grundvelli veiðisvæðis og tíma á árinu. Á sama hátt voru notuð mismunandi þyngdar-lengdarsambönd frá aflasýnum. Þar sem veiðin fór aðallega fram á tveimur svæðum (austan og vestan) voru tvö aldurs-lengdarsambönd notuð.

Mynd 8: Síld. Veiðislóð seinasta fiskveiðiárs samkvæmt afladagbókum og staðsetning sýna (krossar).
Tafla 3: Síld. Fjöldi mælinga og sýna úr afla íslenskra skipa.
Ár Flotvarpa Fjöldi stöðva Flotvarpa Fjöldi sýna Flotvarpa Fjöldi kvarna Nót Fjöldi stöðva Nót Fjöldi sýna Nót Fjöldi kvarna
1988 0 0 0 46 4 626 4 452
1989 0 0 0 67 8 159 5 674
1990 2 166 23 55 5 404 4 601
1991 0 0 0 95 12 139 6 009
1992 0 0 0 113 19 456 4 748
1993 92 23 489 77 101 18 772 3 517
1994 3 505 100 57 9 812 2 564
1995 0 0 0 66 8 577 4 260
1996 5 668 200 50 5 828 3 495
1997 27 5 398 896 39 3 928 3 266
1998 11 2 031 393 39 6 156 1 586
1999 41 2 101 1 063 152 15 691 5 921
2000 55 7 943 1 569 129 9 362 5 536
2001 80 9 238 2 702 82 9 565 2 457
2002 83 12 230 1 481 134 22 220 1 834
2003 171 28 389 916 205 37 084 1 841
2004 74 4 093 1 770 291 76 214 57 606
2005 110 7 565 1 853 157 21 847 4 080
2006 44 4 983 1 393 118 20 152 2 217
2007 19 2 211 658 107 14 000 3 219
2008 17 2 724 43 170 18 053 5 252
2009 60 7 043 1 567 123 10 406 8 390
2010 39 4 130 1 539 60 7 471 6 291
2011 148 17 410 1 488 57 4 033 3 067
2012 32 3 887 193 76 6 513 3 519
2013 76 5 466 1 103 67 8 032 1 480
2014 113 10 434 2 432 2 256 200
2015 98 9 165 2 519 4 364 150
2016 133 11 729 3 369 1 50 50
2017 63 4 907 1 585 1 30 25
2018 62 5 334 1 139 0 0 0
2019 87 7 558 1 665 0 0 0
2020 73 7 409 1 400 0 0 0
2021 59 5 773 1 833 0 0 0
2022 79 7 464 2 194 0 0 0
2023 69 4 547 2 215 0 0 0
2024 46 2 898 1 792 0 0 0

Aldurssamsetning

Þróun fjölda fiska í afla eftir aldri frá árinu 1975 eru sýnd á Mynd 9. Frá árinu 2008 má sjá að stór hluti landaðs síldarafla er eldri fiskur samanborið við fyrri tímabil. Stórir árgangar frá 2017, 2018 og 2019 komu inn í aflann sem 4- og 5-ára (Tafla 4). Í leiðangursvísitölum má sjá þessa sömu áberandi árganga á undanförnum árum, þó að 2017 árgangurinn hafi verið vanmetinn sem 5-ára í leiðöngrum (Mynd 9).

