SKÖTUSELUR

Lophius piscatorius


Tækniskýrsla
Birt af

Hafrannsóknastofnun

Birt

6. júní 2025

Helstu niðurstöður

  • Lífmassavísitala úr vorralli hefur minnkað síðan 2010, en hefur verið á uppleið síðastliðin þrjú ár.

  • Nýliðun hefur verið dræm síðaðn 2010 en jókst töluvert 2025 miðað við árin á undan.

  • Lengdardreifing hefur einkennst af stærri einstaklingum síðan 2010 vegna skorts á nýliðun sem leiðir til stærri meðallengdar.

  • Heildar lífmassi í vorralli háði hámarki 2005, dróst saman síðan en virðist á uppleið.

  • Veiðidánartala (F) er fyrir neðan viðmiðunarmörk (FMSY).

Almennar upplýsingar

Skötuselur er botnlægur ránfiskur sem er þekktur fyrir að liggja hreyfingarlaus og felulitaður á botninum og lokka til sín bráð með svokallaðri veiðistöng. Skötusel er aðallega að finna sunnan og vestan við landið á dýpi allt frá 20-2800 m, en hann er algengastur á 50-250 m dýpi. Hrygnur verða stærri en hængar og geta náð allt að 130 cm lengd, en hængar veiðast sjaldan stærri en 80 cm. Hrygnur verða kynþroska við u.þ.b. 80 cm og hængar við 61 cm. Norðvesturmörk útbreiðslusvæðis skötusels eru við Ísland og hann er því næmur fyrir umhverfisbreytingum á svæðinu.

Sjá nánar: https://www.hafogvatn.is/is/sjavardyr/skotuselur

Veiðar

Samkvæmt afladagbókum veiddist skötuselur aðallega á sunnan- og vestanverðu landgrunninu árin 2017-2021, en í minnkandi magni fyrir vestan og norðvestan land (Mynd 1 og Mynd 2). Frá 1995-2000 veiddist hann nær eingöngu sunnan við landið en eftir það jókst útbreiðslan til vesturs og norðvesturs. Sú þróun hefur smám saman gengið til baka síðastliðinn áratug og líkist nú því sem var fyrir aldamót (Mynd 2). Útbreiðsla skötuselsveiða breyttist með þeim hætti að hann fór að veiðast í auknum þéttleika á fáum og afmörkuðum svæðum í kjölfar samdráttar í afla, að frátalinni aukningu við Norðvesturland 2010-2016.

Við Ísland veiðist skötuselur að mestu á 50-250 m dýpi (Mynd 3). Til ársins 2017 fékkst hann mest í skötuselsnet, botnvörpu og humarvörpu en það ár var beinum veiðum með skötuselsnetum að mestu hætt og árið 2022 var veiðibann sett á humar (Mynd 4, Tafla 1). Fjöldi skipa sem veiða skötusel náði hámarki árið 2007, samanlagt 472 bátar, en aflinn náði hámarki árið 2005 þegar 1631 tonn veiddust. Síðan hefur afli minnkað ár frá ári en árið 2024 veiddust 171 tonn samanborið við 349 tonn árið 2021 (Tafla 1). Mikil breyting á afla og dýpi veiða frá 2000 til 2016 útskýrist af breytingum á beinum veiðum með skötuselsnetum (Mynd 3 og Mynd 4). Árið 2016 fengust til dæmis 54 % aflans í skötuselsnet, 14 % árið 2017 og 7 % árið 2024 (Tafla 1). Fækkun báta sem landa skötusel og mikil minnkun afla frá 2021 til 2024 útskýrist, eins og fram hefur komið, af veiðibanni á humri, en meirihluti skötuselsafla síðustu ár var meðafli í humarveiðum.

