Botnvarpa
|
Lína
|
Net
|
Dragnót
|
Samtals
|
||||||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| Skip | Fjöldi | Skip | Fjöldi | Skip | Fjöldi | Skip | Fjöldi | Heildarfjöldi skipa | Heildarfjöldi slepptra | |
| 2017 | 1 | 1 | 7 | 472 | 0 | 0 | 0 | 0 | 16 | 473 |
| 2018 | 0 | 0 | 13 | 2044 | 3 | 7 | 0 | 0 | 32 | 2051 |
| 2019 | 1 | 3 | 12 | 2214 | 0 | 0 | 1 | 95 | 28 | 2312 |
| 2020 | 1 | 2 | 5 | 2480 | 1 | 1 | 1 | 33 | 16 | 2516 |
| 2021 | 1 | 10 | 14 | 7723 | 0 | 0 | 2 | 66 | 34 | 7799 |
| 2022 | 1 | 1 | 8 | 2536 | 2 | 8 | 1 | 5 | 24 | 2550 |
| 2023 | 6 | 43 | 22 | 882 | 8 | 13 | 2 | 242 | 76 | 1180 |
| 2024 | 12 | 64 | 20 | 1046 | 4 | 15 | 3 | 164 | 78 | 1289 |
Helstu niðurstöður
Veiðar náðu hámarki snemma á 20. öld en hafa minnkað mikið síðan 1960; frá 2012 hefur verið bann við beinni lúðuveiði og krafa um sleppingu lífvænlegrar lúðu.
Stofnvísitala lúðu hefur verið mjög lág frá 1990 en hækkað lítillega síðustu ár. Nýliðun árið 2024 var sú mesta síðan 1988 og vísitölur kynþroska hluta stofnsins benda til að hann hafi stækkað frá 2020.
Almennar upplýsingar
Lúða er stærst allra flatfiskategunda og stærsti beinfiskur sem veiðist við Ísland. Stærsta mælda lúða sem hefur veiðst á Íslandsmiðum var 365 cm löng og 266 kg og veiddist hún fyrir norðan land árið 1935. Lúða er seinkynþroska; um helmingur hænga er kynþroska við 80 cm og helmingur hrygna við 103 cm. Lúða finnst allt í kringum landið en er mest áberandi vestan og sunnan lands. Hún er botnlæg tegund sem dvelur á sendnum, leirkenndum, grýttum og jafnvel á hörðum botni niður á 2000 m dýpi. Ungviðið dvelur í grunnum sjó til 3-5 ára aldurs en eftir það fikrar lúðan sig dýpra og lengra frá ströndinni. Lúðan er þekkt fyrir langar göngur og hafa lúður merktar við Ísland veiðst aftur við Færeyjar, Austur- og Vestur Grænland og Nýfundnaland. Endurheimtar lúður við Ísland hafa áður verið merktar við Færeyjar og Kanada.
Sjá nánar um líffræði lúðunnar.
Veiðar
Mikil sókn hefur verið í lúðu á 20. öldinni og benda gögn um lúðuveiði á Íslandsmiðum til þess að hún sé viðkvæm fyrir mikilli veiði (Mynd 1). Eftir að hámarki í lúðuafla var náð, oft á mjög skömmum tíma, minnkaði aflinn jafnharðan. Til dæmis náði lúðustofninn sér upp við friðun á stríðsárunum þegar litlar fiskveiðar voru stundaðar á Íslandsmiðum. Eftir að veiðar hófust á ný var toppi náð á örfáum árum, en aflinn féll síðan jafnharðan.