Tafla 4: Sumargotsíld. Fjöldi í afla (milljónir) (1980 vísar til fiskveiðiársins 1980/1981 o.s.frv.).
Aldur
Ár 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15
1980 3,147 14,347 20,761 60,727 65,328 11,541 9,285 19,442 1,796 1,464 698 NA 110 79
1981 2,283 4,629 16,771 12,126 36,871 41,917 7,299 4,863 13,416 1,032 884 760 101 62
1982 454 19,187 28,109 38,280 16,623 38,308 43,770 6,813 6,633 10,457 2,354 594 75 211
1983 1,475 22,499 151,718 30,285 21,599 8,667 14,065 13,713 3,728 2,381 3,436 554 100 NA
1984 421 18,015 32,244 141,354 17,043 7,113 3,916 4,113 4,517 1,828 202 255 260 NA
1985 112 12,872 24,659 21,656 85,210 11,903 5,740 2,336 4,363 4,053 2,773 975 480 581
1986 100 8,172 33,938 23,452 20,681 77,629 18,252 10,986 8,594 9,675 7,183 3,682 2,918 1,788
1987 29 3,144 44,590 60,285 20,622 19,751 46,240 15,232 13,963 10,179 13,216 6,224 4,723 2,280
1988 879 4,757 41,331 99,366 69,331 22,955 20,131 32,201 12,349 10,250 7,378 7,284 4,807 1,957
1989 3,974 22,628 26,649 77,824 188,654 43,114 8,116 5,897 7,292 4,780 3,449 1,410 844 348
1990 12,567 14,884 56,995 35,593 79,757 157,225 30,248 8,187 4,372 3,379 1,786 715 446 565
1991 37,085 88,683 49,081 86,292 34,793 55,228 110,132 10,079 4,155 2,735 2,003 519 339 416
1992 16,144 94,860 122,626 38,381 58,605 27,921 38,420 53,114 11,592 1,727 1,757 153 376 NA
1993 2,467 51,153 177,780 92,680 20,791 28,560 13,313 19,617 15,266 4,254 797 254 NA NA
1994 5,738 134,616 113,290 142,876 87,207 24,913 20,303 16,301 15,695 14,680 2,936 1,435 244 195
1995 4,555 20,991 137,232 86,864 109,140 76,780 21,361 15,225 8,541 9,617 7,034 2,291 621 235
1996 717 15,969 40,311 86,187 68,927 84,660 39,664 14,746 8,419 5,836 3,152 5,180 1,996 574
1997 2,008 39,240 30,141 26,307 36,738 33,705 31,022 22,277 8,531 3,383 1,141 10,296 947 2,524
1998 23,655 45,390 175,529 22,691 8,613 40,898 25,944 32,046 14,647 2,122 2,754 2,150 1,070 1,011
1999 5,306 56,315 54,779 140,913 16,093 13,506 31,467 19,845 22,031 12,609 2,673 2,746 1,416 2,514
2000 17,286 57,282 136,278 49,289 76,614 11,546 8,294 16,367 9,874 11,332 6,744 2,975 1,539 1,104
2001 27,486 42,304 86,422 93,597 30,336 54,491 10,375 8,762 12,244 9,907 8,259 6,088 1,491 1,259
2002 11,698 80,863 70,801 45,607 54,202 21,211 42,199 9,888 4,707 6,520 9,108 9,355 3,994 5,697
2003 24,477 211,495 286,017 58,120 27,979 25,592 14,203 10,944 2,230 3,424 4,225 2,562 1,575 1,370
2004 23,144 63,355 139,543 182,450 40,489 13,727 9,342 5,769 7,021 3,136 1,861 3,871 994 1,855
2005 6,088 26,091 42,116 117,910 133,437 27,565 12,074 9,203 5,172 5,116 1,045 1,706 2,110 757
2006 52,567 118,526 217,672 54,800 48,312 57,241 13,603 5,994 4,299 898 1,626 1,213 849 933
2007 10,817 94,250 83,631 163,294 61,207 87,541 92,126 23,238 11,728 7,319 2,593 4,961 2,302 1,420
2008 10,427 38,830 90,932 79,745 107,644 59,656 62,194 54,345 18,130 8,240 5,157 2,680 2,630 1,178
2009 5,431 21,856 35,221 31,914 18,826 22,725 10,425 9,213 9,549 2,238 1,033 768 406 298
2010 1,476 8,843 22,674 29,492 24,293 14,419 17,407 10,045 7,576 8,896 1,764 1,105 672 556
2011 521 9,357 24,621 20,046 22,869 23,706 13,749 16,967 10,039 7,623 7,745 1,441 618 785
2012 403 17,827 89,432 51,257 43,079 51,224 41,846 34,653 27,215 24,946 15,473 13,631 2,556 236
2013 6,888 46,848 24,833 35,070 17,250 18,550 19,032 21,821 15,952 15,804 10,081 9,775 6,722 2,486
2014 NA 3,537 53,241 50,609 70,044 34,393 22,084 22,138 13,298 17,761 7,974 4,461 2,862 1,746
2015 89 6,024 29,890 53,573 43,501 43,015 15,533 10,760 8,664 8,161 6,981 2,726 2,467 1,586
2016 72 10,740 25,575 29,908 41,952 25,823 24,925 9,516 7,734 6,088 4,284 7,154 3,108 826
2017 1,262 5,236 31,855 18,113 10,239 15,506 10,223 8,830 5,676 3,399 1,616 2,220 1,533 1,596
2018 NA 8,911 19,642 34,284 16,847 12,376 17,161 6,978 7,379 3,482 1,713 1,153 2,159 489
2019 461 4,601 15,845 12,970 16,084 12,244 6,944 9,531 6,165 4,732 2,983 2,808 2,200 1,866
2020 384 23,603 15,956 22,572 16,333 19,385 11,071 7,098 6,241 3,035 3,359 4,505 1,567 1,129
2021 12,440 21,018 88,992 37,291 37,244 17,231 21,230 13,155 11,781 7,270 5,213 3,549 2,771 1,583
2022 NA 23,108 90,765 86,093 26,757 25,604 11,495 14,534 6,998 6,916 4,226 3,817 2,711 1,651
2023 NA 8,178 75,892 90,608 56,330 26,617 29,872 11,921 16,204 9,236 8,009 4,399 3,936 2,219
2024 NA 1,623 23,825 55,317 70,855 62,492 16,547 16,851 13,537 7,271 7,138 4,593 5,159 4,016
Mynd 9: Síld. Aldurskiptur afli (vinstri) og aldurskiptar fjöldavísitölur úr bergmálsleiðöngrum. Súlur gefa til kynna fjölda eftir aldri og eru litaðar eftir árgangi.