Mynd 1: Skötuselur. Útbreiðsla veiða á Íslandsmiðum síðan 1995 samkvæmt afladagbókum.
Mynd 2: Skötuselur. Afli eftir svæðum ásamt hlutfalli innan hvers svæðis frá 2000 samkvæmt afladagbókum. Öll veiðarfæri samanlögð.
Mynd 3: Skötuselur. Afli eftir dýpi síðan árið 2000 samkvæmt afladagbókum.
Mynd 4: Skötuselur. Landaður afli eftir veiðarfærum síðan árið 1994 samkvæmt aflaskráningarkerfi Fiskistofu.
Tafla 1: Skötuselur. Fjöldi íslenskra skipa sem landað hafa skötusel ásamt heildarafla og afla eftir veiðarfærum.
Ár Fj. Botnvarpa Fj. Net Fj. Annað Fj. Humarvarpa Botnvarpa (t) Net (t) Annað (t) Humarvarpa (t) Heildarafli
1995 106 103 102 58 119 41 185 164 509
1996 90 125 120 58 248 45 239 259 791
1997 88 108 134 56 383 60 178 212 833
1998 85 129 122 46 362 69 108 296 835
1999 100 133 119 41 520 50 128 293 991
2000 94 163 177 34 355 765 190 220 1530
2001 76 239 191 36 279 619 211 251 1360
2002 74 207 182 36 184 249 228 309 970
2003 73 187 214 37 184 900 260 341 1685
2004 74 179 213 29 307 1268 295 353 2223
2005 80 129 243 31 452 1495 391 514 2852
2006 68 109 257 28 489 1273 424 405 2591
2007 72 98 256 22 560 1489 436 310 2795
2008 63 87 240 22 381 1690 536 341 2948
2009 63 105 226 17 574 2473 602 419 4068
2010 66 165 217 18 453 1762 510 556 3281
2011 55 170 202 17 300 1991 463 475 3229
2012 59 158 186 18 178 1744 301 444 2667
2013 64 87 170 16 144 859 157 337 1497
2014 57 80 152 16 146 712 93 234 1185
2015 49 55 128 14 145 512 54 223 934
2016 54 43 115 12 156 500 38 200 894
2017 50 40 97 9 130 89 35 213 467
2018 47 35 85 9 248 100 50 244 642
2019 49 32 85 8 240 53 34 181 508
2020 53 25 69 8 192 30 37 177 436
2021 49 31 60 7 147 47 20 196 410
2022 51 21 53 3 122 9 25 2 158
2023 49 18 53 0 166 12 28 0 206
2024 51 15 55 1 158 10 33 2 203

Lengdardreifing úr lönduðum afla

Lengdarmælingar sem safnað var úr afla 2001-2016 og 2019 sýndu breytingar á lengdardreifingu eftir 2012. Smám saman veiddist meira af stærri einstaklingum og minna af ungviði og meðallengdin því í seinni tíð hærri (Mynd 6). Lítið er af gögnum eftir 2012 sökum lítils afla en lengdarmælingum er safnað í hlutfalli við afla.

Mynd 5: Skötuselur. Veiðisvæði árið 2024 ásamt staðsetningu sýnatöku.
Mynd 6: Skötuselur. Hlutfallsleg lengdardreifing úr afla síðan 2000 að fráskildum árum og veiðarfærum þar sem fáar eða engar mælingar áttu sér stað.

Stofnmælingar

Stofnmæling botnfiska að vori (SMB), sem hefur verið framkvæmd árlega síðan 1985, nær yfir veiðisvæði skötusels á Íslandsmiðum. Einnig hafa verið framkvæmdar stofnmælingar botnfiska að hausti (SMH) síðan 1996 sem endurspeglar þó ekki eins vel útbreiðslu og stöðu skötuselsstofnsins. SMH var ekki framkvæmt 2011.

