SÍLD Clupea harengus
Birting ráðgjafar: 6. júní 2025. Útgefið af Hafrannsóknastofnun.
Ráðgjöf
Hafrannsóknastofnun og Alþjóðahafrannsóknaráðið leggja til, í samræmi við aflareglu íslenskra stjórnvalda, að afli fiskveiðiárið 2025/2026 verði ekki meiri en 103 367 tonn.
Stofnþróun
Veiðihlutfall íslenskrar sumargotssíldar er undir veiðihlutfalli aflareglu (HRMGT), kjörskókn (HRMSY) og gátmörkum (HRpa). Stærð hrygningarstofns er yfir aðgerðarmörkum (MGT Btrigger), gátmörkum (Bpa) og varúðarmörkum (Blim).
Síld. Afli eftir veiðarfærum, nýliðun, veiðihlutfall viðmiðunarstofns, stærð viðmiðunarstofns (4 ára og eldri) og hrygningarstofns.
Stofnmat og Gátmörk
Forsendur ráðgjafar | Aflaregla |
Aflaregla | Aflamark sett sem 19 % af viðmiðunarstofni (lífmassi 4 ára og eldri) |
Stofnmat | Tölfræðilegt aldurs-aflalíkan |
Inntaksgögn | Aldursgreindur afli og aldursgreindar fjöldavísitölur úr bergmálsleiðöngrum |
Nálgun | Viðmiðunarmörk | Gildi | Grundvöllur |
|---|---|---|---|
Aflaregla | MGT Btrigger | 273 000 | Aflaregla (MSY Btrigger) |
HRMGT | 0.19 | Aflaregla | |
Hámarksafrakstur | MSY Btrigger | 273 000 | Bpa |
HRMSY | 0.221 | Slembireikningar í aflaregluhermun. | |
Varúðarnálgun | Blim | 200 000 | Stærð hrygningarstofns þar sem líkur eru á skertri nýliðun |
Bpa | 273 000 | Bpa = Blim × exp(1.645 × σ), σ = 0.19 | |
HRpa | 0.248 | Nýtingarhlutfall sem leiðir til to P (SSB > Blim) > 95% með MSY Btrigger |
Horfur
Atvinnuvegaráðuneytið hefur sett aflareglu fyrir síld, sem var uppfærð árið 2024. Samkvæmt aflareglunni er aflamark komandi fiskveiðiárs (TACY/Y+1), sem hefst 1. september úttektarárið Y og líkur 31. ágúst ráðgjafarárið Y+1, ákvarðað á eftirfarandi hátt:
\[ \text{TAC}_{Y/Y+1}=\text{min}\left(\frac{\text{SSB}_Y}{\text{MGT B}_{trigger}} ,1\right) \text{HR}_{\text{MGT}} B_{4+,Y} \]
þar sem aðgerðarmörk (MGT Btrigger) eru skilgreind sem 273 000 tonn af hrygningarstofni, B4+,y er stærð viðmiðunarstofns (lífmassi 4 ára og eldri) í upphafi stofnmatsárs og veiðihlutfall aflareglu (HRMGT) er 0.19.
Síld. Forsendur fyrir stofnmatsárið og í framreikningum.
Breyta | Gildi | Athugasemdir |
|---|---|---|
Afli (2024/2025) | 82 210 | Afli frá júní 2024 til apríl 2025; í tonnum. |
HR (2024/2025) | 0.14 | Veiðihlutfall byggt á lönduðum afla |
Nýliðun 2 ára (2025) | 545 116 | Mat úr líkani; í þúsundum |
B4+ (2025) | 544 037 | Mat úr líkan (1. janúar 2025) |
Hrygningarstofn (2025) | 517 273 | Skammtímaspá; í tonnum |
B4+ (2026) | 476 287 | Mat úr líkan (1. janúar 2026) |
Nýliðun 2 ára (2026) | 544 228 | Meðaltal seinustu 10 ára stofnmatsins; í þúsundum |
Síld. Áætluð þróun á stærð viðmiðunarstofns og hrygningarstofns miðað við veiðar samkvæmt aflareglu. Allar þyngdir eru í tonnum.
Grunnur | Afli (2025/2026) | Veiðihlutfall (2025/2026) | Hrygningarstofn (2027)1) | % Breyting á hrygningarstofni2) | % Breyting á ráðgjöf3) |
|---|---|---|---|---|---|
Aflaregla | 103 367 | 0.19 | 453 588 | -12 | 27 |
1) Hrygningarstofn 1. júlí 2026 | |||||
2) Hrygningarstofn árið 2026 miðað við hrygningarstofn 2025 | |||||
3) Ráðlagt aflamark fyrir 2026/2025 miðað við ráðlagt aflamark 2025/2024 81367 | |||||
Ráðlagt aflamark fyrir fiskveiðiárið 2025/2026 hækkar vegna þess að viðmiðunarstofninn (B4+) er nú metinn hærri.