Meðalþyngd í afla

Meðalþyngd eftir aldri úr afla er sýnd á Mynd 10. Aflaþyngdir eldri árganga hafa aukist síðustu ár eftir að hafa lækkað frá árinu 2018.

Mynd 10: Síld. Aflaþyngdir eftir aldri.

Hlutfall kynþroska

Hlutfall kynþroska fisks eftir aldri var sett fast eins og verið hefur undanfarin ár þar sem 20% af 3 ára er kynþroska, 85% af 4ra ára og 100% af 5 ára og eldri.

Lengdardreifing úr lönduðum afla

Flestar lengdarmælingar á síld eru frá nót- og flotvörpuveiðum ( Tafla 3) og er fjöldi lengdarmælinga í samræmi við landaðan afla. Síðan 2014/2015 hefur stærstur hluti veiðanna komið í flotvörpu. Lengdardreifing síldar úr nót- og flotvörpuveiðum er sýnd á Mynd 11. Stærðirnar sem veiðast virðast vera nokkuð stöðugar og er síldin að mestu innan stærðarbilsins 27 til 35 cm. Stórir árgangar sjást koma inn í aflann og færa meðal­lengdina milli ára.

Mynd 11: Síld. Lengdardreifing síldar úr flotvörpu og nót árin 1983-2024.

Stofnmat

Stofnmatslíkön og inntaksgögn

Stofnmatsaðferð á síld fór í ítarlegt rýni í mars 2024 (WKICEHER 2024; ICES 2024) sem varð til þess að gerðar voru breytingar á stofnmatsaðferðum, auk þess sem viðmiðunarmörk voru endurmetin. Nýtt stofnmatslíkan, SAM (Nielsen og Berg 2017), var tekið upp og á Mynd 12 má sjá skýringarmynd af metnum stikum SAM stofnmatslíkans en líkaninu er betur lýst í skýrslu ICES (ICES 2024). Í ár voru afla- og leiðangursgögn notuð frá 1987/88–2024/2025. Önnur inntaksgögn samanstóðu af: (i) meðalþyngd eftir aldri (Mynd 10); (ii) fast hlutfall kynþroska eftir aldri; (iii) náttúrulegur dauði, M=0,1 fyrir alla aldurshópa öll ár, nema 2009–2024 þar sem bætt er við viðbótar dánartíðni út af Ichthyophonus sýkingunni (Mynd 2; ICES 2024, Óskarsson o.fl., 2018a); (iv) hlutfall M fyrir hrygningu var sett sem 0,5; og (v) hlutfall F fyrir hrygningu var sett sem 0.

Mynd 12: Síld. Skýringamynd af metnum stikum líkansins. Vogtölur einstakra aldurshópa í afla og vísitölum (efri t.v.), dreifni ferilfrávika (efri t.h.) og veiðanleiki (neðri, t.v.).

Niðurstöður líkans

Samsvörun líkans við vísitölur úr afla og leiðöngrum eru sýndar á Mynd 13 og Mynd 14. Almennt fylgir líkanið séðri dreifingu á aflagögnum og lokagildi eru ekki frábrugðin séðum gildum fyrir flesta lengdarhópa þó sést að yngri aldurshóparnir (<5 ára) falla ekki jafn vel að mældum gildum og þeir eldri. Einnig má sjá að mátgæði líkansins lýsir betur leiðangursgögnum fyrir aldurshópa 4-13 ára. Seinasta leiðangursárið nær líkanið ekki að endurspegla tiltölulega há vísitölugildi fyrir 6 og eldri.