Reiknaðar eru heildarvísitala, vísitala veiðistofns og nýliðunarvísitala úr SMB og SMH (Mynd 7). Vísitala veiðistofns er samanlögð lífmassavísitala einstaklinga sem eru 40 cm eða stærri. Frá 1998 til 2005 hækkaði lífmassavísitalan hratt og hélst há til ársins 2011. Eftir það lækkaði hún hratt til ársins 2023 en hefur síðan verið á uppleið (Mynd 7). Nýliðunarvísitalan er reiknuð út frá fjölda einstaklinga 40 cm sem endurspeglar fjölda eins og tveggja ára einstaklinga. Mikla aukningu í nýliðun má sjá árin 1999-2008. Eftir það má segja að orðið hafi nýliðunarbrestur með tilheyrandi breytingum á lengdardreifingu þar sem meðallengd hækkar með hverju árinu (Mynd 10). Mikil aukning hefur átt sér stað í nýliðun síðan 2023 (Mynd 7).

Mynd 7: Skötuselur. Heildarlífmassavísitala, lífmassavísitala veiðistofns (≥40cm) og nýliðunarvísitala (fjöldi ≤40 cm) ásamt 95 % vikmörkum. Gögn úr SMB (línur) og SMH (punktar).

Í SMB 2023 veiddist skötuselur nær eingöngu sunnan við landið (Mynd 9). Það sama átti við árin 1985-1999, en frá aldarmótum til 2016 fékkst hann í töluverðu mæli fyrir vestan og norðvestan land. Lítið hefur veiðst á því svæði eftir það (Mynd 9). Veiðar á norðaustursvæði áttu sér mest stað syðst á því svæði, en skötuselur veiðist mjög sjaldan við austur og norðaustur land (Mynd 9).

Mynd 8: Skötuselur. Útbreiðsla í SMB árið 2025 og SMH árið 2024. Sýndar eru 100, 500 og 1000 m dýptarlínur.
Mynd 9: Skötuselur. Dreifing lífmassavísitölu eftir svæðum ásamt hlutfalli innan hvers svæðis í SMB síðan 1985.
Mynd 10: Skötuselur. Lengdardreifing í SMB síðan 1996.

Í SMH 2024 veiddist skötuselur eingöngu við Suðurland (Mynd 8). Eins og í SMB var óvenju mikið af skötusel á norðvestursvæði 2005-2017 (Mynd 9).

Mynd 11: Skötuselur. Dreifing lífmassavísitölu eftir svæðum ásamt hlutfalli innan hvers svæðis í SMH síðan 1996. Ekki var farið í leiðangur 2011.

Stofnmat

Lýsing á stofnmatsaðferð og ráðgjafarreglu

Grunnur ráðgjafar fyrir fiskveiðiárið 2025/2026 og 2026/2027 fylgir forskrift Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) fyrir stofna þar sem ekki er hægt að framkvæma tölfræðilegt stofnmat en til eru vísitölur og aðrar upplýsingar um lífsögulega þætti. Ráðgjöfin byggir á rfb-reglu (ICES 2021) en hún gildir fyrir tvö fiskveiðiár og hefur eftirfarandi form:

\[A_{y + 1} = A_{y - 1}\ r\ f\ b\ m\]

þar sem Ay+1 er ráðlagður heildarafli, Ay−1 er ráðgjöf síðasta árs, r er hlutfall meðaltals síðustu tveggja ára (vísitala A) og meðaltals þriggja ára þar á undan (Vísitala B), f er nálgun (e: proxy) á nýtingu (meðallengd úr afla deilt með MSY-viðmiðunarlengd) og b eru varúðarmörk (ráðlagður heildarafli minnkar þegar lífmassavísitala fellur fyrir neðan gildi aðgerðarmarka).

r er hlutfall meðaltals vísitölu síðustu tveggja ára (Vísitala A) og meðaltals þriggja ára þar á undan (Vísitala B) eða:

\[\begin{matrix} r = \frac{\sum_{i = y - 2}^{y - 1}I_{1}/2}{\sum_{i = y - 3}^{y - 5}I_{1}/3} \\ \end{matrix}\]

f er nálgun á nýtingu:

\[f = \frac{{\overline{L}}_{y - 1}}{L_{F = M}}\]

þar sem \(\overline{L}\) er meðallengd úr afla sem er hærri en \(L_{F = M}\).