Gæði stofnmats
Stofnmatsaðferð var breytt árið 2024 og byggir nú á tölfræðilegu aldursaflalíkani (SAM) (ICES, 2024).
Dánartala vegna frumdýrasýkingar (Ichthyophonus) var endurmetin fyrir tímabilið 2008–2023, sem leiddi til þess að nú er notuð lægri dánartala vegna frumdýrasýkingar en áður.
Tæknileg vandamál við bergmálsmælingar hafa komið upp síðustu tvö ár sem leiða til aukinnar óvissu í stofnmati.
Síld. Núverandi stofnmat (rauð lína) borið saman við stofnmat áranna 2021–2024. Gátmörk og stofnmat var endurskoðað árið 2024.`
Aðrar upplýsingar
Sýking af völdum frumdýrsins Ichthyophonus er enn viðvarandi í stofninum en tíðni hennar er minni. Gert er ráð fyrir áhrifum sýkingarinnar í bæði stofnmati og aflareglu.
Ráðgjöf, aflamark afli
Síld. Tillögur um hámarksafla, ákvörðun stjórnvalda um aflamark og afli (tonn). Afli sýnir summu vetrarvertíðar og sumarveiði fiskveiðársins á undan.
Fiskveiðiár | Tillaga | Aflamark | Afli alls |
|---|---|---|---|
1984 | 50 000 | 50 000 | 50 300 |
1985 | 50 000 | 50 000 | 49 400 |
1986 | 65 000 | 65 000 | 65 509 |
1987 | 70 000 | 72 900 | 75 400 |
1988 | 100 000 | 90 000 | 92 800 |
1989 | 95 000 | 90 000 | 101 000 |
1990/1991 | 90 000 | 100 000 | 105 100 |
1991/1992 | 79 000 | 110 000 | 109 500 |
1992/1993 | 86 000 | 110 000 | 108 510 |
1993/1994 | 110 000 | 110 000 | 102 700 |
1994/1995 | 83 000 | 130 000 | 134 000 |
1995/1996 | 120 000 | 110 000 | 125 850 |
1996/1997 | 97 000 | 110 000 | 95 850 |
1997/1998 | 90 000 | 100 000 | 64 930 |
1998/1999 | 90 000 | 90 000 | 87 240 |
1999/2000 | 100 000 | 100 000 | 92 900 |
2000/2001 | 110 000 | 110 000 | 100 330 |
2001/2002 | 125 000 | 125 000 | 101 400 |
2002/2003 | 113 000 | 105 000 | 96 100 |
2003/2004 | 113 000 | 110 000 | 126 000 |
2004/2005 | 106 000 | 110 000 | 115 000 |
2005/2006 | 110 000 | 110 000 | 103 050 |
2006/2007 | 110 000 | 130 000 | 135 310 |
2007/2008 | 117 000 | 150 000 | 158 900 |
2008/2009 | 131 000 | 130 000 | 151 780 |
2009/2010 | 75 000 | 40 000 | 46 000 |
2010/2011 | 40 000 | 40 000 | 43 533 |
2011/2012 | 40 000 | 45 000 | 49 446 |
2012/2013 | 67 000 | 68 500 | 72 236 |
2013/2014 | 87 000 | 87 000 | 72 058 |
2014/2015 | 83 000 | 83 000 | 94 975 |
2015/2016 | 71 000 | 71 000 | 69 729 |
2016/2017 | 63 000 | 63 000 | 60 403 |
2017/2018 | 38 712 | 39 000 | 35 034 |
2018/2019 | 35 186 | 35 186 | 40 683 |
2019/2020 | 34 572 | 34 572 | 30 041 |
2020/2021 | 35 490 | 35 490 | 36 041 |
2021/2022 | 72 239 | 72 239 | 70 084 |
2022/2023 | 66 195 | 66 195 | 72 804 |
2023/2024 | 92 633 | 92 633 | 94 422 |
2024/2025 | 81 367 | 81 367 | 82 210 |
2025/2026 | 103 367 |
Heimildir og ítarefni
Stofnmatsskýrslur Hafrannsóknastofnunar 2025. Síld. Hafrannsóknastofnun, 6. júní 2025.