Mynd 13: Síld. Samsvörun stofnmatslíkans (SAM) við aldursgreindan afla (aldur 2-15 ára).
Mynd 14: Síld. Samsvörun stofnmatslíkans (SAM) við aldursgreindar vísitölur úr leiðöngrum (aldur 3-15 ára).

Leitni var í frávikum frá niðurstöðum líkansins og gögnum um afla eða leiðöngrum (Mynd 15) sem undirstrikar ónákvæmni í leiðöngrum frá þeim tíma þegar erfitt var að ná mælingu utanum allann stofninn. Há leiðangursvísitala árið 2025 leiðir af sér jákvæð frávik fyrir alla aldurshópa eldri en 3 ára. Ferilfrávik líkansins sýna enga sýnilega leitni (Mynd 16).

Mynd 15: Síld. Frávik stofnlíkansins frá leiðangursgögnum (efst), ungsíldarleiðangri (miðja) og afla (neðst). Rauðir hringir eru neikvæð frávik (þ.e. leiðangurs- eða aflagildin reyndust lægri en stofnmatsgildin) og bláir hringir tákna jákvæð frávik.
Mynd 16: Síld. Ferilfrávik stofnmatslíkan. Rauðir hringir tákna jákvæð aðhvarfsfrávik (niðurstöður mælingar eru stærri en spágildi).

Niðurstöður stofnmatsins eru sýndar á Mynd 17. Hrygningarstofn síldar var stór árið 2007 en minkaði jafnt og þétt fram til ársins 2017 þrátt fyrir lítinn afla. Þessa hnignun má rekja til sýkingadauða af völdum Ichthyophonus sýkingarinnar og lélegrar nýliðunar, sérílagi árgangarnir frá 2011-2014. Árgangarnir 2017-2019 eru stórir og vegna þessa hefur hrygningarstofninn stækkað síðan 2020 en er nú á niðurleið þar sem nýliðun síðustu ára er ekki góð. Upplýsingar um nýliðun eru lélegar sem leiðir til mikillar óvissu um nýliðun næstu ára. Veiðidánartala síldar hefur verið breytileg síðan 1980, náð hámarki á 9. áratug en svo farið lækkandi síðustu ár.

Mynd 17: Síld. Niðurstöður stofnmats 2025. Myndin sýnir heildarafla, nýliðun (2 ára), veiðidánartölu (5-10 ára), nýtingarhlutfall og lífmassa hrygningarstofns ásamt viðmiðunarlífmassa (B4+).

Endurlitsgreining sýnir tiltölulega há Mohn´s \(\rho\) gildi fyrir hrygningarstofn og fiskveiðidauða, sem fara yfir viðmiðunarmörk (<0.2), á meðan gildið fyrir nýliðun er lágt (sjá töflu hér að neðan). Há gildi fyrir hrygningarstofn og fiskveiðidauða benda til þess að tihneiging hafi verið til að ofmeta stofnstærð og vanmeta veiðidánartölu á undanförnum árum (Mynd 18). Þrátt fyrir lágt gildi fyrir nýliðun er enn töluverð óvissa í kringum nýliðun þar sem litlar upplýsingar eru um stærð yngstu árgangana.

Nýliðun (R ) Hrygningarstofn (SSB) Veiðidánartala (Fbar (5-10 ára))
0.06 -0.22 0.27
Mynd 18: Síld. Endurlitsgreining sem sýnir stöðuleika í mati líkansins fimm ár aftur í tímann. Niðurstöður eru sýndar fyrir afla, lífmassa hrygningarstofns, nýliðun (2ja ára) og fiskveiðidauða þ.e. vegið F fyrir 5-10 ára.

Fiskveiðistjórnun og gátmörk

Fiskveiðidánartala sem nam F0.1 = FMSY = 0.22 reyndist vel í að stjórna stofninum í um 30 ár, þrátt fyrir að stærð stofnsins hafi verið ofmetin og F verið hærra en stefnt var að um árabil. Á fundi um prófun á aflareglu fyrir stofninn hjá Alþjóða hafrannsóknaráðinu árið 2024 voru viðmiðunarmörk fyrir stofninn endurskoðuð (ICES, 2014). Á grundvelli sambands nýliðunar og stofnstærðar frá árunum 1947–2015, var talið ráðlagt að halda Blim = 200 þús. tonn. Önnur gátmörk voru m.a. ákvörðuð frá Blim og samkvæmt leiðbeiningum frá ICES: Bpa = 273 þús. tonn (Bpa = Blim × e1.645σ, þar sem σ = 0,19); HRlim = 0,34 (HR sem leiðir til SSB = Blim, sem er gefið meðaltal nýliðunar); HRpa = 0,248 (HR sem leiðir til P(SSB > Blim)> 95% með MSY Btrigger) .