\(L_{F = M}\) er reiknað með eftirfarandi hætti:

\[L_{F = M} = 0.75L_{c} + 0.25L_{\infty}\]

þar sem Lc er lengd þar sem tíðnin er helmingurinn af tíðni algengasta gildis (15. mynd) og L er hámarkslengd tegundar samkvæmt jöfnu von Bertalanffy.

b er varúðarmörk og er notað til að takmarka ráðgjöf þegar vísitala fellur undir aðgerðamörk.

\[b = \min\left( 1,I_{y} - 1/I_{\text{trigger}} \right)\]

þar sem \(I_{\text{trigger}}\) = \(i_{\text{lossω}}\)

\(m\) er margfaldari byggður á vaxtarhraða K, sem er fenginn með aðferð von Bertalanffy. Fyrir tegundir með K<0.2yr-1; þá er m=0.95 (hægvaxta tegundir). Von Bertalanffy K fyrir skötusel er 0.16 og því er m= 0.95.

Mynd 12: Skötuselur. Lengdardreifing úr afla. Rauð lína er lengd þar sem tíðnin er helmingurinn af tíðni algengasta gildis.
Greining á stofnmati og ráðgjöf

Samkvæmt rfb reglu Alþjóða Hafrannsóknaráðsins (ICES) er ráðgjöfin uppfærð á tveggja ára fresti og gildir því næstu tvö fiskveiðiár. Vísitölur úr stofnmælingu að vori (SMB) eru notaðar til að skoða stofnþróun. Ráðgjöfin í ár samkvæmt jöfnunni: Ay+1 = Ay-1 r f b m leiðir til meira en 20% aukningar og er því sveiflujöfnun breytt (Tafla 2).

Tafla 2: Anglerfish. Útreikningur ráðgjafar með rfb-reglu.

Ay: Ráðgjöf fyrir 2024/2025

188

Breytingar í stofni

Vísitala A (2024-2025)

1 232

Vísitala B (2021-2023)

719

r: Hlutfall vísitölu (A/B)

1.714

Vísitala veiðihlutfalls

Meðallengd í afla(Lmean = L2024)

90

Lengd við kjörsókn (LF=M)

78

f: Vísitala veiðihlutfalls (Lmean/LF=M)

1.165

Hlutfallsleg vísitala veiðihlutfalls (LF=M/Lmean)

0.859

Gátmörk

Vísitala seinasta árs (I2025)

1 178

Aðgerðarmörk vísitölu (Itrigger=Iloss*1.4)

437

b: Vísitala í hlutfalli við aðgerðamörk, min{I2025/Itrigger, 1}

1

Varúðarlækkun til þess tryggja hrygningarstofn fari ekki undir gátmörk (Blim) með 95 % líkum

m: Margfaldari (byggður á lífssögu)

0.95

Reiknuð ráðgjöf1)

356

Sveiflujöfnun (+20 % / -30 % borið saman við Ay, aðeins beitt ef b>1)2)

1

Ráðgjöf fyrir 2025/2026 og 2026/2027

226

% breyting á ráðgjöf3)

20

1) Ay × r × f × b × m

2) min{max(0.7Ay, Ay+1), 1.2Ay}

3) Tölur í töflu eru námundaðar. Útreikningar eru gerðir með námunduðum tölum og því gætu reiknuð gildi ekki stemmt

Beyting rfb-reglu

  • r er reiknað sem hlutfall meðaltals vísitalna síðustu tveggja ára og meðaltals vísitalna þriggja ára þar á undan (Tafla 2)
Mynd 13: Skötuselur. Lífmassavísitölur úr SMB frá árinu 1985. Rauðar línur sýna meðaltalsgildi síðustu tveggja ára og þriggja ára þar á undan.
  • f er lengdarhlutfalls-hluti jöfnunnar. Meðallengd úr afla síðasta árs var 90.25 cm og mark-viðmiðunarlengd (Lc * 0.75 + L * 0.25) er 60 og er vísital veiðihlutfalls því 1.165 (Mynd 14).
Mynd 14: Skötuselur. Vísitala veiðihlutfalls fyrir þau ár sem nóg var til af gögnum.
  • b er varúðarmörk og er notað til að takmarka ráðgjöf þegar vísitala fer undir ákveðið gildi (Itrigger). Lægsta vísitala skötusels (Iloss = 287, meðaltal vísitölu 1985-1999). Itrigger er Iloss * 1.4 eða 402. Vísitalan 2024 var 1178 og því fyrir ofan Itrigger og b því 1.

