GULLLAX Argentina silus
Birting ráðgjafar: 6. júní 2025. Útgefið af Hafrannsóknastofnun.
Ráðgjöf
Hafrannsóknastofnun og Alþjóðahafrannsóknarráðið ráðleggja, í samræmi við nýtingarstefnu sem mun leiða til hámarksafraksturs (MSY) til lengri tíma litið, að afli fiskveiðiárið 2025/2026 verði ekki meiri en 7 771 tonn.
Stofnþróun
Veiðiálag er undir kjörsókn (FMSY) og gátmörkum (Fpa). Stærð hrygningarstofns er yfir aðgerðarmörkum (MSY Btrigger), gátmörkum (Bpa) og varúðarmörkum (Blim).
Gulllax. Afli eftir svæðum, nýliðun (5 ára), veiðidánartala 6–14 ára og stærð hrygningarstofns. Skyggð svæði og öryggisbil sýna 95 % öryggismörk.
Stofnmat og gátmörk
Forsendur ráðgjafar | Hámarksafrakstur |
Aflaregla | Ekki hefur verið sett aflaregla fyrir þennan stofn |
Stofnmat | Tölfræðilegt aldurs-aflalíkan (SAM) |
Inntaksgögn | Aldurs og lengdargögn úr afla og stofnmælingum (SMB og SMH). |
Nálgun | Viðmiðunarmörk | Gildi | Grundvöllur |
|---|---|---|---|
Hámarksafrakstur | MSY Btrigger | 49 481 | Byggt á Bpa |
FMSY | 0.093 | Leiðir til hámarksafraksturs til lengri tíma, byggt á slembihermunum (EqSim). | |
Varúðarnálgun | Blim | 40 531 | Lægsta SSB gildið (2016) með háa nýliðun |
Bpa | 49 481 | Blim x e^1.645 * 0.2^ | |
Fpa | 0.093 | Fp05, hámarks F þar sem líkur á því að SSB fari niður fyrir Blim eru <5 % |
Horfur
Gulllax. Forsendur fyrir stofnmatsárið og í framreikningum.
Breyta | Gildi | Athugasemdir |
|---|---|---|
F6-14ára (2025) | 0.13 | Gerir ráð fyrir að aflamarki sé náð fiskveiðiárið 2024/2025 (1. september 2024 - 15. maí 2025) og FMSY fyrir 1. september - 31. desember 2025. |
Hrygningarstofn (2026) | 74 005 | Skammtímaspá; í tonnum |
Nýliðun 5 ára (2026) | 36 971 | Mat úr líkani; í þúsundum |
Nýliðun 5 ára (2027) | 39 408 | Meðaltal seinustu 10 ára stofnmatsins; í þúsundum |
Afli (2025) | 11 040 | Byggt á F6–14ára (2025); í tonnum. |
Gulllax. Áætluð þróun á stærð hrygningarstofns (tonn) miðað við veiðar samkvæmt kjörsókn.
Grunnur | Afli (2025/2026) | Fiskveiðidánartala 6-14 ára (2025/2026) | Hrygningarstofn (2027) | % Breyting á hrygningarstofni1) | % Breyting á ráðgjöf2) |
|---|---|---|---|---|---|
Aflaregla | 7 771 | 0.093 | 73 520 | -1 | -37 |
1) Hrygningarstofn árið 2027 miðað við hrygningarstofn 2026 | |||||
2) Ráðlagt aflamark fyrir 2025/2026 miðað við ráðlagt aflamark 2024/2025 (12273 t) | |||||
Breyting á ráðgjöf fyrir fiskveiðiárið 2025/2026 er vegna þess að grunnur ráðgjafar var endurskoðaður árið 2025 (ICES, 2025).
Gæði stofnmats
Við endurmat á aflareglu gulllax við Ísland og Austur Grænland var grunnur ráðgjafar endurskoðaður og ný aflaregla innleidd, en hún er í samræmi við varúðarnálgunn og markmið Alþjóðahafrannsóknaráðsins um hámarksafrakstur (ICES, 2025) .
Mikil óvissa er í inntaksgögnum líkansins. Þessi óvissa helgast meðal annars af miklum sveiflum í vísitölum milli ára og víðum vikmörkum þar sem gulllax er gjarnan í torfum og heldur sig talsvert ofan við botn.
Stofnmæling botnfiska að haustlagi (SMH) nær yfir útbreiðslu- og veiðisvæði gulllax á Íslandsmiðum og stofnmæling botnfiska að vori (SMB) nýtast til upplýsinga um nýliðun. Stofnmælingaleiðangur við Austur Grænland bendir til að stofninn sé við landgrunnsbrúnina allt suður að 62°00ˈN.
Gulllax Núverandi stofnmat (rauð lína) borið saman við stofnmat áranna 2021–2024
Ráðgjöf, aflamark og afli
Gulllax. Tillögur um hámarksafla, ákvörðun stjórnvalda um aflamark, afli Íslendinga, afli Grænlendinga, afli annarra þjóða og heildarafli. Allar aflatölur eru í tonnum.
Fiskveiðiár | Tillaga | Aflamark1) | Afli Íslendinga | Afli Grænlendinga2) | Afli annarra þjóða | Heildarafli |
|---|---|---|---|---|---|---|
2010/2011 | 8 000 | 8 000 | 12 091 | 0 | 0 | 12 091 |
2011/2012 | 6 000 | 6 000 | 8 410 | 0 | 0 | 8 410 |
2012/2013 | 8 000 | 8 000 | 11 039 | 0 | 0 | 11 039 |
2013/2014 | 8 000 | 8 000 | 7 243 | 0 | 0 | 7 243 |
2014/2015 | 8 000 | 8 000 | 6 849 | 4 | 0 | 6 849 |
2015/2016 | 8 000 | 8 000 | 6 019 | 12 | 0 | 6 019 |
2016/2017 | 7 885 | 7 885 | 3 570 | 16 | 0 | 3 570 |
2017/2018 | 9 310 | 9 310 | 5 159 | 666 | 0 | 5 159 |
2018/2019 | 7 603 | 7 603 | 2 807 | 425 | 0 | 2 807 |
2019/2020 | 9 124 | 9 124 | 3 773 | 0 | 2 | 3 775 |
2020/2021 | 8 729 | 8 729 | 4 277 | 22 | 5 | 4 282 |
2021/2022 | 8 717 | 8 717 | 6 550 | 15 | 0 | 6 550 |
2021/2022 | 9 244 | 9 244 | 6 550 | 28 | 0 | 6 550 |
2022/2023 | 11 520 | 11 520 | 5 430 | 0 | 0 | 5 430 |
2023/2024 | 10 9203) | 12 080 | 7 378 | 0 | 6 | 7 384 |
2024/2025 | 12 273 | 12 273 | ||||
2025/2026 | 7 771 | |||||
1) Aflamark fyrir Íslandsmið | ||||||
2) Heildarafli á almanaksári við Austur Grænland | ||||||
3) Leiðrétt ráðgjöf 2024 | ||||||
Heimildir og ítarefni
ICES. 2025. Benchmark Workshop on Selected Deep-Sea Fisheries Stocks (WKBDEEP). ICES Scientific Reports. 7:24. 148 pp. https://doi.org/10.17895/ices.pub.28882295
Stofnmatsskýrslur Hafrannsóknastofnunar 2025. Gulllax. Hafrannsóknastofnun 6. júní 2025.