Þrjár mismunandi aflareglur (HCR) voru prófaðar fyrir stofninn árið 2024 (ICES, 2024) og allar stóðust varúðarsjónarmið, og allar nema ráðgjafarreglan sem notuð var á þeim tíma (FMGT = 0,15), voru í samræmi við ICES um hámarks jafnstöðuafla (MSY) nálgunina. Ein af þessum aflareglum var svo samþykkt af íslenskum stjórnvöldum til að byggja veiðiráðgjöf á. Þessi aflaregla er byggð á lífmassa viðmiðunarstofns fjögurra ára og eldri í upphafi ráðgjafarárs (Bref, Y), aðgerðarmörkum lífmassa hrygningarstofns (MGT Btrigger) sem skilgreindur er sem 273 þús. tonn, og veiðihlutfalli (HRMGT) sem er 19% af viðmiðunarstofni. Á ráðgjafarárinu (Y) er aflamark næsta fiskveiðiárs (1. september ársins Y til 31. ágúst ársins Y + 1) því reiknað sem hér segir:

Þegar stærð hrygningarstofns, SSBY, er jafnt eða yfir MGT Btrigger:

TACY / Y + 1 = HRMGT * Bref, Y

Þegar SSBY er undir MGT Btrigger:

TACY / Y + 1 = HRMGT * (SSBy / MGT Btrigger) * Bref, Y

Í aflaregluhermunum var gert ráð fyrir áframhaldandi Ichthyophonus sýkingu. Aflareglan er þó óháð mismunandi mati á dánartíðni af völdum sýkingarinnar.

Skammtímaspá um þróun stofnstærðar

Lokakeyrsla SAM líkansins sem gaf fjölda eftir aldri 1. janúar 2025 var notað til grundvallar að framreikningum um þróun stofnstærðar. Vegna væntanlegrar Ichthyophonus dánartíðni í stofninum vorið 2025 voru fjöldatölur frá líkaninu lækkaðar í samræmi við metið sýkingahlutfall 2024/2025, sem var margfaldað með 0,22, í samræmi við niðurstöður vinnuhópsins WKICEHER þar sem dánartíðni vegna sýkingarinnar var endurmetin (ICES 2024). Þyngd eftir aldri var ákvörðuð frá meðalþyngdum í afla síðasta árs (Mynd 18). Forsendur niðurstaðna í framreikningunum er í stuttu máli að hrygningarstofninn (SSB 2025) = 517.3 þús. tonn; lífmassi 4+ (1. janúar 2025) = 544.0 þús. tonn; afli (2024/2025) = 82.2 þús. tonn og veiðihlutfall (HR (2024/2025) = 0.19.

Niðurstöður gefa til kynna þar sem hrygningarstofninn í byrjun fiskveiðiársins 2025/2026 er áætlaður 517,3 þús. tonn, og er yfir MGT Btrigger = 273 þús. tonn, er afli næsta árs samkvæmt aflareglu 0.19 × lífmassi 4+ (544 036 þús. tonn) = 103 367 þús. tonn. Þetta leiðir til FW5–10 = 0.241 2025/2026 og hrygningastofn (SSB) = 453 588 þús. tonn in 2026.

Óvissa í stofnmati og spá

Það eru margir þættir sem gætu leitt til óvissu í matinu. Sem dæmi var mikil óvissa um sýkingardauða af völdum Ichthyophonus fyrstu árin eftir að hún hófst en eftir því sem árin liðu var unnt að meta sýkingardauðann betur (Óskarsson og fl. 2018a) sem er talið hafa dregið úr þessari óvissu. Nú er sýkingadauði metin fyrir allt tímabilið sem er talið réttara mat en áður og eykur gæði stofnmatsins (ICES 2024). Sýnt hefur verið fram á að lækkun á M í inntaksgögnum fyrir stofnmatið, líkt og gert var í ár, hefur þau áhrif að söguleg stærð stofnsins minnkar, en þetta hefur hins vegar lítil áhrif á mat síðasta árs og ráðgjöf. Annar óvissuþáttur tengdu stofnmatinu er stærð árganga sem eru að ganga inn í stofninn, en mat á stærð þeirra byggir á rýrum gögnum þar sem síldin er fyrst að koma í afla og verða mælanleg í bergmálsmælingum við þriggja ára aldur meðan að ekki er farið í ungsíldarmælingar. Að auki hafa komið upp tæknileg vandamál í bergmálsleiðöngrum síðustu tveggja ára, sem gæti leitt til aukinnar óvissu í stofnmatinu.