Mestur varð lúðuaflinn á Íslandsmiðum árið 1907 eða tæplega 8 000 tonn og í nokkrum tilfellum var hann á bilinu 6 000–7 000 tonn (Mynd 1). Frá því um 1960 hefur árlegur lúðuafli minnkað stöðugt. Árlegur afli á árunum 2004–2007 var á bilinu 527–683 tonn, að mestum hluta veiddur í botnvörpu og á línu. Árlegur afli árin 2008–2011 var tæplega 600 tonn en hlutfall lúðu veidd á línu jókst sem má rekja til aukinnar beinnar sóknar í tegundina. Frá 2012, þegar bann við beinni sókn var sett og krafa sett um að allri lífvænlegri lúðu skuli sleppt, hefur skráður afli verið á bilinu 36–200 tonn. Aflinn 2022–2024 hefur verið um 200 tonn og hefur að mestu veiddur í botnvörpu.
Útbreiðsla lúðuveiða hefur breyst undanfarin 13 ár vegna banns á beinni sókn í tegundina og fyrirmæla um að sleppa skuli allri lífvænlegri lúðu (Mynd 2). Árin 2000–2011 var lúða aðallega veidd fyrir vestan land samkvæmt skráningum í afladagbækur (Mynd 3). Eftir veiðibannið færðist hlutdeild lúðuveiða frá vestanverðu landgrunninu yfir á botnvörpumið norðvestanlands. Beinar veiðar á lúðu á línu með haukalóðum fóru fram á meira en 300 m dýpi (Mynd 4). Lúðan er nú veidd grynnra og mestmegnis í botnvörpu.
Áður fyrr var lúða veidd á línu með haukalóðum og í botnvörpu eða um 85 % landaðs lúðuafla (Mynd 5, Tafla 1). Eftir 2011, hefur nánast engu verið landað af lúðu á línu (Tafla 1), einkum vegna þess að flestar lúður sem koma í línu eru lífvænlegar og þeim sleppt. Fjöldi slepptra lífvænlegra lúða jókst frá árinu 2018 fram til ársins 2021 þegar 7 800 lúðum var sleppt (Tafla 2). Síðan hefur skráðum sleppingum fækkað og þá aðallega við línuveiðar.
| Ár |
Afli (tonn)
|
Skip (fjöldi)
|
||||||||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| Botnvarpa | Dragnót | Lína | Önnur veiðarfæri | Heildarafli | Togarar | Dragnótabátar | Línuskip | Önnur skip | Heildarfjöldi | |
| 1993 | 340 | 96 | 248 | 75 | 759 | 265 | 78 | 420 | 466 | 912 |
| 1994 | 306 | 151 | 279 | 96 | 831 | 257 | 101 | 491 | 476 | 957 |
| 1995 | 243 | 116 | 206 | 45 | 609 | 225 | 100 | 460 | 404 | 886 |
| 1996 | 309 | 173 | 253 | 50 | 785 | 187 | 113 | 411 | 401 | 812 |
| 1997 | 275 | 104 | 194 | 45 | 619 | 169 | 107 | 314 | 347 | 710 |
| 1998 | 197 | 74 | 214 | 32 | 517 | 161 | 98 | 329 | 314 | 716 |
| 1999 | 199 | 110 | 222 | 29 | 561 | 155 | 87 | 347 | 272 | 706 |
| 2000 | 202 | 85 | 171 | 38 | 496 | 137 | 79 | 349 | 283 | 697 |
| 2001 | 216 | 95 | 255 | 62 | 628 | 136 | 85 | 348 | 346 | 753 |
| 2002 | 245 | 116 | 272 | 48 | 681 | 129 | 81 | 309 | 323 | 694 |
| 2003 | 215 | 141 | 202 | 72 | 631 | 126 | 88 | 320 | 304 | 695 |
| 2004 | 215 | 94 | 218 | 42 | 569 | 118 | 84 | 331 | 287 | 694 |
| 2005 | 221 | 54 | 205 | 41 | 521 | 119 | 79 | 327 | 213 | 638 |
| 2006 | 176 | 38 | 228 | 21 | 464 | 107 | 73 | 319 | 162 | 581 |
| 2007 | 177 | 39 | 187 | 26 | 429 | 107 | 68 | 295 | 122 | 527 |