  • m er stillingarbreyta fyrir hægvaxta tegundir (með von Bertalanffy K<0.2), er m = 0.95 (Mynd 15).

Mynd 15: Skötuselur. Von Bertalanffy vaxtarkúrfa (rauð lína) skötusels sem var aldurslesinn árin 2000-2003. K fyrir skötusels samkvæmt fyrirliggjandi gögnum er 0.16.

Fiskveiðistjórnun

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið ber ábyrgð á stjórnun fiskveiða á Íslandsmiðum ásamt lagasetningu þeim tengdum. Skötuselur hefur verið hluti af íslenska kvótakerfinu síðan fiskveiðiárið 2001/2002. Frá 2003/2004 til 2012/2013 var aflamarkið sett hærra en tillögur Hafrannsóknastofnunar og varð afli stundum ennþá hærri. Síðan 2015/2016 var afli hins vegar 5-9 % lægri en aflamarkið í tvö ár en 22-23 % næstu tvö (2017/18-2018/19). Frá og með 2019/2020 hefur grunnur ráðgjafar fylgt forskrift Alþjóða­hafrannsóknaráðsins fyrir stofna þar sem ekki er hægt að beita aldursaflagreiningu. Síðastliðið fiskveiðiár var afli um 50 % lægri en ráðgjöf (Tafla 3).

Flutningur kvóta til og frá skötusel síðastliðin 20 fiskveiðiár er sýndur á Mynd 16. Á þeim árum sem mikið veiddist af skötusel var kvóti fluttur frá öðrum tegundum en fiskveiðiárin 2010/2011 til 2021/2022 var allt að 13 % kvótans fluttur frá skötusel yfir á aðrar tegundir. Síðasta fiskveiðiár (2023/2024) var hinsvegar 30% flutt yfir á skötusel. Flutningur á milli ára hefur yfirleitt verið undir 13 % en fór yfir 30 % fiskveiðiárið 2021/2022. Síðasta fiskveiðiár var flutningur á milli ára undir 10 % (Mynd 16).

Tafla 3: Skötuselur. Tillögur Hafrannsóknastofnunar um hámarksafla, aflamark og landaður afli (tonn).

Fiskveiðiár

Tillaga

Aflamark

Afli alls

2010/2011

2  500

3  000

3  376

2011/2012

2  500

2  850

3  006

2012/2013

1  500

1  800

1  906

2013/2014

1  500

1  500

1  403

2014/2015

1  000

1  000

1  080

2015/2016

1  000

1  000

913

2016/2017

711

711

677

2017/2018

853

853

653

2018/2019

722

722

565

2019/2020

441

441

428

2020/2021

503

503

437

2021/2022

402

402

199

2022/2023

258

258

188

2023/2024

188

188

236

2024/2025

188

188

2025/2026

226

226

2026/2027

226

226

Mynd 16: Skötuselur. Nettó tilfærsla á kvóta eftir fiskveiðiárum. Tilfærsla milli tegunda (efri myndir): Jákvæð gildi tákna tilfærslu á kvóta annarra tegunda yfir á skötusel en neikvæð gildi tilfærslu skötuselskvóta á aðrar tegundir. Tilfærsla milli ára (neðri myndir): Nettó tilfærsla kvóta á viðkomandi fiskveiðiári.

Heimildir

ICES. 2025. ICES Guidelines - Advice rules for stocks in category 2 and 3. Version 3. ICES Guidelines and Policies - Advice Technical Guidelines. 31 pp. https://doi.org/10.17895/ices.pub.28506179