Óvissa í framreikningum er sambærileg og getið er að ofan um óvissu í stofnmati. Því til viðbótar er fjöldi 2-3ja ára í byrjun árs 2025 metið með faldmeðaltali (e. geometric mean) áranna 1987-2025. Áður var farinn ungsíldarleiðangur í desember ár hvert, en enginn slíkur leiðangur hefur verið farinn frá 2020, sem veldur óvissu um stærð árganga sem munu ganga inn í stofninn á komandi árum. Hafrannsóknastofnun ætlar þó að hefja aftur þessar mælingar og mun fara í slíkan leiðangur haustið 2025 .

Gæði stofnmats

Vöntun á stöðugleika milli ára í stofnmati síldar hefur oft valdið áhyggjum. Einkum var það tilhneiging til að ofmeta stærð stofnsins. Ekkert stofnmat var gert árið 2005 vegna gagna og líkanavandamála og næstu tvö ár hafnaði ACFM stofnmatinu vegna óstöðugleika í niðurstöðum stofnmatsins. Síðustu ár hefur verið meiri stöðugleiki þar sem Mohn´s \(\rho\) gildi hrygningarstofns (SSB) og veiðidauða (F) hafa verið undir viðmiðunarmörkum (0.2) og jafnframt hafa frávikin hegðað sér vel. Við mat þessa árs má hinsvegar sjá að samræmi milli ára er lægra en áður og Mohn´s \(\rho\) gildi hrygningarstofns (SSB) og veiðidauða (F) yfir viðmiðunarmörkum (Mynd 18). Á sama tíma eru áberandi jákvæð frávik í 2024/2025 leiðangursvísitölunnar, sem bendir til ofmats á stærð hrygningastofnsins (Mynd 15). Þó þetta frávik sé lægra en 2005-2008 tímabilsins bendir það til fráhvarfs frá stöðugu stofnmati síðustu ára og ætti að fylgjast náið með því í framtíðinni.

Breytingar á fiskveiðitækni og veiðimynstri

Engar nýlegar breytingar eru á veiðitækni sem geta leitt til mismunandi aflasamsetningar. Veiðimynstrið á tímabilinu 2014/2015 til 2024/2025var frábrugðið fyrri vertíðum. Í stað þess að veiða nær eingöngu á litlu strandsvæði við vesturströndina í nót, hafa veiðarnar farið fram vestan, sunnan, suðaustan og austan við landið og á síðasta fiskveiðiári fór veiðin aðallega fram fyrir vestan og austan. Þessar breytingar eru ekki taldar hafa áhrif á stærðarsamsetningu aflans og mismunandi veiðni eftir aldri því veiðarnar beinast jafnt að þéttum torfum í vetrarsetu og áður með stórum veiðarfærum.

Meðafli íslenskrar sumargotssíldar í veiðum á makríl (frá 2006) og norsk-íslenskri síld (frá 2004) hefur aukist nokkuð síðustu ár. Hún er aðallega veidd sem meðafli fyrir austan, suðaustan og sunnan við landið, sem sagt ekki á vetursetusvæðinu vestan við landið, þar sem aðalveiðarnar hafa farið fram síðustu ár. Góð sýnasöfnun er gerð úr þessum meðafla og undanfarin ár hefur hlutfall heildarafla, sem fenginn er sem meðafli, verið 30% alls afla (42% fiskveiðiárið 2022/2023 en um 10% árin þar á undan). Austlægari útbreiðsla stóru 2017, 2018 og 2019 árgangana útskýra þessa aukningu í meðafla, sem voru um 50% aflans fyrir austan land. Þetta mynstur sést einnig í bergmálsmælingum haustið 2024 þar sem stór hluti stofnsins sást fyrir austan (Bjarnason, 2025).

Veiðimynstrið er breytilegt milli ára sem tengist meðal annars breytingum á vetrardreifingu stofnsins og aldurssamsetningu. Þessi breytileiki getur haft afleiðingar fyrir aflasamsetningu sem ómögulegt er að spá fyrir um.