| 2008 | 191 | 46 | 242 | 19 | 498 | 97 | 63 | 252 | 97 | 448 |
| 2009 | 164 | 47 | 298 | 19 | 529 | 92 | 61 | 235 | 120 | 454 |
| 2010 | 126 | 34 | 386 | 14 | 559 | 84 | 50 | 207 | 154 | 429 |
| 2011 | 88 | 24 | 423 | 12 | 548 | 79 | 47 | 195 | 174 | 430 |
| 2012 | 33 | 0 | 1 | 1 | 35 | 54 | 9 | 33 | 26 | 116 |
| 2013 | 34 | 1 | 2 | 3 | 41 | 67 | 21 | 46 | 28 | 153 |
| 2014 | 33 | 4 | 6 | 3 | 45 | 60 | 17 | 61 | 32 | 159 |
| 2015 | 72 | 9 | 0 | 2 | 84 | 63 | 18 | 33 | 18 | 124 |
| 2016 | 113 | 4 | 0 | 2 | 119 | 70 | 17 | 11 | 23 | 112 |
| 2017 | 84 | 16 | 0 | 1 | 102 | 67 | 25 | 8 | 22 | 111 |
| 2018 | 115 | 16 | 0 | 3 | 133 | 64 | 29 | 8 | 27 | 120 |
| 2019 | 103 | 22 | 0 | 2 | 128 | 59 | 30 | 12 | 24 | 119 |
| 2020 | 120 | 17 | 1 | 3 | 142 | 64 | 29 | 11 | 22 | 118 |
| 2021 | 134 | 16 | 0 | 3 | 153 | 63 | 30 | 6 | 31 | 119 |
| 2022 | 152 | 17 | 23 | 3 | 194 | 62 | 27 | 14 | 29 | 120 |
| 2023 | 137 | 17 | 19 | 3 | 176 | 55 | 25 | 12 | 37 | 122 |
| 2024 | 154 | 22 | 16 | 5 | 197 | 58 | 28 | 12 | 25 | 118 |
Yfirlit gagna
Söfnun á líffræðilegum mælingum úr afla helstu veiðarfæra (lína, dragnót og botnvarpa) er gloppótt (Tafla 3). Ekki hafa verið tekin sýni úr afla síðan 2020.
Botnvarpa
|
Dragnót
|
Lína
|
||||
|---|---|---|---|---|---|---|
| Sýni | Lengdarmælt | Sýni | Lengdarmælt | Sýni | Lengdarmælt | |
| 1994 | 0 | 0 | 1 | 122 | 0 | 0 |
| 1995 | 0 | 0 | 0 | 0 | 2 | 63 |
| 1996 | 1 | 27 | 2 | 249 | 0 | 0 |
| 1997 | 1 | 2 | 1 | 57 | 1 | 1 |
| 1998 | 51 | 215 | 2 | 199 | 8 | 104 |
| 1999 | 63 | 309 | 1 | 83 | 1 | 26 |
| 2000 | 24 | 86 | 2 | 168 | 2 | 31 |
| 2001 | 2 | 30 | 1 | 76 | 0 | 0 |
| 2002 | 1 | 17 | 0 | 0 | 0 | 0 |
| 2003 | 1 | 5 | 1 | 4 | 0 | 0 |
| 2004 | 0 | 0 | 1 | 27 | 0 | 0 |
| 2007 | 3 | 63 | 0 | 0 | 1 | 1 |
| 2008 | 0 | 0 | 0 | 0 | 1 | 65 |
| 2009 | 0 | 0 | 0 | 0 | 2 | 16 |
| 2011 | 1 | 3 | 0 | 0 | 0 | 0 |
| 2012 | 5 | 9 | 0 | 0 | 0 | 0 |
| 2013 | 3 | 21 | 0 | 0 | 0 | 0 |
| 2017 | 0 | 0 | 0 | 0 | 2 | 5 |
| 2019 | 11 | 60 | 2 | 3 | 0 | 0 |
| 2020 | 6 | 26 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Stofnmælingar
Lúða er vöktuð í stofnmælingu botnfiska bæði að vori (SMB) og hausti (SMH). SMB fer að mestu fram innan 500 m dýpis og hefur verið farin frá árinu 1985, en á þessari slóð heldur unglúðan sig, og það er einkum þriggja til sex ára ókynþroska lúða sem veiðist í SMB. Í SMH, sem hefur farið fram frá árinu 1996, er meira um stórlúður þar sem togað er dýpra. SMB mælir breytingar í fjölda/lífmassa ókynþroska lúðu betur en SMH þar sem tímaröðin er lengri og öryggismörk vísitalna eru lág. Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar byggir því að mestu á upplýsingum úr SMB. Hins vegar tekur hvorug stofnmæling nægilega vel til svæða þar sem kynþroska lúða heldur sig og eru því ekki fullnægjandi til að meta stærð hrygningarstofns.