Áhrif umhverfis

NWWG hópurinn hjá ICES er ekki kunnugt um neinar umfangsmiklar vistkerfis- eða umhverfisbreytingar sem gætu haft áhrif á síldarstofninn, sem annars væru teknar til greina við veiðiráðgjöf. Sem dæmi hefur verið sýnt fram á að nýliðun í stofninn sýnir jákvætt, en veikt, samband við vísitölu NAO (Norður-Atlantshafssveiflu) og sjávarhita (Óskarsson og Taggart, 2010) á meðan vísitölur um magn dýrasvifs á vorin virðast ekki hafa áhrif á nýliðun (Óskarsson og Taggart, 2010), né líkamsástand og vaxtarhraða fullorðna hluta stofnsins (Óskarsson, 2008). Ef tekið er mið af þessum samböndum, og gögnin eru skoðuð í sögulegu samhengi, hefur verið tiltölulega hlýr sjór í kringum landið (Hafrannsóknastofnun 2016) og jákvætt NAO undanfarin ár (NAO 2025) haft góð áhrif á nýliðun síldar eins og sést með sterkum 2017, 2018 og 2019 árgöngum.

Vísbendingar eru um að NAO-vísitalan gæti nú verið að færast í veikara skeið. Ef sú þróun heldur áfram gæti það leitt til breytinga á hafstraumum við Ísland sem gætu haft neikvæð áhrif á nýliðun síldar á næstu árum. Þetta undirstrikar mikilvægi þess að fylgjast áfram með umhverfisbreytum, jafnvel þótt ekki sé tekið tillit til þeirra beint í stofnmati, til að geta betur brugðist við mögulegum breytingum á framleiðni stofna.

Heimildaskrá

  1. Astthorsson, O. S., Valdimarsson H., Gudmundsdóttir, Á., Óskarsson, G.J. 2012. Climate-related variations in the occurrence and distribution of mackerel (Scomber scombrus) in Icelandic waters. ICES Journal of Marine Science. 69: 1289–1297.

  2. Bjarnason, S. 2025. Results of acoustic measurements of Icelandic summer-spawning herring in the winter 2024/2025. ICES North Western Working Group, 26 April - 2 May 2025, Working Document No. 11. 36 pp.

  3. Bjarnason, S. 2024. Results of acoustic measurements of Icelandic summer-spawning herring in the winter 2023/2024. ICES North Western Working Group, 22 - 26 April 2024, Working Document No. 01. 36 pp.

  4. Björnsson, H. 2018. Icelandic herring. ICES Northwestern Working Group, 27 April - 4 May 2018, Working Document No. 20. 2 pp.

  5. Carvalho, F., et al. “A cookbook for using model diagnostics in integrated stock assessments”. In: Fisheries Research 240 (2021), p.105959.

  6. Debes, H., Homrum, E., Jacobsen, J. A., Hátún, H., and Danielsen, J. 2012. The feeding ecology of pelagic fish in the southwestern Norwegian Sea – Inter species food competition between herring (Clupea harengus) and mackerel (Scomber scombrus). ICES CM 2012/M:07. 19 pp.

  7. Fiskistofa, http://www.fiskistofa.is/veidar/aflaupplysingar/heildaraflamarksstada/

  8. Guðmundsdóttir, Á., G.J. Óskarsson, and S. Sveinbjörnsson 2007. Estimating year-class strength of Icelandic summer-spawning herring on the basis of two survey methods. ICES Journal of Marine Science, 64: 1182–1190.

  9. Hafrannsóknastofnun 2016. Þættir úr vistfræði sjávar 2015, https://www.hafogvatn.is/is/midlun/utgafa/haf-og-vatnarannsoknir/thaettir-ur-vistfraedi-sjavar-2015.

  10. ICES. 2011a. Report of the Benchmark Workshop on Roundfish and Pelagic Stocks (WKBENCH 2011), 24–31 January 2011, Lisbon, Portugal. ICES CM 2011/ACOM:38. 418 pp.

  11. ICES. 2011b. Report of the North Western Working Group (NWWG), 26 April - 3 May 2011, ICES Headquarters, Copenhagen. ICES CM 2011/ACOM:7. 975 pp

  12. ICES. 2014. Report of the North Western Working Group (NWWG), 24 April-1 May 2014, ICES HQ, Copenhagen, Denmark. ICES CM 2014/ACOM:07. 902 pp.

  13. ICES. 2016. Report of the North-Western Working Group (NWWG), 27 April–4 May, 2016, ICES Headquarters, Copenhagen. ICES CM 2016/ACOM:08.

  14. ICES. 2017a. Icelandic Waters ecoregion – Ecosystem overview. http://ices.dk/sites/pub/Publication%20Reports/Advice/2017/2017/Ecosystem_overview-Icelandic_Waters_ecoregion.pdf

  15. ICES. 2017b. Report of the Workshop on Evaluation of the Adopted Harvest Control Rules for Icelandic Summer Spawning Herring, Ling and Tusk (WKICEMSE), 21–25 April 2017, Copenhagen, Denmark. ICES CM 2017/ACOM:45. 49 pp.