Niðurstöður SMB sýna að heildarstofnvísitalan (í þyngd) féll hratt á árunum 1985–1990 og hefur verið lág síðan (Mynd 6). Á árunum 2008–2014 var vísitalan sú lægsta í tímaröðinni en hefur hækkað síða. Vísitalan árið 2025 er þriðjungur af því sem hún var árið 1985 þegar hún var hæst. Hins vegar hefur vísitala stórrar lúðu (>86 cm) bæði í SMB og SMH aukist umtalsvert frá árinu 2020 sem gefur vísbendingu um að hrygningarstofninn sé að stækka.
Heildarvísitala í fjölda gefur betri mynd af stofnþróun lúðunnar en þyngdarvísitölur (Mynd 6 ). Er það vegna þess hversu ráðandi stórar lúður eru við útreikninga á þyngdarvísitölum, sérstaklega í SMH. Heildarvísitala í fjölda í SMB árið 2025 var ekki nema um 5 % af því sem hún var árið 1985. Fjöldavísitala í SMH hefur verið lág og er í góðu samræmi við þá sem mælst hefur í SMB.
Eins og áður segir er sú lúða sem veiðist í SMB að stærstum hluta 3–6 ára ókynþroska fiskur. Þessir aldurshópar hafa verið í mikilli lægð í meira en þrjá áratugi. Síðasta nýliðunarbylgjan með nokkrum stórum árgöngum í röð kom á árunum 1980–1984, sem þýðir að hrygningarstofninn var yfir lágmarksstærð fram til 1980. Síðasti árgangur sem vart var við í umtalsverðu magni á landgrunninu er árgangurinn frá 1990 (Mynd 6 ). Nýliðunarvísitala (<30 cm) í SMB árið 2024 mældist sú hæsta síðan 1988.
Á Mynd 7 eru hlutfallslegar vísitölur úr SMB og SMH sýndar. Ekki er mikill munur á heildarlífmassa og heildarfjölda lúða í þessum leiðöngum.
Smálúða (30-60 cm) er mest áberandi í SMB, en í SMH er lengdardreifingin víð og án sýnilegs mynsturs (Mynd 8).
Lúða fæst aðallega fyrir norðvestan og vestan land í SMB (Mynd 9), en á árunum 2002–2010 var lúða einnig áberandi á suðaustursvæði. Í SMH fæst fremur lítið af lúðu en ef það gerist þá er það oftast fyrir vestan og norðvestan land (Mynd 9).
Fiskveiðistjórnun
Atvinnuvegaráðuneytið ber ábyrgð á stjórnun fiskveiða við Ísland. Árið 2012 var sett reglugerð sem bannar allar beinar veiðar á lúðu á Íslandsmiðum og kveður jafnframt á um að allri lífvænlegri lúðu sem kemur um borð í veiðiskip skuli sleppt (reglugerð nr. 470/2012).
Ekkert aflamark er sett fyrir þennan stofn.