  16. ICES. 2017c. Report of the North Western Working Group (NWWG), 27 April – 4 May 2017, Copenhagen, Denmark. ICES CM 2017/ACOM:08. 642 pp.

  17. ICES. 2018. Report of the North-Western Working Group (NWWG), 26 April–3 May, 2018, ICES HQ, Copenhagen, Denmark. ICES CM 2018/ACOM:09. 733 pp.

  18. ICES. 2024. Workshop on the assessment and management plan evaluation for Icelandic herring (WKICEHER). ICES Scientific Reports. 6:37. 91 pp. https://doi.org/10.17895/ices.pub.25605135

  19. Jakobsson, Jakob., Vilhjálmsson, Hjálmar & Schopka, Sigfús A. 1969. On the biology of the Icelandic herring stocks. Rit Fiskideildar 4. 1-16.

  20. Jakobsson, Jakob. 1980. Exploitation of the Icelandic spring- and summer spawning herring in relation to fisheries management, 1947-1977. Rapports et Proces-Verbaux des Reunions Conseil International pour l’exploration de la Mer 177. 23-42.

  21. Jakobsson, Jakob. 2000. Lífríki sjávar - Síld. Námsgagnastofnun og Hafrannsóknastofnun. 8 bls.

  22. Jones, S.R.M. and Dawe, S.C., 2002. Ichthyophonus hoferi Plehn & Mulsow in British Columbia stocks of Pacific herring, Clupea pallasi Valenciennes, and its infectivity to chinook salmon, Oncorhynchus tshawytscha (Walbaum). Journal of Fish Diseases 25, 415-421.

  23. Langøy, H., Nøttestad, L., Skaret, G., Broms, C. and Fernö, A. 2012. Overlap in distribution and diets of Atlantic mackerel (Scomber scombrus), Norwegian spring- spawning herring (Clupea harengus) and blue whiting (Micromesistius poutassou) in the Norwegian Sea during late summer. Marine biology research, 8: 442–460.

  24. Óskarsson, G.J. 2008. Variation in body condition, fat content and growth rate of Icelandic summer-spawning herring (Clupea harengus L.). Journal of Fish Biology 72: 2655–2676.

  25. Óskarsson, G.J. 2019. Estimation on number-at-age of the catch of Icelandic summer-spawning herring in 2018/2019 fishing season and the development of Ichthyophonus sp. infection in the stock. ICES North Western Working Group, 25 April - 1 May 2019, Working Document No. 5. 15 pp.

  26. Óskarsson, G.J., Á. Guðmundsdóttir & Þ. Sigurðsson. 2009. Variation in spatial distribution and migration of Icelandic summer-spawning herring. ICES Journal of Marine Science 66. 1762-1767.

  27. Óskarsson, Guðmundur J. & Taggart, C.T. 2009. Spawning time variation in Icelandic summer-spawning herring (Clupea harengus L.). Canadian Journal of Fisheries and Aquatic Science 66. 1666-1681.

  28. Óskarsson, G.J. and C.T. Taggart 2010. Variation in reproductive potential and influence on Icelandic herring recruitment. Fisheries Oceanography. 19: 412–426.

  29. Óskarsson, G.J. and Pálsson, J. 2018. Estimation on number-at-age of the catch of Icelandic summer-spawning herring in 2017/2018 fishing season and the development of Ichthyophonus sp. infection in the stock. ICES North Western Working Group, 27 April - 4 May 2018, Working Document No. 2. 15 pp.

  30. Óskarsson, G.J., Ólafsdóttir, S.R., Sigurðsson, Þ., and Valdimarsson, H. 2018b. Observation and quantification of two incidents of mass fish kill of Icelandic summer spawning herring (Clupea harengus) in the winter 2012/2013. Fisheries Oceanography. DOI: 10.1111/fog.12253.

  31. Óskarsson, G.J., Pálsson, J., and Gudmundsdottir, A. 2018a. An ichthyophoniasis epizootic in Atlantic herring in marine waters around Iceland. Can. J. Fish. Aquat. Sci. dx.doi.org/10.1139/cjfas-2017-0219.

  32. Skagen, D. 2012. HCS program for simulating harvest control rules. Program description and instructions for users. Version HCS12_2. Available from the author.

  33. NOAA 2025: National Oceanic and Atmospheric Administration, National weather service – Climate prediction center http://www.cpc.ncep.noaa.gov/products/precip/CWlink/pna/nao.shtml.